17.9.2007 | 08:58
Vetrarkuldi ... og kaffidrykkjubann skollið á í strætó
Enginn Heimir hjá mér í dag, sagði Kolla á Bylgjunni og dæsti mæðulega. Ég hló hróðug, nýkomin upp úr Hvalfjarðargöngunum, enda sat Heimir fyrir framan mig og keyrði strætó. Hann brunaði fram úr aukabílnum, sem tímajafnaði á Kjalarnesinu, en tafðist örlítið við að hleypa kvensmiðnum út skömmu síðar. Þegar við renndum í hlað í Mosó náði aukabíllinn okkur. Ætlar þú virkilega að leyfa honum að ná þér? spurði ég Heimi. Við erum ekki í kappakstri, sagði Heimir rólyndislega og gerði ekkert til að stinga aukabílinn af. Þetta var nokkuð sem ég hefði ekki viljað vita ... því að hluti af spennu minni yfir að fara með strætó í haust hefur verið þessi tryllingslega spennandi kappakstur á milli aðalbíls og aukabíls. Svo var þetta allt blekking og bara tilviljun hvor kemst fyrr í mark.
Ég tók latte með í strætó í morgun, óafvitandi um að slíkt væri í raun bannað! Las nefnilega í DV að farþega í Rvík hefði verið meinaður aðgangur í vagn vegna þess að hann hélt á götumáli með kaffi. Þeir hjá Strætó bs segja að Gísli Marteinn hefði lofað þessu með kaffið upp í ermina á þeim. Hvað er svona slæmt við kaffidrykkju í strætó? Varla sullar fullorðið fólk mikið niður, sérstaklega þar sem það drekkur kaffið sitt í gegnum pínulítið gat á lokinu.
Engin Sigþóra var í aukabílnum þannig að ég gekk alein og einmana upp kúlurassbrekkuna og bjóst við að Prentmetsgæinn æki framhjá mér á móts við súkkulaðiverksmiðjuna. Kannski kom hann bílnum ekki í gang í Mosó, enda var ansi kalt í morgun. Tók vetrarvettlingana með en fattaði ekki að fara í sokkabuxur. Veturinn er að skella á, folks!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 228
- Sl. viku: 638
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Varðandi Kaffið þá er þetta tvíþætt fyrsta lagi þá er Strætó bs skaðabótaskilt ef að fattnaður farþeganna skemmist í vögnunum, í öðrulagi þá er þetta öryggisatriði það veit einginn hvað kaffið er heitt og það geta verði börn og jafnvel ungabörn sem myndu skaðbrennast ef að kaffi sullaðist yfir þau.
Það að fullorðið fólk sulli ekki kaffi er svolítið kjánaleg atugasemd, strætisvagnar eru jú ekkert annað en bílar!!! og það getur ýmislegt komið uppá þegar þeir eru á ferðinni, eða hedur þú kanski að rútufarþegarnir sem voru í rútunni sem keirði í aurskriðunna í kollafirði hefðu getað haldið kaffibolla kyrrum?
Haraldur Guðjonsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 09:20
Ég tala út frá farþegum, þú strætó, við erum greinilega ósammála en ég tel mig ekki vera kjána og þetta frekar dónalega athugasemd, Haraldur minn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.9.2007 kl. 09:23
Ég gæti nú alveg haldið á mínu kaffi í strætó. Það er að segja ef ég væri með beltin spennt. Eru öryggisbelti í strætó sem fer alla þessa leið?
Birgir Þór Bragason, 17.9.2007 kl. 09:37
Við sitjum alltaf bundin í Skagastrætó og höggumst ekki á leiðinni. Þrátt fyrir beygjur og hringtorg og læti ... Hef stundum óskað þess að belti væru í leið 15 sem ekur Vesturlandsveginn á leið upp í Mosó. Veit varla hvort ég myndi treysta mér til að drekka kaffi úr kúffullu máli í honum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.9.2007 kl. 09:44
Sæl og blessuð Gurrý.
Ertu nokkuð búin að henda fínu myndinni minni? Þarf að fara að nálgast hana svo ég týni henni ekki. Elska að lesa bloggið þitt, mátulega kaldhæðið, bíð spennt eftir að einhver(Siggi) gefi mér svona ryksuguróbót, búin að finna nafn á hann og allt.
Harpa (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 10:03
ég held að ef Skagakonurnar sem lentu í aurskriðunni hafi lagt af stað með kaffi í máli, hefði málið verið tómt þegar þangað var komið ;)
Ætli það sé ekki líka hættulegt að vera með harðar töskur í strætó, sem liggja kannski lausar í fangi eigenda, þær geta skaðað ef "eitthvað gerist" Reynda viðurkenni ég það að GM hefði átt að láta strætó um það að gefa kaffiloforðið, það er tæplega í hans verkahring, eða hvað ?
Óska þér góðs dags kæra himnaríkisbloggvinkona
Guðrún Jóhannesdóttir, 17.9.2007 kl. 10:05
Ég tala ekkert út frá strætó ég vildi bara ekki setja fyrir framan þig þegar þú ert með brenandi heitt kaffi,
ég sé ekki að hvað sé dónalegt við að fynnast þetta kjánaleg afstaða.
Ég er hinsvegar alveg hjartan lega samála ykkur Birgi um það að það ætti að vera öryggisbelti í öllum vögnum, mér fynst líka að það ætti að banna stæði þetta er frá þeim tíma þegar að strætisvagnar skröltu á 30km hraða um mjóstræti,
núna geta strætisvagnar ekið löglega með 100 mans ynnanborðs á 80km hraða einginn í belti og helmingurinn standandi!!
og Birgir þú veist það alveg að beltið hjálpar þér ekkert að halda kaffibollanum!
Haraldur Guðjonsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 10:06
Ég bendi Haraldi á að það er hægt að fá fín kaffimál með vel föstu loki. Á lokinu er svo lítið gat með tappa fyrir. Þeir sem á annað borð taka kaffi með sér í strætó notast líklega ekki við venjulegan kaffibolla heldur eru með örugg kaffimál sem sullast ekki úr.
Björg K. Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 10:21
Sammála Björg, flestir nota örugg kaffimál, myndi maður halda, en ég myndi ekki vilja sitja við hliðina á manneskju með opinn kaffibolla. Hef reyndar milljón sinnum farið með svona mál í strætó í Reykjavík í gegnum árin og aldrei hellt niður einum dropa.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.9.2007 kl. 11:28
Eigið ánægjulega vinnuviku öll sömul. Ég drekk mitt kaffi í Lazy boy
Ásdís Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 11:47
,,Varla sullar fullorðið fólk mikið niður ..." Gurrí, við erum búnar að þekkjast frá því áður en við urðum fullorðnar og ætlarðu að segja mér að þú hafir aldrei tekið eftir einstökum hæfileikum mínum til að sulla niður kaffi hvar, hvenær og á hvað sem er?
Nanna Rögnvaldardóttir, 17.9.2007 kl. 11:47
Hahahahah, nei, ég hef aldrei tekið eftir því. Aftur á móti hefur Steingerður almáttugur verið dugleg að benda mér á þetta hjá henni. Þú fengir bara sérstakan strætósmekk!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.9.2007 kl. 11:49
Haraldur!!! Með beltin spennt þá eru hendurnar fríar til þess að halda á kaffibolla í strætó rétt eins og í flugvél. Hvað er að því að vera með kaffi í strætó, fatta ekki að það skuli vera bannað.
Birgir Þór Bragason, 17.9.2007 kl. 11:53
Neibb taka þetta á hörkunni og hræðslunni..banna banna og banna því það getur alltaf eitthvað hræðilegt gerst. Gera eins og bretarnir sem hafa svo margar öryggisreglur um leiki barnanna í skólanum að þau hafa ekki hreyft sig neitt af viti og ekki heldur fengið skrámur eða marbletti......Guð blessi fyrirhyggjuna...Þessi óskrámuðu og ómarblettuðu börn og reynslulausu og kunnáttulausu börn eru nú uppvaxandi aumingjar. Meira að segja bresku fótboltafélögin eru hættir að sjá harða nagla koma upp í deildunum. Það að fara með kaffi í vel lokuðu máli með tappa á í skagavagninn er órásðsía. Hvað ef Gamall maður sem gleymir að taka töflurnar sínar fær svima og dettur á þann sem heldur á málinu??? Ha??? Já það verður að hugsa fyrir öllu í lífinu þar sem allt getur gerst og við erum hvergi örugg. Svo er fólk bara þannig að það getur ekki hugsað sjálft um hvað má og hvað ekki. Áfram reglugerðarmenn og foringjar. Eitt enn..banna að tala saman í strætó. Algerlega stórhættulegt. Hafið þið ekki heyrt um konuna sem gleypti tunguna í rokhviðu???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 12:33
Kristín Snæhólm hefur fundið ástæðuna fyrir slöku gengi enska landsliðsins í knattspyrnu!
Ástæðan fyrir því að Ítalir eru heimsmeistarar hlýtur þá að vera sú, að leyfilegt er að standa í strætó í Róm. Þar meiðist enginn þótt snarhemlað sé á 90 af því að vagnarnir eru svo troðfullir af standandi farþegum að þeir geta ekki dottið.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:38
Ja Katrín þú færð 10+ í fyndni fyrir þetta komment
Guðrún Jóhannesdóttir, 17.9.2007 kl. 13:45
Hér á Akureyri eru laufin að gulna og falla af ... og fjúka. Hlíðarfjallið er hvítt að ofan og Vaðlaheiðin líka. Haustið er komið en ég trúi ekki öðru en að við fáum smá hlý-kafla fyrir veturinn. Annars er þetta gott mál upp á geitungana... ég geri ráð fyrir að þeir séu dánir núna! Woo hoo!!
Knús og heitt frá Akureyri!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 14:39
Hér þvælast "Þórðar húsverðir" um ganga. Muha, hvernig er hægt að eiga "heitar" umræður um kaffi í strætó? Er nokkuð sjálfsagðara en að tjilla með kaffimál á leið til vinnu? Sumir mega þakka fyrir að maður REYKI ekki bara á leiðinni í djobbið, í almenningsvagnum. Hm...
Smjúts
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 14:54
Sæl Gurrý
" Keflavík. Það er bær sem mér finnst skrýtið að heimsækja ... húsin þar eru svo lík húsunum á Akranesi nema á röngum stöðum, eða þannig"
Ég las þessa setningu þína á öðru bloggi, ég gat ekki annað en brosað, því í gær var ég á Akranesi og ég hugsaði þetta sama.
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt, kannski manstu eftir mér, vinkona mín heitir Anna Þóra og hún var að passa fyrir þig og ég kom nokkrum sinnum með henni.
kveðja Heiðrún Sigurðardóttir
Heiðrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 15:39
Glúmur .....þjálfarar hér í bretlandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum af aumingjalegu uppeldi breskra barna..bæði næringarlega og ekki síður hafa þeir stórar áhyggjur af því hversu hreyfigeta þeirra er slöpp og líkamlega geta og úthald lítið. Segja að þetta muni hafa áhrif á fótboltann í framtíðinni og horfa því frekar til annarra og hressari landa eftir efnilegum framtíðarfótboltamönnum..og þetta er dagsatt!!! Og ég heiti Katrín en ekki Kristín Snæhólm Gestur minn.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 17:24
Dagur vonbrigðanna? = Strætó ekki í kappakstri, auk þess kaffi bannað í þeim, engin Sigþóra eða Prentmetsgæi. Mikið hlýtur dagurinn á morgun að verða frábær svo maður Pollýannist. En þessi sérhönnuðu nýmóðins kaffimál eru snilld hvort sem neyta á kaffis í strætó eða bara einkabíl - leyfum kaffi í þeim og málið dautt.
En af því Doddi þarna uppi fagnar dauða geitunganna má ég til með að segja frá því að ömmukúturinn minn 3ja ára kom í gær, honum hefur verið meinilla við stóru ljótu flugurnar í sumar, þessar sem amma vill ekki koma nálægt og sagði fullur af eftirsjá og depurð: "Nú eru geitangarnir dánir". Hann hugsar líklega með söknuði til ævintýranna þegar afi var að veiða þá hetjulega, það var alltaf spennandi.
krossgata, 17.9.2007 kl. 19:25
Hæ, Heiðrún!!! Fyndið þetta með húsin í Keflavík og Akranesi! Bið að heilsa Önnu Þóru. Ég er viss um, Guðmundur, að þú hefur stundum ekið mér. Katrín, mikið er ég sammála þér með þetta að ofvernda okkur út í eitt, það gerir okkur að aumingjum. Takk fyrir öll kommentin og knús til Akureyrar, Doddi minn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.9.2007 kl. 19:27
Hér sé fjör og friður. ertu ekkert að djóka með Gísla Martein og ermina. Ég á ekki til orð. Ég get nú ekki annað en hlegið af þessari athugasemd með kaffibollana og aurskriðuna. Eins og fólk hefði áhyggjur af kaffiblettum eftir að hafa rétt sloppið úr aurskriðu. Kaffibollana í strætó segi ég. Það er margt annað sem liggur á lausu í vagni á ferð og er hættulegra en kaffimál.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.9.2007 kl. 23:15
Það er opið mál að það má alveg drekka kaffi úr lokuðu máli í strædó míns smáþorps. Reynir reyndar lítt á það því að eina ferðin er síðdegisferð á tveggja daga fresti ~suður~ til "Agureiris" & farþegar í þeirri ferð eru oftast undir fermíngaraldri.
En það má nú samt !
S.
Steingrímur Helgason, 17.9.2007 kl. 23:38
Takk fyrir sögurnar, Guðmundur, rosalegt að lesa þetta um frúna þína. Ásta sest alltaf aftast í leið 15, eins og hinir villingarnir, og finnum miklu meira fyrir hossingi og hraða en þeir sem sitja framar.
Steingrímur, mér finnst að það eigi að kenna krökkum miklu fyrr að drekka kaffi en nú er gert! Hmmmm!
Úje, Jóna, hjartanlega sammála!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.