Dúmbó og Tommi

Sjóðheitt kaffiAf hreinum skepnuskap út í sjálfa mig hafði ég kveikt á símanum í sjúkraþjálfuninni ... og hann hringdi auðvitað á versta tíma. Held að ég hafi útskrifast á þessarri stundu í sjálfsstjórn og þolinmæði.
Ætlaði svo í súpu í Skrúðgarðinum. María hafði gleymt loforðinu síðan í gær og í stað framandi, indverskrar súpu beið sama gamla, góða kjötsúpan (sem er samt gómsæt). Tommi sagði að gúllassúpa með chili hljómaði líka vel, verst að það kviknaði í klósettinu í kjölfarið, bætti hann við í stíl Ástu, þau tala nefnilega mannamál. Já, Tommi bílstjóri var í Skrúðgarðinum og lét gamminn geysa að vanda. Ég komst m.a. að því að honum finnst kaffidrykkja í strætó ekki kúl. Líklega heldur hann að farþegar mæti með sjóðandi heitt kaffi í venjulegum kaffibolla og njóti þess að skvetta því yfir hina farþegana. Hmmm. Hann og Gummi bílstjóri, sem hefur verið að keyra útlendinga um hálendið í allt sumar, eru sömu nöldurseggirnir og segja að ef leyft verði kaffi í strætó þá heimti þeir að fá að borða kæstan hákarl undir stýri. Karlskröggarnir mínir ... hehehehehe ...
Þegar ég tek kaffi með mér í strætó þá næ ég yfirleitt að ljúka við það á stoppistöðinni, enda er bara ætlunin að hlýja sér í morgunfrostinu. Kaffið, sem er í lokaða kaffimálinu mínu, er orðið moðvolgt og myndi ekki skaða neinn, hvað þá í dropaformi, þar sem drykkjargatið er pínulítið.

7 ára Hitti mann í sjúkraþjálfuninni og bauð honum góðan dag. Kannski man hann ekki eftir því en einu sinni bað pabbi hann um að keyra mig upp í Hvalfjörð.

Þarna voru lögð fyrstu drög að áhuga mínum á aksturíþróttum því að ungi maðurinn ók á næstum 100 km/klst á flotta Benzinum sínum við mikla hrifningu mína þar sem ég sat í framsætinu og hvorki búið að finna upp öryggisbelti né malbik. Mikið leit ég upp til hans eftir þetta og var örugglega pínulítið ástfangin af honum um tíma þótt ég væri bara sjö ára.

Helsti keppinautur hans um ástir mínar á þessum tíma var Steini í Dúmbó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Talandi um kaffi í strætó, þá held ég að farþegunum sem meiri hætta búin af þreyttum vagnstjórum sem oft keyra 10-11 tíma í beit.

Það þætti ekki góð latína á sumum bæjum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.9.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

... hvað gerðist á þessum 40 árum? Fylgist með næstu færslu .... úúúúúúú ... 

Guðríður Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 13:44

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef það verður bannað að drekka í strætó (sko óáfenga drykki) þá labba ég.  Hótun sko.

Ég vil gjarna vita hvaða töffari þetta var.  Og hvað kom fyrir manninn?  Segja frá Gurrísíngúkkulaðistelpan.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 14:40

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ó hin ljúfsára fyrsta ást.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.9.2007 kl. 14:54

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ja, mínir áverkar geta alveg kallast íþróttameiðsli. Ég sofnaði í litla 1,60 sófanum og reyndi að teygja úr mér í svefni en mætti mótstöðu, arminum. Gamla ástin úr fornöld getur eflaust státað af einhverju enn meira spennandi. Hann hefur ekki talað við mig síðan hann skutlaði aðdáanda sínum í Hvalfjörðinn þar sem aðdáandinn fékk að vera í nokkra daga hjá Huldu og Magnúsi ... og það í bragga! Skemmtilegir dagar þar sem ég og yngsti sonurinn gerðum frábær skammarstrik ...

Guðríður Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 15:11

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fyrsta ástin min var Alan Delon í myndinni svarti túlípaninn. man einhver eftir honum.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 16:33

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fyrsta ástin mín var Simon Temple (Dýrðlingurinn, m.ö.o. Roger More). Hehe

þetta var skemmtileg færsla Gurrí. Mér líst illa á kæstan hákarl eða kæsta skötu í strætó. oj oj oj oj oj

Jóna Á. Gísladóttir, 18.9.2007 kl. 17:48

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Kannast við nafnið Alan Delon ... hugs, hugs ...

Ég elskaði líka Dýrlinginn, Jóna!  

Guðríður Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 17:59

9 identicon

Vil ekki fá ofanígjöf - þori því ekki að segja álit mitt á kaffidrykkju í strætó.

Bílstjórar eru sú stétt manna sem mesta athygli fær hjá kvenfólki sem hér skrifar.  Samt segja sagnfræðingar að því tímabili hafi lokið með stríðinu að konur misstu göngulagið við að sjá bílstjóra. Það þarf að endurskoða þá sagnfræði.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 18:21

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég missi nú ekkert göngulagið þótt ég hitti þessa dásamlegu menn, þeir eru heldur ekki í einkennisbúningi (hehehehe) ... Það var að renna upp fyrir mér ljós; þetta eru í rauninni einu mennirnir í lífi mínu, vá, Glúmur þó!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 20:15

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Aleinn Deli ... tíhíhíhí ... það má nú aðeins rifja upp æskuástirnar, Anna panna!

Guðríður Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 44
  • Sl. sólarhring: 326
  • Sl. viku: 1837
  • Frá upphafi: 1460820

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 1500
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jörgen Klopp
  • Opið hús kl. 17
  • Dýrheimar kaffihús

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband