Kjaftfori Breiðholtshatarinn ...

„Þú ert ömurleg manneskja, dáin að innan og hefur ekkert að segja ... en þú stelur ansi skemmtilegum myndum á bloggið þitt,“ sagði vinur minn góðlátlega við mig í síma áðan. Þetta er eitt mesta hrós sem ég hef fengið frá honum. Yfirleitt kallar hann mig herfu sem er skárra en belja, sem kom líka til greina. Ég gaf honum góðfúslegt leyfi til að kalla mig herfu, enda er ég ekki herfa svo að það skiptir engu máli.

BreiðholtMamma þoldi hann ekki við fyrstu kynni en þau hittust heima hjá mér. Hún hefur örugglega fundið á sér að hann væri Breiðholtshatari. Hann var svo indæll að skutla henni heim þennan dag og þegar við ókum Vesturbergið áleiðis að Asparfelli sagði hann eins og þaulvanur leiðsögumaður: „Á vinstri hönd má sjá að verið er að stela veskinu af gamalli konu og hérna á hægri hönd er sjoppurán í gangi!“ Ég emjaði og orgaði en mömmu var ekki jafnskemmt, hún kreisti upp úr sér þvinguðan uppgerðarhlátur en svo bætti kvikindið við: „Bryndís, er þér sama þótt ég fleygi þér út á ferð? Ég vil ekki að hjólkoppunum verði stolið!“

Eftir að nafna mömmu, Schram, skrifaði fyrir löngu grein í blað þar sem hún fór fjandsamlegum orðum um Breiðholt, að mati mömmu, hefur mamma haldið uppi heiðri hverfisins með kjafti og klóm. Hún hefur m.a. bent réttilega á að mun fleiri rán og önnur ofbeldisverk væru framin í miðbænum og Vesturbænum en í Breiðholtinu.

Vinur minn hefur stillt sig um að segja Breiðholtsbrandara í viðurvist hennar eftir að ég skammaði hann fyrir það. En oft þegar ég hlæ hjartanlega að móðgunum hans vill hann meina að það sé þvingaður uppgerðarhlátur eins og heyrðist úr aftursæti bíls hans fyrir 11 árum.

Æ, ég elska hann samt.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

óboj..hann var heppin að mamma þín lamdi hann ekki með veskinu sínu..

Ragnheiður , 23.9.2007 kl. 23:00

2 identicon

Steingrímur Helgason! (?)

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 23:03

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehehe, nei, ekki Steingrímur, en álíka snillingur.

Ragga, hann vissi ekki að mamma væri viðkvæm fyrir gagnrýni á Breiðholtið ...  annars hefði hann ekki sagt orð.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 23:04

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

JAHÁ !

Þessi Glúmur er glúrinn Gylfasonur !

Hvernig veit hann það um mig að áður en að ég varð kvartaldar gamall sló ég fram í fjölmenni þeirri kenníngu að byggja ætti Kínamúr utan um Breiðholtið & hafa á því bara eitt hlið fyrir ofan Fákshesthúsin, sem að loka ætti 19.00 & opna fyrir strætó aftur 07.00 á morgnanna að fornum Varsjárghettóskum sið? 

Þessara yppu þarf að fletta upp !

Þess fyrir utan samdi ég ekki ~frazann~ "Herfa, herfa, láttu þig hverfa..."  Það er lýgimál !

S.

Steingrímur Helgason, 23.9.2007 kl. 23:12

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Vinur? Ekki frændi?

hljómar mjög svipað frænda þínum sem ég þekki líka...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 23:56

6 Smámynd: krossgata

Ég sé að þú notaðir orðið emja.  Það gleður mig ósegjanlega mikið. 

Breiðholtið er auðvitað besta hverfið.

krossgata, 24.9.2007 kl. 00:32

7 Smámynd: Svava S. Steinars

Ekki var ég rænd/kyrkt/nauðgað/brennd eða barin þegar ég bjó í Breiðholtinu.  Vona að ég sleppi líka við það hér í Skipholtinu

Svava S. Steinars, 24.9.2007 kl. 01:12

8 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Hehehe frábær gaur þarna á ferð greinilega...sumir einfaldlega mega móðga mann...og annan.. Af því að þeir eru svo fyndnir.

Brynja Hjaltadóttir, 24.9.2007 kl. 06:43

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Lengi lifi Breiðholtið.

Magnús Paul Korntop, 24.9.2007 kl. 08:35

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hildigunnur, eitthvað skylt, jú ... Að sjálfsögðu nota ég emja þér til heiðurs, Krossgata. Brynja, hann er rosalega fyndinn ... Sammála, Magnús, Breiðholtið lengi lifi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.9.2007 kl. 09:32

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahahaha Ég þekki þennan!!

Heiða B. Heiðars, 24.9.2007 kl. 09:57

12 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

híhí, ég vissi það :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.9.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 833
  • Frá upphafi: 1515928

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 706
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband