24.9.2007 | 20:00
Fokið yfir hæðir ...
Vá, það var svo mikið rok á leiðinni í bæinn. Sérstaklega undir Akrafjallinu, skömmu áður en við komum í göngin, og líka þegar við keyrðum niður í Kollafjörðinn. Sem betur fer fukum við ekki út í sjó. Við Heimir komumst að þeirri niðurstöðu að best væri að sprengja Esjuskrattann í loft upp. Ég sagði að þessar væluskjóður, fjallgöngumenn, myndu alveg tryllast ef við kæmum með þá hugmynd og þá var nú sjálfhætt við, hver þorir að angra fjallgöngumenn? Miðað við laugardagsmyndina á Stöð 2 myndi þeir láta braka í brotnum beinum og annað ógeðslegt sem tengist opnu fótbroti.
Heimir var voða þakklátur þegar ég sagði honum að alltaf þegar við mættum risatrukkum gerði ég mig alla stífa til að hjálpa rútunni að haldast á veginum. Ég sá líka á honum að honum fannst mikið til um þegar ég saup hveljur þegar mestu lætin voru. Verst hvað ég borðiði lítið í dag, bíllinn var of léttur fyrir bragðið en samt komumst við heil í Mosó.
Hilda var með AFGANG af hrygg handa mér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún tekur dóttur sína fram yfir systur sína sem hefur þó þekkt hana miklu lengur en dóttirin. Krakkarassgatið hennar kveinaði af löngun í hrygg í gær þar sem hún þurfti að fara á ráðstefnu í Svíþjóð í morgun. Og hvað gerði Hilda, hún lét þetta eftir dekurdýrinu, eldaði mánudagshrygginn í gær. Ég er samt ekkert beisk, afgangurinn af hryggnum bragðaðist rosalega vel og líka kjúklingabringurnar og þegar Hilda sagði: "Ekki vera HRYGG," þá tók ég gleði mína aftur. Hilda datt í símann núna og tengdasonurinn á heimilinu er að vaska upp, þarf að hafa eitthvað fyrir stafni ... af söknuði eftir Ellen sinni.
Er í Makkafjanda og get því ekki sett inn myndir eða svert athyglisverð orð ... vona samt að þið nennið að lesa þetta.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 26
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 853
- Frá upphafi: 1515948
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 715
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hilda greinilega með sama húmor og systir sín
Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 20:09
Ekki nennti ég að lesa þetta myndalausa kjúklingahryggjablogg :)
Heiða B. Heiðars, 24.9.2007 kl. 20:15
Það er nú meira rokið veit sérstaklega undir. Akrafjallið það er svo mikið rok þar. knús
Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2007 kl. 20:24
Það hryggir mig að hafa ekki fengið hrygg. Fjallgöngumenn er sko kúl.
Þröstur Unnar, 24.9.2007 kl. 20:30
Þessi pistill hefði fengið 5 stjörnur ef ekki hefði verið talað niður til eplanna.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 20:57
Hryggilegt hvað þú fékkst lítið af hrygg. Ég gæti alveg fengið dellu fyrir hrygg**** samsettum orðum upp úr þessu.
krossgata, 24.9.2007 kl. 21:06
Sorrí, Glúmur ... en þú mátt helst ekki vera í stjörnugjöf á þessarri síðu nema gefa mér fullt hús. Þetta eru seríurnar mínar sem ég kveiki á daglega!
Yfirleitt fyrirgef ég Makkanum eftir smá samveru með honum og var að muna að það vantar forrit í tölvuna hennar Hildu til að hægt sé að setja myndir og sonna. Makki er voða sætur, mjallahvítur og mikil dúlla. Mússí mússí
Gleymdi algjörlega að minnast á bílinn úti í móa á Kjalarnesinu og þakið af pallbílnum aðeins fjær ... þetta var ansi skerí ferð í bæinn. Ekkert hryggileg þó ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:34
hentu inn firefox eða camino á viðkomandi makka, þá ertu góð. Og ekki kenna Mökkunum um ömurlegt viðmót helv... Moggabloggsins ;) Það er bara Internet Explodermiðað, fyrst og fremst. Kill Microsoft...
(wahaha. Rant dagsins. Takk fyrir tilefnið...)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:49
Þann dag sem ég nenni ekki að lesa bloggið þitt, verð ég oní boxi.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:51
nei nei.... ekkert bitur... alls ekki haddna hryggleysinginn þinn
Jóna Á. Gísladóttir, 24.9.2007 kl. 22:15
http://hlf.blog.is/blog/hlf/#entry-320634
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.9.2007 kl. 22:25
Ég er ekki alveg viss um að einhverjir tramparar sem að ég þekki væru sáttir við að Esjan yrði sprengd í loft upp, þó að ítrekaðar ferðir þeirra á greysans bæjarfjallið hafi nú lækkað það til muna. Afgangur af einhverri hryggðarómynd er náttúrlega nægjusamt snarlerí en skíthopparabrjóst hafa líklega verið í 'dezzert'' grunar mig frekar en annað.
Makkar eru fínustu rafreiknar, eiginlega.
S.
Steingrímur Helgason, 24.9.2007 kl. 23:14
Les ekki makkablogg né myndlaus, för den delen. Gott að vita að þú ert örugg á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 23:56
maður les nú ekki hvað sem er hehehe, mér fannst einhver lykt af tessu ;)
Guðrún Jóhannesdóttir, 25.9.2007 kl. 00:19
Hryggurinn er alltaf bestur á öðrum degi.
Jens Guð, 25.9.2007 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.