Fokið yfir hæðir ...

Vá, það var svo mikið rok á leiðinni í bæinn. Sérstaklega undir Akrafjallinu, skömmu áður en við komum í göngin, og líka þegar við keyrðum niður í Kollafjörðinn. Sem betur fer fukum við ekki út í sjó. Við Heimir komumst að þeirri niðurstöðu að best væri að sprengja Esjuskrattann í loft upp. Ég sagði að þessar væluskjóður, fjallgöngumenn, myndu alveg tryllast ef við kæmum með þá hugmynd og þá var nú sjálfhætt við, hver þorir að angra fjallgöngumenn? Miðað við laugardagsmyndina á Stöð 2 myndi þeir láta braka í brotnum beinum og annað ógeðslegt sem tengist opnu fótbroti.

Heimir var voða þakklátur þegar ég sagði honum að alltaf þegar við mættum risatrukkum gerði ég mig alla stífa til að hjálpa rútunni að haldast á veginum. Ég sá líka á honum að honum fannst mikið til um þegar ég saup hveljur þegar mestu lætin voru. Verst hvað ég borðiði lítið í dag, bíllinn var of léttur fyrir bragðið en samt komumst við heil í Mosó.

Hilda var með AFGANG af hrygg handa mér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún tekur dóttur sína fram yfir systur sína sem hefur þó þekkt hana miklu lengur en dóttirin. Krakkarassgatið hennar kveinaði af löngun í hrygg í gær þar sem hún þurfti að fara á ráðstefnu í Svíþjóð í morgun. Og hvað gerði Hilda, hún lét þetta eftir dekurdýrinu, eldaði mánudagshrygginn í gær. Ég er samt ekkert beisk, afgangurinn af hryggnum bragðaðist rosalega vel og líka kjúklingabringurnar og þegar Hilda sagði: "Ekki vera HRYGG," þá tók ég gleði mína aftur. Hilda datt í símann núna og tengdasonurinn á heimilinu er að vaska upp, þarf að hafa eitthvað fyrir stafni ... af söknuði eftir Ellen sinni.

Er í Makkafjanda og get því ekki sett inn myndir eða svert athyglisverð orð ... vona samt að þið nennið að lesa þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hilda greinilega með sama húmor og systir sín

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ekki nennti ég að lesa þetta myndalausa kjúklingahryggjablogg :)

Heiða B. Heiðars, 24.9.2007 kl. 20:15

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er nú meira rokið   veit sérstaklega undir. Akrafjallið það er svo mikið rok þar. knús

Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2007 kl. 20:24

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Það hryggir mig að hafa ekki fengið hrygg. Fjallgöngumenn er sko kúl.

Þröstur Unnar, 24.9.2007 kl. 20:30

5 identicon

Þessi pistill hefði fengið 5 stjörnur ef ekki hefði verið talað niður til eplanna.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 20:57

6 Smámynd: krossgata

Hryggilegt hvað þú fékkst lítið af hrygg.  Ég gæti alveg fengið dellu fyrir hrygg**** samsettum orðum upp úr þessu. 

krossgata, 24.9.2007 kl. 21:06

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sorrí, Glúmur ... en þú mátt helst ekki vera í stjörnugjöf á þessarri síðu nema gefa mér fullt hús. Þetta eru seríurnar mínar sem ég kveiki á daglega!

Yfirleitt fyrirgef ég Makkanum eftir smá samveru með honum og var að muna að það vantar forrit í tölvuna hennar Hildu til að hægt sé að setja myndir og sonna. Makki er voða sætur, mjallahvítur og mikil dúlla. Mússí mússí

Gleymdi algjörlega að minnast á bílinn úti í móa á Kjalarnesinu og þakið af pallbílnum aðeins fjær ... þetta var ansi skerí ferð í bæinn. Ekkert hryggileg þó ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:34

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hentu inn firefox eða camino á viðkomandi makka, þá ertu góð. Og ekki kenna Mökkunum um ömurlegt viðmót helv... Moggabloggsins ;) Það er bara Internet Explodermiðað, fyrst og fremst. Kill Microsoft...

(wahaha. Rant dagsins. Takk fyrir tilefnið...)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:49

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þann dag sem ég nenni ekki að lesa bloggið þitt, verð ég oní boxi. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:51

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

nei nei.... ekkert bitur... alls ekki  haddna hryggleysinginn þinn

Jóna Á. Gísladóttir, 24.9.2007 kl. 22:15

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

http://hlf.blog.is/blog/hlf/#entry-320634

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.9.2007 kl. 22:25

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er ekki alveg viss um að einhverjir tramparar sem að ég þekki væru sáttir við að Esjan yrði sprengd í loft upp, þó að ítrekaðar ferðir þeirra á greysans bæjarfjallið hafi nú lækkað það til muna.  Afgangur af einhverri hryggðarómynd er náttúrlega nægjusamt snarlerí en skíthopparabrjóst hafa líklega verið í 'dezzert'' grunar mig frekar en annað.

Makkar eru fínustu rafreiknar, eiginlega.

S.

Steingrímur Helgason, 24.9.2007 kl. 23:14

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Les ekki makkablogg né myndlaus, för den delen.  Gott að vita að þú ert örugg á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 23:56

14 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

maður les nú ekki hvað sem er hehehe, mér fannst einhver lykt af tessu ;)

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.9.2007 kl. 00:19

15 Smámynd: Jens Guð

  Hryggurinn er alltaf bestur á öðrum degi.

Jens Guð, 25.9.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 853
  • Frá upphafi: 1515948

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 715
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband