Mánudagskvöld til þriðjudagsmorguns

Kópavogur, séð til RvíkurMikið var skrýtið og skemmtilegt að gista á höfuðborgarsvæðinu í nótt, hlusta á háværan umferðarniðinn, heyra öskrin í fólki sem ribbaldar voru ábyggilega að misþyrma, sjokkerandi brothljóð í búðagluggum, dúndrandi tónlist, bunuhljóð í laumulegum körlum og æsispennandi sírenuhljóð. Lyktin var líka framandi; krydd, olía, vín, tóbak, piss, reiði, popp og fleira.

Sagði við Hildu þegar við ókum niður að Galtalindinni hennar að það væri munur fyrir hana að hafa stærsta hús landsins svona nálægt en sá turn er í byggingu í næsta nágrenni hennar. Ef það yrði sprengt í loft upp af morðóðum múslimum (sorrí, Shabana) eða vondafólkinu í Veginum (sorrí, Jónas frændi) eða klikkuðum kaþólikkum (sorrí, erfðaprins) þá hefði hún þetta líka fína útsýni.

AldaTil að fyrirbyggja allan misskilning þá elska ég líka sjávarnið, brimgný og fuglagarg (þótt Jónatan mávur hafi yfirgefið mig).

Ég gisti sem sagt í Kópavoginum í nótt en ferðaðist aðeins um sjálfa höfuðborgina í morgun, 101 Reykjavík, og fannst það unaðslegt. Er búin að átta mig á því að þótt ég vinni í Reykjavík þá er 110 Reykjavík enn meira utanbæjar en nokkurn tíma 300 Akranes. Á Skaganum eru tvö kaffihús, hér í 110 Reykjavík er ekki neitt (held ég).  

Mikið nýt ég borgarinnar betur eftir að ég varð dreifbýlistútta. Hlakka samt gífurlega til að fara heim eftir vinnu og hitta Kubb, Tomma og Jónas. Inga kíkir á eftir og hótaði því að sleppa mér ekki út úr bílnum fyrr en við himnaríki, í þetta sinn ætlar hún að þiggja kaffi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

*****

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vil bæta því við að ég er ekkert fúl út í stóra turninn í Kópavogi, á meðan hann verður ekki hærri en sementsstrompurinn minn.

Guðríður Haraldsdóttir, 25.9.2007 kl. 14:32

3 identicon

Þessar konur hérna tala bara um turna og strompa. (Freud)

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 14:41

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hmmmm, satt segir þú Glúmur. Við erum nú meiri "dömurnar." Best að fara í smá sjálfskoðun ...

Guðmundur, ekki dissa Kópavog ... hún Hilda verður alveg brjáluð!!! Ekki samt gleyma Salnum, þar fer nú aldeilis fram menningarleg starfsemi.

Guðríður Haraldsdóttir, 25.9.2007 kl. 15:14

5 identicon

Var ekki að kvarta.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 15:53

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er örugglega best að búa í Kópavogi ...

Guðríður Haraldsdóttir, 25.9.2007 kl. 15:54

7 Smámynd: krossgata

Æsispennandi stórborgarupplifun.  En hér í rólegheitunum við ystu mörk borgarinnar í Breiðholtinu horfi ég út um stofugluggann á gufustróka rísa frá Hellisheiðinni, fjallahringinn og hlusta á fuglasöng.  Gerist ekki sveitarómantískara. 

krossgata, 25.9.2007 kl. 16:10

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá ég er greinilega að missa af helling hér í 109, hér mígur ekki sála utandyra, engin partý haldin, né er fólk úti eftir átta á kvöldin.  Er enn að jafna mig eftir langa búsetu í 101.

Smjúts á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2007 kl. 17:22

9 identicon

Blásteinn kona, Blásteinn

Lindablinda (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 17:34

10 identicon

Bakarískaffið kona, Bakarískaffið, við hliðina á Bónus, í versl.miðstöðinni Ásnum.

Lesandi (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 18:20

11 identicon

Hvaða vitleysa er þetta. Það eru amk 3 ef ekki 4 kaffihús í 110 :)

Oddný Sigurbergs (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 11:02

12 identicon

Guðmundur þú ert að misskilja þetta. Akranes er ekki á stór höfuðborgarsvæðinu - heldur er höfuðborgin (og úthverfi) á stór Akranessvæðinu.....

Hjördís G. (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 140
  • Sl. sólarhring: 484
  • Sl. viku: 2588
  • Frá upphafi: 1457457

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 2150
  • Gestir í dag: 109
  • IP-tölur í dag: 106

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband