Tryggir Pólverjar, kíttun og símahugskeyti ...

Við Inga í dagInga bjargaði mér frá því að þurfa að kalla á viðgerðamenn til að redda símamálum himnaríkis en í leiðinni hafði hún líklega af mér heilmikið fjör. Gamli síminn minn er í lagi þótt takkarnir á honum séu orðnir leiðinlegir og stífir. Inga skellti honum í samband með hleðslubatteríum bilaða símans og hviss, bang, nú er frúin tengd við umheiminn.

Það hefði samt óneitanlega verið mjög kúl að reyna að vekja upp sofandi miðilshæfileika, hæfileika allir eru víst með, fá kannski hugboð um að einhver væri að hringja, þótt ekkert heyrðist í símanum, og svara. Þá væri kannski einhver æðislegur á hinum enda línunnar sem myndi dást svo að mér fyrir að vera svona æðislegur miðill. Ég hefði getað útfært þetta á ýmsan máta, prófað að senda ýmsu spennandi fólki hugskeyti um að hringja í mig og svara svo með nafni viðkomandi (t.d. „Hæ, Sveppi!“) og tilkynna í leiðinni að ég væri ekki með símanúmerabirti ... sem virkar ekki í þessum síma.

Handklæðavakt í fyrraÞegar við Inga bardúsuðum við símann komu Pólverjarnir mínir frá Glerhöllinni með „lím“ og kíttuðu í alla glugga, líka í meyjarskemmunni. Nú kemst ekkert óviðkomandi þangað inn ... nema fuglinn fljúgandi, ef ég hef gluggann opinn.

Svo er búið að spá nýjum stormi með rigningu strax á morgun og að þessu sinni er vindáttin hagstæð, öldulega séð. Vonandi heldur himnaríki loks vatni og handklæðin fá upphaflegt hlutverk sitt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er einmitt að horfa á þátt á RÚV um pólverja búsetta í Svíþjóð. Sýnist þeir hafi það skítt þar eins og hér. Vona að þínir tryggu pólverjar hafi það betra

Heiða B. Heiðars, 25.9.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er einmitt að horfa á sama þátt. Þeim er vísað frá einum til annars.....

.....skyldi nokkurn undra að þeir missi þolinmæðina stundum, sem er þó alls ekki jafn oft og ég mundi missa hana!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2007 kl. 21:38

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Nákvæmlega! Annars finnst mér einangrunin sem þeir virðast búa við hræðilegust

Heiða B. Heiðars, 25.9.2007 kl. 21:45

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Sýnist nú þeir hafa kíttað sig sjálfir út í horn, eða hvernig komu þeir inn í landið?

Já annars gott kvöld Guðríður og til hamingju með vatns og vindhelt Himnaríki.

Þröstur Unnar, 25.9.2007 kl. 21:49

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Og hvaða horn er það Þröstur?

Varla er atvinnuástandið í Póllandi þeim að kenna? Og ef fólk hefur ekki  í sig og á í heimalandinu verður að bregðast við því..fólk þarf að bjarga sér...ekki satt? 

Heiða B. Heiðars, 25.9.2007 kl. 21:55

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Jú Heiða fólk verður að bjarga sér, en komu þeir ekki ólöglega inn í landið? Og með því lenda þeir í ákveðnu "horni" Það verður að sjálfsögðu snúið að byrja á réttum stað í kerfinu ef þeir hafa ekkert kynnt sé málin áður en lagt var í hann, eins og virtist hafa verið með þetta ákveðna fólk.

Þröstur Unnar, 25.9.2007 kl. 22:04

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Held að Ástralir hafi tekið Íslendingum vel þegar þeir þustu yfir í neðra hér á árum áður. Af hverju ættum við ekki að taka Pólverjum vel þegar þeir koma í leit að betra lífi? Það er níðst þvílíkt á þeim. Ein í ættinni minni leigði út íbúð nýlega og kaus að leigja pólskum hjónum með tvö börn og eitt á leiðinni. Hún hefði getað fengið hærri leigu en kaus þessi viðkunnanlegu hjón. Fyrri leigusali þeirra ætlaði óvænt að hækka leiguna hjá þeim um 30.000 minnir mig, annars þyrftu þau að flytja út innan fimm daga. Þvílíkur aumingi! 

Já, góða kvöldið alle mine bloggvenner; Þröstur og hinir. 

Guðríður Haraldsdóttir, 25.9.2007 kl. 22:05

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

svona svona krakkar mínir.. elskið friðinn strjúkið kviðinn. Þröstur og Heiða minnið mig á að bjóða ykkur í afmælið mitt næst.. og þarnæst. Í sitthvort afmælið. hehe

Gurrí þú ert meistari í draumórum og spuna. Ég er viss um þú hefur verið komin í huganum, langleiðina upp að altarinu með dimmraddaðri símarödd

Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2007 kl. 22:07

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Og skilin aftur

Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2007 kl. 22:09

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehhehe, fattaði ekki að banna Þresti og Heiðu að rífast, takk fyrir það, þau eiga bara að elska kviðinn, eins og þú segir. Ja, hefði maður ekki drauma þá væri nú tómlegt. Að vísu verð ég giftingarhræddari með hverju árinu, sem hentar vel þar sem áhuginn á mér hefur farið minnkandi á sama tíma. Hentugt!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 25.9.2007 kl. 22:13

11 Smámynd: krossgata

... nema fuglinn fljúgandi segirðu.  Ætli Jónatan viti af þessu?

krossgata, 25.9.2007 kl. 22:14

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Þið þarna Gurrí og Jóna, þurfið að klára spurningaþátt á síðunni minni, takk fyrirfram fyrir rétt svar.

Þröstur Unnar, 25.9.2007 kl. 22:19

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Auddað Heiða líka 

Þröstur Unnar, 25.9.2007 kl. 22:20

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jónatan hefur yfirgefið mig, elsku krúttið. Vonandi eru jafnspennandi kerlingar í Borgarnesi eða í Breiðholtinu, Krossgata. Þröstur. Ég var að skammast á síðunni þinni. Er að hugsa!

Guðríður Haraldsdóttir, 25.9.2007 kl. 22:35

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Af hverju fáum við Jóna glottandi, munnskakkan karl en Heiða hjarta? Þröstur!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 25.9.2007 kl. 22:36

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Af því þið eruð sínöldrandi

Heiða B. Heiðars, 25.9.2007 kl. 22:58

17 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hugsa til þín í himnraríkinu og hlakka til að ná í skottið á þér í okkar sameiginlega Lyngháls-himnaríki. Það hlýtur að takast.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.9.2007 kl. 23:13

18 identicon

Takk fyrir athugasemdina, fyrsta uppskriftin er lent.

Halla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 23:16

19 identicon

kaffihús og kaffihús. Þú gætir nú kíkt til frænku í 110 sem á hvissandi kaffivél og kann að búa til kaffi latte og iris coffe og kanski eitthvað annað.  

tanta (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 23:22

20 Smámynd: Ólöf Anna

Humm nenni ekki með í þetta Enda á ég boli sem stendur á "ég er vinnuafl" og "ert þú þessi Erlendur?" Merkilegt samt hvað karlmönnum tekst alltaf að misskilja þennann með vinnuaflið.

Ættlaði nú bara kvitta fyrir innlitið

Ólöf Anna , 25.9.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 37
  • Sl. sólarhring: 319
  • Sl. viku: 1581
  • Frá upphafi: 1453740

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1316
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband