3.10.2007 | 18:30
Miklu betri en kartöflur
Myndatakan gekk bara vel í dag. Förðuð og flott fyrir framan aftökusveitina tókst mér að pósa snilldarvel og gat nýtt reynsluna síðan í fegurðarsamkeppninni 1978, eða hefði getað gert ef mér hefði verið boðin þátttaka. Var líka búin að skoða Hagkaupsbækling í bak og fyrir og lærði aðferðina við að virka undirgefin með dassi af framakonudugnaði. Sænski ljósmyndarinn var að fríka út af gleði og fannst ég örugglega taka mig miklu betur út en kartöflurétturinn sem hann myndaði fyrr í morgun.
--------------- --------------- ----------------------
Fólkið í boldinu hjakkar svo í sama farinu að ég afber varla að horfa á það þótt ég hafi lofað að fórna mér annað slagið. Stefanía og Brooke, erkifjendurnir, hafa rifist síðan í síðustu viku um sama gamla dæmið eða þangað til Eric kemur og stoppar þær. Taylor er ein á gamlárskvöld og Hector (slökkviliðsmaður, ekki hundur) bendir henni á að gift kona ætti ekki að vera ein á svona kvöldi. Ridge er einhvers staðar að tískuhúsast í útlöndum og Taylor væflast um húsið í sexí undirfötum og vonar að eiginmaðurinn komi heim svo að hún geti tælt hann. Hún ætti bara að vita að karlar laðast ekki að líkama kvenna, heldur vitsmunum þeirra.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 53
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 691
- Frá upphafi: 1505982
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 556
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ha, ha ég var einmitt að Bolda áðan, datt inn á að horfa á í dag. Auðvitað varstu lang huggulegust í myndatökunni, það verður gaman að sjá myndina.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 18:33
Frábær ábending með vitsmunina. Skil ekki af hverju konur eru ekki búnar að átta sig á því ennþá, að karlmenn hafa engan áhuga á útliti kvenna. Bara því sem er á milli eyrnanna. Hm.. torskilið.
Girnilegur kartöfluréttur. Hvenær fær maður að berja portrettið augum?
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 19:06
Í mér prjónar einhver þrá
óskir vil því kynna:
Mætti ég fá mynd að sjá
milli eyrna þinna?.
Már Högnason (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 19:47
Það er nú það,hvað er á milli eyrnanna,jú hluti af útlitinu andlitið sem karlmenn ættu fyrst að sjá.
María Anna P Kristjánsdóttir, 3.10.2007 kl. 20:01
Ég er að velta fyrir mér hvort vitsmunir mínir séu nokkuð að verða of bústnir. Horfir greindarleg á svip út um gluggann.
krossgata, 3.10.2007 kl. 20:23
Ég stóðst ekki mátið!
I am your Doctor. Sorry to inform you that you have a brain problem. Your brain is in 2 parts... left, and right. The left part has nothing right in it and the right has nothing left in it!
sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 20:53
Segi enn einu sinni og stend við það, mig langar að hitta höfund þessarar Bold vitleysu og buffann, ja allavega bankann
Kjartan Pálmarsson, 3.10.2007 kl. 21:28
Hvar verður afrakstur myndasmiðsins til sýnis, með leyfi að spyrja ?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.10.2007 kl. 22:06
Alla vega á starfsmannaskírteininu sem gildir í matsalinn ... hehehhe, og kannski í Vikunni, líklega ... frú Guðný og frú Jenfo ...
Skal hjálpa þér við kýlingar, Kjartan. Góð, Sigrún
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.10.2007 kl. 22:12
og hvenær fáum við að sjá allar nýju fitufellingarnar og hrukkurnar?
Jóna Á. Gísladóttir, 3.10.2007 kl. 23:09
1978, eitthvað sem þú átt eftir að segja mér?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.10.2007 kl. 23:09
Er nokkuð viss á því að ég get upplíst ykkur að kellan hún Brooke er einn aðaleigandi þáttana og hennar maður þannig að já Bold stúlkan agalega sem er reyndar ómissandi þar Sel þetta ekki dýrara en ég keypti
Brynja (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 23:47
Ég skil ekki upp né niður í frásögn af Stefaníu og Brooke. Veit bara ekkert hvaða fyrirbæri það eru. Ég get þó vottað að vitsmunir vega mun þyngra en flest annað í samskiptum karla og kvenna.
Jens Guð, 4.10.2007 kl. 03:43
Sorrí, Jens. Sko, hún Brooke hefur tvisvar gifst manninum hennar Stefaínu (Eric) og tveir synir Stefaníu hafa líka verið kvæntir henni. Ridge svona fjórum sinnum en Thorne bara einu sinni, held ég. Þess vegna hatar Stefanía Brooke og þær rífast alltaf um það sama; að Brooke sé drusla og að Brooke sé ekki drusla (þetta fyrra segir Stefanía og það seinna segir Brooke) Að auki hefur Brooke stolið eiginmanni af dóttur sinni, ekki einu sinni heldur tvisvar. Hún stal Deacon af henni Bridget og eignaðist dóttur með honum. Svo eru þau Rick eiginlega nýhætt saman þar sem hann ætlar að láta hjónabandið við dótturina ganga upp, hún er nú ólétt greyið, dóttirin sko, ekki tengdamamman. Ef þú skilur þetta færðu verðlaun.
Anna, ég á mér skelfileg leyndarmál um ættarauð og Baskerville-hundabeinagrindur í skápum en þetta með keppnina 1978 var uppspuni og bull ... sorrí. Nýju fitufellingarnar "allar" (takk fyrir að velta þér upp úr því, Jóna) og hrukkurnar verða frumsýndar í Vikunni bráðum, skilst mér á dularfulla ritstjóranum mínum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.10.2007 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.