5.10.2007 | 09:01
Þrjár klárar konur og femíniskur strætóbílstjóri ...
Heimir bílstjóri er annað hvort sannur femínisti eða heyrnarlaus. Frá Mosfellsbæ sátum við þrjár kjarnakonur fremst í strætó; vísindakonan, smiðurinn og ritstjórnarfulltrúinn og töluðum hátt og snjallt um vísindi (æ, þið mynduð ekki skilja það ...), misrétti (Ísland 2007), úrtölur (konur kunna ekki að keyra, skilja ekki vísindi og geta ekki lært stærðfræði) og froska (dæmisaga frá smiðnum). Margir kjósa að misskilja svona umræður um misrétti og halda að verið sé að tala illa um karlmenn, sú var auðvitað ekki raunin, við erum allar, held ég, alveg kolvitlausar í stráka, eins og flestir femínistar.
Á leiðinni upp kúlurassbrekkuna tók ég vel á ... gekk rösklega og fann hvernig rassvöðvarnir styrktust með hverjum metranum ... og það var eins og við manninn mælt, maðurinn á Merrild-sendibílnum flautaði næstum því á mig og var alveg við það að stoppa fyrir mér svo að ég kæmist yfir götuna. Hann stoppar pottþétt á mánudaginn.
Nellí prófarkalesari kom rennblaut í hús nokkrum mínútum á eftir mér. Hún varð holdvot inn að beini á því að labba úr bílnum sínum og þessa millimetra að húsinu. Ég nýt greinilega velþóknunar veðurguðanna sem láta víst bara rigna á rangláta. Eru ekki prófarkalesarar hvort eð er í sama flokki og stöðumælaverðir? Sífellt nöldrandi ... "þú átt ekki að leggja hérna" ... "þú átt ekki að skrifa Y í klifra" ... osfrv.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 212
- Sl. viku: 646
- Frá upphafi: 1505937
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 520
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Sumir skrifa "ý" í femýnisti. Ég veit ekki hvort ég myndi vilja láta prófarkalesa það í burt (Danmerkurfarinn Keli).
Annars skil ég ekki hvers vegna fólk heldur að það fari fram einhverjar lágstéttarumræður í almenningsvögnum, svona yfirleitt. Ónei, þar fara fram háakademískar umræður um allt milli himins og jarðar, eins og þín færsla sannar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 09:11
Ég hef lengi lagt metnað minn í að afsanna ýmislegt í úrtölufræðum. Til dæmis bakka ég alltaf í stæði og er sérlega leikin við það. En líklega er ég ranglát (enda rigndi á mig á leið frá bíl að inngangi vinnustaðar) og yrði líklega flokkuð með prófarkalesurum eða mamma myndi alla vega setja mig þar. Ég set y alltaf á rétta staði og er mjög liðleg við að benda henni á hvar þau eigi ekki að vera.
krossgata, 5.10.2007 kl. 09:31
Ég er ekkert "skárri" en prófarkalesari, sonur minn fékk ekki einu sinni að nota orðið SKE í æsku, og gerir aldrei þótt fullorðinn sé, tek það fram að ég elska prófarkalesanana mína ... og hef nákvæmlega EKKERT upp á stöðumælaverði að klaga, enda legg ég aldrei ólöglega, einhverra hluta vegna!
Já, Jenný, þær verða stundum ansi akademískar samræðurnar á morgnana, enda er víst ljóta og vitlausa fólkið sem áður tók strætó svo ljótt og vitlaust að það keypti sér bíl ... Nú er pláss fyrir okkur snillana!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2007 kl. 09:48
Guðrún Jóhannesdóttir, 5.10.2007 kl. 11:43
Kúlurassabrekkan á eftir að finn aþér mannsefni Gurrí mín..einhvern sem snarbremsar þegar þú bíður eftir að komast yfir götu með þinn snilldarhaus og lögulega rass.
Ég heyrði einu sinni samræður í strætó sem eru þess eðlis að ég get ekki haft þær eftir. Verð bara rjóð og undirleit þegar ég ryfja þær upp. Voru frekar á dónalegar sko og þetta var fólk á miðjum aldri sem talaði mig eldrauða í framan.
ypsilonið er í boði prófarkalesara Vikunnar.
Góða helgi
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 12:39
Hmmmm froska? Mér finnst það áhugaverðasta umræðuefnið! Hafði smiðurinn dæmisögu um froska???
Dagbjört (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 12:59
Dæmisagan um froskana: Einu sinni ákváðu nokkrir froskar að klifra upp háa byggingu. Froskarnir á jörðu niðri sögðu aftur og aftur: Þið getið þetta ekki, ó, þið dettið! Og sjá, þeir duttu hver af öðrum, allir nema einn sem heyrði ekki úrtölurnar. Í ljós kom að hann var heyrnarlaus.
Hefði gaman af því að heyra strætósöguna við gott tækifæri, Katrín ... múahahahhahaah ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2007 kl. 13:16
alltaf gaman að lesa þínar færslur. Getur þú nokkuð útvegað mér viðtalið við hana Lovísu sem var í Vikunni um daginn, ég er innilokuð og kemst ekkert næstu vikur. Eigðu góða helgi með kisunum.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 13:40
Æ Gurrí, þú og þinn rass, bráðum fer mig að langa að klappa honum!
Ritstjórnarfulltrúi? Fór alveg framhjá mér, að þú hafir verið lækkuð í tign þarna um daginn!!
En svo áttu ekkert með að heyra blautar frásagnir frá vinkonunni góðu, mundu að þú ert TEPRA!
Magnús Geir Guðmundsson, 5.10.2007 kl. 15:48
Þú ert ógeðslega fyndin þessa dagana Gurrí!! Hvað er í vatninu þarna á Skaganum?
Heiða B. Heiðars, 5.10.2007 kl. 15:59
Hm verður maður ekki að eiga bíl til að leggja ólöglega ? Froskarnir eru góðir, ég held að ég sé heyrnardaufur froskur..THERE I said it ! Hef aldrei skilið get ekki hugtakið....
Knús á ykkur elskurnar á Skaganum
Ragnheiður , 5.10.2007 kl. 16:45
Ég er sammála Heiðu. Þú ert fljúgandi mælsk og dregur sjálfa þig saman í háði þessa dagana. Baaaara fyndin. Takk fyrir pistil
Jóna Á. Gísladóttir, 5.10.2007 kl. 16:54
Heheheh, ég hitti SME í dag og það urðu fagnaðarfundir með okkur, faðmlög og alles. Hef ekki hitt þessa elsku í mörg ár! Já, ske er danska og rosalega ljótt, a.m.k. í rituðu máli.
Farin heim!!! úúúúúúú
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2007 kl. 17:27
"Kúlurassabrekka"? Er þetta viljandi stagl sem á að þýða rassarassabrekka? Culo þýðir rass á ítölsku. Hugsanlega líka á latínu. Veit ekki.
Er prófarkalesarinn Nellí kvenkyns? Lærði þá reglu í barnaskóla að öll kvenmannsnöfn sem enduðu á hljóðinu í væru rituð með löngu ý.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 19:11
Vá, tókst mér óafvitandi að segja rass tvisvar í einu orði? Vá, hvað ég get verið fyndin ... hahahhaha! Takk fyrir þetta.
Líklega er Nellý með Ý, þar sem hún heitir Nellý ... aftur á móti fékk ég stuðning Orðabókar Háskólans við að breyta Gurrý í Gurrí fyrir 20 árum, enda gælunafn. Vil alls ekki láta kalla mig Gurrujjjj ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2007 kl. 19:25
En Gurrí, ef þú hafnar ske á þeirri forsendu að það sé danska (reyndar upprunalega þýska), verðurðu þá ekki líka að hafna kannski á sömu forsendum (það er samsett úr kann og ske)? Hvorttveggja er a.m.k. 500 ára gamalt í íslensku, ske kemur m.a. mjög oft fyrir í Nýjatestamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar, sem er elsta prentuð bók sem til er á íslensku. Má ekki segja að orðið hafi unnið sér þegnrétt á nærri 500 árum?
Nanna Rögnvaldardóttir, 5.10.2007 kl. 21:46
... eða reyndar 700 árum - ske kemur fyrst fyrir í íslensku á 14. öld.
En ég vann reyndar einu sinni hjá manni sem sagðist alltaf finna bragð af tökuorðum þegar hann notaði orð eins og gaffall og skúffa (af því að -ff- inni í orði er ekki til í forníslensku eða eitthvað). Hvorttveggja eru reyndar yngri tökuorð í íslensku en ske.
Nanna Rögnvaldardóttir, 5.10.2007 kl. 22:07
Mér finnst SKE hræðilega ljótt orð og engist þegar fólk notar það, a.m.k. í ritmáli. Berst gegn því en líklega vonlausri baráttu. Takk fyrir fróðleikinn, þú klikkar ekki. Vissi reyndar þetta um kannski en nota það nú samt. Hef líklega bara "ofnæmi" fyrir hnetum, möndlum, döðlum, rúsínum, morfíni og orðinu SKE.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.