5.10.2007 | 19:39
Rómantík, ólétta, matarvenjur og bold
Dagurinn gekk frábærlega vel. Það var meira að segja ágætur matur í hádeginu. Sigga Dögg, gamla nágrannakona mín af Hringbrautinni og skólasystir úr hagnýtri, settist við borðið hjá okkur í matsalnum og tjáði okkur að barnið í maganum á henni væri strákur. Hún á tvær stelpur fyrir og eitthvað af stjúpdætrum svo að þetta var bara gaman. Guðröður litli á að koma í heiminn í febrúar.
Þegar ég settist við borðið var þar hluti umbrotsdeildar, ógurlega hressir og skemmtilegir strákar. Þeir voru að tala um hvað Íslendingar kunnu lítið í matseld á öldum áður, nýtnin hafi verið svo yfirgengileg og litað matarmenninguna mikið. Einn þeirra var um tíma í skóla í Ástralíu eða á Nýja Sjálandi og valdamaður þar (forsætisráðherra?) fordæmdi hvalveiðar Íslendinga um svipað leyti. Unga manninum datt í hug að spyrja skólafélaga sína álits og þeim var eiginlega slétt sama þótt þeir segðust ekki treysta sér sjálfir til að drepa hval. Svo var farið að tala um matarvenjur og okkar maður sýndi þeim m.a. mynd af sviðahaus. Þá varð allt vitlaust og fólki fannst þetta viðbjóður. Við komumst að þeirri niðurstöðu við matarborðið að hvalveiðar hefðu sama og engin áhrif á íslenskan ferðamannaiðnað, það væri frekar úldni maturinn sem við montuðum okkur af við útlendinga. Einhver minntist svo á að svartir sviðahausar seldust miklu síður en þeir hvítu í íslenskum matvörubúðum sem sýndi að við værum enn meiri rasistar en við héldum. Já, alltaf fjör í matsalnum.
Í gær stoppaði mig einn krúttmolinn af Stöð 2, dýrðarinnar tæknimaður sem frétti í hádeginu nýlega að ég hefði leikið stórt hlutverk í Heilsubælinu í Gervahverfi; m.a. bláa öxl í sjúkrasloppi, hjúkkukappa og vinstri fót í brúðkaupi. Hann skellti þáttunum yfir á DVD og færði mér. Þessi elska. Ég kyssti hann að sjálfsögðu fyrir þótt ég sé vanalega afar sparsöm á kossa. Áður en maðurinn var horfinn úr salnum voru samstarfskonur mínar búnar að gifta mig honum í bak og fyrir. Svona þarf nú lítið til að rómantíkin ríði rækjum í vinnunni minni.
Náði strætó klukkutíma fyrr en vanalega á föstudögum, eða 17.45 og sat næstum við hliðina á einum af sætukarlastoppistöðinni, hressum manni sem sagðist hafa lesið fyrstu blaðsíðuna í Harry Potter í bókabúð um daginn ... og þá síðustu. Hann vill meina að allt fari ósköp vel miðað við þetta, ég verð að fara að klára bókina fyrir Jennýju og Ella bílstjóra. Hef dottið ofan í nokkrar nýjar bækur í millitíðinni og steingleymt galdrastráknum.
Taylor, geðþekki geðlæknirinn, er í vondum málum. Brooke virðist hafa áttað sig á að hún ætti sér aðdáanda; Hector, huggulega brunakallinn. Held að hann hafi falið sig inni í skáp eða baðherbergi þegar Brooke birtist og fattaði að eitthvað væri í gangi. Að sjálfsögðu þarf Brooke að fleygja hinni heilögu Taylor af stallinum og ætlar eflaust að blaðra í Ridge, sem var reyndar ekki heima hjá konu sinni á gamlárskvöld, eins og kom fram í síðasta bloggi.
Mér sýndist bjargvættur Taylor, þessi sem hefur verið að gera hosur sínar grænar fyrir Bridget, vera orðinn yfir sig ástfanginn af Feliciu, þessari sem neitar að fara í krabbameinsmeðferð, og er búin að arfleiða Nick (pabbann) og Bridget að barninu sínu. Skrýtið með ástina í boldinu. Brooke hefur átt sér nokkra sálufélaga og aldrei elskað jafnmikið og heitt nokkra menn fyrr og síðar í hvert skipti. Undir þetta falla þeir Ridge, Nick og Deacon svo fátt eitt sé nefnt af úrvalinu í boldinu. Að vísu eru karlanir samnýttir í tætlur og ættum vér íslenskar konur að taka þetta upp, ég meina hver nennir eftir karli til Hveragerðis ef hægt er að hafa t.d. tvo eða þrjá Skagamenn í takinu í eigin sápuóperu?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 229
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 921
- Frá upphafi: 1505928
Annað
- Innlit í dag: 186
- Innlit sl. viku: 752
- Gestir í dag: 178
- IP-tölur í dag: 172
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ja, segðu fullnýta leikarana og hringríða bara. Trúi því varla að þú sért ekki búin með Potter, mér finnst heil öld síðan þú varst að byrja og ætlaðir að klára á mettíma !!hehe. Gervahverfi er nú einn af uppáhaldsþáttum okkar hjóna, veistu hvenær þeir koma á DVD spólan okkar er farin að slitna, barnabörnin fíla þetta nefnilega líka. En hvað með auminga ófædda Guðröð, verður hann þá kallaður GURRI? nei bara spyr.
Góða helgi og skemmtu þér vel í öllum BB þáttunum á morgun, hann spáir illa.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 19:55
Treysti mér sko ekki í maraþonboldið á morgun, stefni frekar á Potterinn. Veit ekki hvort eða hvenær Gervahverfið kemur á DVD. Guðröður verður eflaust kallaður Gurri, það ætla ég að vona. Sending fór af stað til þín í dag, Ásdís mín, færð hana líklega á þriðjudag. Njóttu vel.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2007 kl. 19:57
Guðríður mín!
Miðað við þessa skemmtilegu/kreatívu færslu er raunlífið (hvað sem það nú er) ekki eins skemmtilegt og "bók-lífið" akkúrat núna? Sjálfur lifi ég alltaf í tveim heimum þ.e. þeim "raunverulega" og þeim "huglæga".
Hvor þessara heima er raunverulegri en hinn skal látið ósagt:
Ásgeir Rúnar Helgason, 5.10.2007 kl. 20:18
Sko Gurrí ég þekki mann sem heitir Hjalti Guðröðarson hann er reyndar alltaf kallaður Hjalti Kálfur veit ekki hvaðan það kemur.
Flott nafn
Guðný Jóhannesdóttir, 5.10.2007 kl. 21:00
Svört kindaandlit eru falleg a live en fráhrindandi dauð. Annars átti ég flekkótta kind sem barn, hálfur hausinn var hvítur, hinn svartur. Hún hét Skakkhyrna og drapst út í móum aldagömul, aflvelta á milli þúfna. Mér var bannað að svíða hausinn af henni, hún var jarðsett í heilu lagi á staðnum, í kyrrþey.
Líst vel á Skagasápuóperu Gurrý
Þröstur Unnar, 5.10.2007 kl. 21:19
Gaf hann þér koss á kinn,
af kristilegum sóma,
eða tróð´ann tungunni inn
og tætti þína góma!?
Magnús Geir Guðmundsson, 5.10.2007 kl. 21:21
Ástralir og Nýsjálendingar borðuðu nú aldeilis kindarhausa (jafnvel sviðna) hér áður þótt þeir séu kannski farnir að gleyma því núna (ég hef samt rekist á nýlegar uppskriftir eftir trendí andfætlingakokka þar sem hausar eru nýttir á ýmsan hátt). Það er hægt að finna fullt af uppskriftum í gömlum áströlskum matreiðslubókum og mig minnir að ég eigi einhvers staðar ástralska uppskrift að steiktum lambshausum með heilasósu.
Minni á sviðagreinina sem ég skrifaði einu sinni:
http://nannar.blogspot.com/2007/09/meira-um-svi.html
Nanna Rögnvaldardóttir, 5.10.2007 kl. 21:27
Nammi svið, & sama með súrmetið. Þessu lifðu nú forfeður okkar á með fínann skyrbjúg með. Ekki var nú á þeim tímum verið að nöldra við tannlækna um hvort að þeir birtu taxtann eða ei ! Eftir fermíngu var bara boðið upp á sviðasultu af kolsvörtum hausum fyrir þá sem að gátu ekki tekist tönn, við tönn, við kjammann.
Núna er aftur komin ástæða til að vísitera Akranesið. Það er nú ekki bara fyrir það ágæta kaffi sem að mér er sagt af mér vísari að oft sé í boði í einhverju himnaríki þar, né til að sparka í einhver skríðandi & sjúgandi draumaprins allra kvenna þar & í nágrennasveitum.
Nei, nei, þarna er DVD diskur sem að þarf á smá 'rippíngu' að halda bráðlega.
Hæ, ~ezzgan ..'
S.
Steingrímur Helgason, 5.10.2007 kl. 22:12
Ég hef ágætt minni á alls konar skrítna (einfalt í hér meðvitað) hluti og þegar þú nefnir þig og Heilsubælið þá er eins og mig rámi í að þú sitjir í kapellunni (einn af kapellugestum) þegar presturinn er eitthvað að flissa sig í gegnum athöfn... er það ekki rétt munað og jafnvel að það sjáist meira en öxl eða fótur?
Talandi um eðalmat eins og svið og fleira gamalt og gott og Akranes. Þá verð ég að segja að lengi vel fékkst besti harðfiskur á landinu á Akranesi, veit ekki hvort hann fæst þar enn. Hann seldist alltaf upp á stuttum þegar framleiðslan kom í búðir og ég held að hann hafi aldrei farið (á þeim tíma alla vega) í sölu annars staðar á landinu. Mikið langar mig í harðfisk frá.... var það ekki Lárusi syni Lalla Beck... held það bara.
krossgata, 5.10.2007 kl. 22:23
... stuttum tíma.... auðvitað.
krossgata, 5.10.2007 kl. 22:27
Ja, hangikjetið í Einarsbúð er talið eitt það besta á landinu en ekki veit ég hvaðan það kemur upprunalega. Kaupi mér það stundum í áleggsbréfum og nýt þess vel. Jú, vissulega sést ágætlega í himnaríkisfrúnna í sumum atriðum og er bara fyndið að rifja upp gömlu góðu grönnu dagana. Hlakka til að horfa aftur.
Steingrímur, velkominn í kaffi!
Gott á andfætlingana að vera sviðaætur sjálfir og fussa svona yfir matnum okkar.
Magnús minn. Takk fyrir vísuna ... hmmmmm
Skagaópera er í farvatninu, Þröstur. Ertu til í að vera persóna þar?
Úps, Taggart er að byrja.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2007 kl. 22:33
Við eru bæði stödd í Skagaóperunni nú þegar Guðríður.
Taggart neeee.
Þröstur Unnar, 5.10.2007 kl. 22:40
Loksins fatta ég þetta ý sem var að trufla mig einusinni. Það hefur verið Þrölla að kenna !
Ragnheiður , 6.10.2007 kl. 00:27
Gurrí, gleyma? GLEYMA? Þekki ég þig? :o
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.10.2007 kl. 00:37
Þú hefur haft þarna sérdeilis stór hlutverk Gurrí mín
Jóna Á. Gísladóttir, 6.10.2007 kl. 09:03
Guðröður Gæti misskilist skemmtilega á flágmælsku ef ég man hana rétt.
Ég stakk upp á við systur mína að hún skýrði son sinn Laufeyjus. Hún gerði það ekki. Fannst það eitthvað óþjált.
Laufey Ólafsdóttir, 6.10.2007 kl. 09:05
Ég er ein af mörgum sem "lesa þig" daglega.....við mikla ánægju. Þú ert frábær penni
En þessi DVD diskur sem þér áskotnaðist, er hægt að fá svona eintak á Stöð2 helduru??
Langar svooooooo að sjá þessa þætti aftur.
Anna Sig (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 10:28
Veit ekki, Anna, hvort hægt er að fá þessa þætti, held að það strandi á einhverjum samningum. Það hlýtur samt að verða hægt einn góðan veðurdag, eflaust langar marga að rifja upp kynnin af þessu fyndna gengi aftur, og þá er ég auðvitað að tala um hjúkkukappann og bláu öxlina. Held að það hafi bara verið kynþokka mínum að þakka að tæknimaðurinn gerði þetta fyrir mig ... (hehehhe)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.10.2007 kl. 11:22
Hey gaman ad heyra hvad er ad gerast i BB. Vid erum tvaer sem fylgjast med tvi, haldu endilega afram ad skrifa um tad svo vid getum fylgst med her a Indlandi.
Margrét Annie Guðbergsdóttir, 7.10.2007 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.