Æskupyntingar og West Ham með dassi af tvíburum

Í flotta, fína, nýja tónlistarskólanum hér á Skaganum verður opið hús í dag, tónleikar frá 13-17 og MATUR. Er að hugsa um að skella mér þrátt fyrir allt ...

Við Mía í æskuÉg var látin læra á píanó í æsku. Píanókennarinn minn var norsk kona, ósköp eftirlát og ljúf, ég gat endalaust stjórnað því hvaða léttu lög hún lét mig æfa. Eini gallinn var að hún bjó í hinum enda bæjarins, eða við hliðina á Bíóhöllinni, og það var ansi langt að labba í öllum veðrum, þetta var á þeim tíma (í gamla daga) þar sem veturnir voru alvöruvetur. Einu sinni veiktist hún í heila viku og sjálfur Haukur Guðlaugsson leysti hana af. Hann setti mér fyrir ÞRJÚ níðþung lög sem ég vissi að ég gæti aldrei spilað ... ég var í algjöru sjokki. Ég get reyndar spilað þessi lög eftir minni enn í dag og veit að ef hann hefði verið kennarinn minn hefði ég orðið hinn litli píanósnillingurinn hennar mömmusín ... Haukur var aðalkennari Míu systur og hvað er hún í dag? Jú, snilldar-píanókennari við Tónlistarskólann á Akranesi!

LúðrasveitinÆskupyntingarnar, sem fólust aðallega í endalausu labbi og ég hata endalaust labb, voru ekki einskorðaðar við píanónám, ónei, ég var send í lúðrasveit! Vissulega veit ég að bestu og skemmtulegustu vinina finnur maður í lúðrasveitum (sbr. minningargreinar) ... en kommon. Ég var vissulega kúl með trompetinn fyrsta veturinn en þann næsta lét nýi kennarinn mig fara að spila á althorn! Ég er þess fullviss að ef hálskirtlarnir í mér hefðu ekki ákveðið að vilja á brott með ýmsum afleiðingum (ég neitaði að vera í lúðrasveitinni vegna „verkja“ í hálsi, múahaha) væri ég nú stjórnandi Lúðrasveitar blaðamanna. Er lengst til vinstri á myndinni með trompet.

Heimasíða West HamSá pínkuoggulitla fréttatilkynningu í blaði í dag. Hún var um mág minn og einhvern Björgólf sem voru að opna heimasíðu West Ham-klúbbsins á Íslandi. Það gleymdist að birta veffang klúbbsins ... sem er www.whufc.is og ég hvet bloggvini mína nær og fjær að kíkja á síðuna og fara nú að halda með liðinu, kommon, Liverpool, MU hvað!!!

Á myndinni sést náttúrlega yndislegi mágur minn, þessi með ljósbláa trefilinn. Nú í vetur ætlum við erfðaprinsinn með honum á West Ham-leik í London og öskra okkur hás.

---------       --------------         -------------- 

 

Ísak og Úlfur sætusnúðarSætustu og bestu og æðislegustu tvíburar í heimi, Úlfur og Ísak, liggja nú á Barnaspítala Hringsins. Þeir voru í aðgerð á gómi og urðu voða lasnir í kjölfarið, þessar elskur! Hár hiti og slappleiki hefur angrað þá í nokkra daga. Hilda systir hefur verið mikið hjá þeim og amman sjálf, Mía, ætlar að reyna að fara í dag og á morgun ás spítalann og aðstoða foreldrana en Mía er nýskriðin upp úr leiðindapest.

Sendi strákunum innilegar bataóskir og risaknús frá Gurrí frænku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

West Ham eru sko miklu flottari en Liverpool  !!   Ekki fara mikið út að labba er ekki bjálað rok?? hér er allt að fjúka til fjandns.   Æ litlu stubbarnir, vona að þeir hafi ekki fengið þessa fjandans magapest sem er að grassera á spítalanum.  Vertu slök um helgina duglega kona.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: krossgata

Þetta er auðvitað hrikalegt ástand sem hefur verið á þér í barnæsku, ekki bara labb út um allt heldur er píanóleikari líka sendur í lúðrasveit. 

krossgata, 6.10.2007 kl. 13:23

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta hefur verið ofbeldi, þarna í æsku.  Að ganga bæinn á enda.  Skammastín mammaennar Gurríar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Væri hægt að fá nánari dagsettningu á lúðrasveitarmyndinni?

Kannast við ljósbláa West-Ham gaurinn.

Þröstur Unnar, 6.10.2007 kl. 16:43

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Lúðrasveitarmyndin var tekin fyrir örfáum árum í Bíóhöllinni, Þröstur, líklega 1968 eða svo ...

Takk fyrir stuðninginn, þarna bloggstelpur, þetta var náttúrlega skelfileg æska ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.10.2007 kl. 17:02

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ææ, litlu gæjarnir :( vonandi fara þeir að hrista þetta af sér. Sendi batakveðjur til þeirra.

Það er nú huggun harmi gegn Gurrí að hann krúsilíus Haukur Guðlaugsson skyldi kenna þér þennan tíma, óttalegt krútt

Guðrún Jóhannesdóttir, 6.10.2007 kl. 17:07

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Haukur var alveg frábær kennari, missir fyrir Skagann að hann skyldi fara í bæinn og gerast söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Annars væri ég líklega í Kirkjukór Akraness og þá yrði nú stuð í messunum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.10.2007 kl. 17:14

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Passaðu þig bara á að fara ekki á leik með West Ham gegn Arsenal því þá færiðu sem döpur af leikvelli (eftir tapið - hehe). Og fyrst Ljungberg er ekki lengur með Arsenal geturðu ekki einu sinni fengið kikk út úr því að dást að honum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.10.2007 kl. 18:36

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fer bara á Chelsea-West Ham, fyrrnefnda liðið er í rúst síðan Eiður fór og hægt að mala það strax í fyrri hálfleik!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.10.2007 kl. 19:09

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

West Ham eru flottir

Marta B Helgadóttir, 6.10.2007 kl. 22:31

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hefur ekkert átt nema góða æsku segi ég, blæs á þetta kellingavæl! Ert bara fyrir vikið gangandi já,hljómsveit!

West Ham eru nú rétt búnir að tapa fyrir Arsenal svo ekki mætast þau aftur alveg strax og svo töpuðu þeir vþví miður aftur í dag (gær) fyrir Aston Villa!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.10.2007 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 208
  • Sl. sólarhring: 372
  • Sl. viku: 900
  • Frá upphafi: 1505907

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 733
  • Gestir í dag: 161
  • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband