Þakkir, afbrýði og mannvonska ...

Kjúsílegir kettlingarMig langar að þakka öllum vinum, ættingjum, kunningjum og ókunningjum kærlega fyrir allan tölvupóstinn með sætu sögunni um manninn með bleiku slaufuna sem unglingsbjánar gera grín að en sjá að sér þegar þeir heyra sögu mannsins. Ég hef einnig séð söguna á nokkrum bloggsíðum. Nú hlýt ég að ná henni. Ég er einnig afar þakklát fyrir öll krúttlegu bréfin með  myndum af kettlingum, ungbörnum og öðrum dúllum.

„Slökktir þú nokkuð á Jónasi?“ spurði ónefnd kona fyrr í dag.
„Hef ekki snert þetta óféti,“ svaraði ónefndur erfðaprins.
Ég VISSI að hann væri afbrýðisamur ...

Heyrði í Breiðholtshataranum um helgina. Hann sá ýkjusögu í fjölmiðlum um að meintur grimmur hundur hefði bitið eldri konu á Akranesi og hringdi umhyggjusamur í mig til að spyrja hvort þetta hefði nokkuð verið ég. Hvað hef ég gert til að verðskulda svona frænda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

 haha það þorir enginn að senda mér e mail orðið.

Ragnheiður , 8.10.2007 kl. 20:08

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég les engar bleikar slaufur.  Hélt að það væri fréttatilkynning frá Krabbameinsfélaginu og taldi mig nú heldur betur vitandi allt um það mál.  Sum sé bleika borðann.  Hehe!

Fæ ekki ketti nema eina krúttlega sendingu frá ömm-Brynju fyrir helgina, til að sýna Jennslubarni.

Vill enginn senda mér neitt?  Búhúhú!

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 20:40

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Éer búin að senda þér þetta meil, addna kjéllíng. Mun senda þér í framtíðinni alla englapósta, kisupósta, ungbarnapósta og konurnaríafghanistanpósta sem berast mér fyrst þú vilt fá svona. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.10.2007 kl. 20:45

4 identicon

Kettlingarnir á myndinni: KR / ÍA?

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 21:01

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

   af bryggjunni.... (þetta hjlómar dáldið eins og sjötíuogníu af stöðinni...)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.10.2007 kl. 21:42

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Af þessu smotterí sem að tókst að troða í minn skeggjaða haus af almennri klisjusálfræði þá er þetta með ónefndar samræður ónefndra aðila um títtræddann 'Jónas' bland í poka með það sem að Sigmundur Svindl hefði vísað til um í gamlar grískar lygasögur um einhverjar duldir, frekar en sinníngar.

En ég er nú frekar BullShitter, en BókabéusAkademískari & því mín greíníng sjálfdæmd mér í fínann óhag.

Greinilega girnist ég tækið ennþá...

Það fer enda minna fyrir því fyrir framan sjónvarpsskjáinn en ýmislegt  annað sem að á til að detta þar fyrir þegar fótbolta ber á skjá.

S.

Steingrímur Helgason, 8.10.2007 kl. 22:45

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

knús

Kristín Katla Árnadóttir, 8.10.2007 kl. 22:54

8 Smámynd: krossgata

Sögunni af manninum með bleiku slaufuna?  Er ég ekki bara heppin að vera utan við mig.... og margt annað?    Ég vil helst bara kæfu ofan á brauð, ekki í pósti.

krossgata, 8.10.2007 kl. 23:08

9 Smámynd: Svava S. Steinars

Ég hata ekkert eins mikið og þessar tilfinningaklámssögur sem fólk er í sífellu að senda á milli.  Svo ekki sé minnst á kettlinga, engla og blómapóstana.  Því sætari, væmnari og hugljúfari sem pósturinn verður, því meiri illska vellur í mínu blóði.  Flestir eru líka búnir að læra að senda mér ekki svona pósta, því hef ég ekki fengið bleiku slaufu söguna (thank you lord)

Svava S. Steinars, 9.10.2007 kl. 01:14

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það beit mig enginn hundur, addna Anna! Skila kveðjunni til Breiðholtshatarans, Guðmundur. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.10.2007 kl. 12:33

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hjartans þakkir fyrir sendinguna  :):) Breast Cancer Awareness Ribbon 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 12:43

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er algerlega úti á þekju með þessa sögu um bleika manninn með róbótinn sem beit hundinn..verð bara að viðurkenna það!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 14:45

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Katrín mín, ég skal senda þér krúttlegu söguna um bleiku slaufuna á meili á morgun, já, hér á Skaga var sjéfferhundi lógað því að hann beit konu, skilst mér. 

Jú, Anna, rétt hjá þér, móðir hans er drottning ... að sjálfsögðu ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.10.2007 kl. 16:08

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mín var ánægjan og heiðurinn, Ásdís mín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.10.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 38
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 662
  • Frá upphafi: 1506061

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 547
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband