Nýr heimilismeðlimur

Ungar og sætar mömmurÓ, hvað súpan á Skrúðgarðinum var góð, svona lúmskt sterk! Þetta er að verða vani á þriðjudögum að labba þessi 230 skref frá sjúkraþjálfuninni og þangað. Að þessu sinni var búið að hertaka allan hægri hluta kaffihússins og þar voru ungar mömmur á ferð. Ég skannaði úrvalið í skyndi, alltaf að leita að hentugri tengdadóttur, en sýndist þær allar hamingjusamlega giftar. Komst reyndar að því að Rut á Skrúðgarðinum á fagra dóttur á réttum aldri sem hún vill koma út. Annars skammaðist Rut yfir því hvað það er langt síðan boldað hefur verið á þessari síðu og úr því verður bætt síðar í dag.

 ---------        -------------          ------------

BlandariÁtti erindi til sýslumanns og spurði að gamni afgreiðslukonuna hvort ökuskírteinið mitt væri í gildi en það rann út á síðustu öld. Hún hélt það nú og gat alveg stillt sig um að hlæja að 80’-myndinni af mér. Skírteinið var orðið nokkuð sjúskað af notkunarleysi og hún gerði við það bara sisona! Það er allt svona á Skaganum, sannkallaður unaður að heimsækja hér verslanir og opinberar stofnanir! Kvarta svo sem ekkert undan þeim í höfuðborginni en það er allt miklu heimilislegra hérna, finnst mér. Í Einarsbúð keypti ég helling af frosnum berjum, skyri, klakapokum, melónu, perum og þess háttar og nú á að fara að drekka búst-drykki. Gat ekki stillt mig um að kaupa spínat og gulrætur líka. Það eru oft mjög góðar uppskriftir í Vikunni að svona orku- og heilsudrykkjum. Ég hef aldrei dottið niður á almennilegan morgunverð, vona að það breytist í kjölfarið. Nýjasti heimilismeðlimur í himnaríki er nefnilega blandari, keyptur í Módel.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Noh, módelblandari.  Fær hann nafnið Gilsenegger? 

krossgata, 9.10.2007 kl. 16:42

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Líst vel á blandarann, bara svo helvíti leiðinlegt að vera alltaf að þrífa eftir hverja notkun. Hollur og góður morgunmatur er náttúrulega algjört must. Skyr hefur verið minn eini staðfasti morgunverðarvinur frá örófi ára, helst með miklum sykri, rjóma og bláberjum. Sleppi stundum bláberjunum þegar ég sé litlu sætu ormana í þeim, tími ekki að merja þá.

Þröstur Unnar, 9.10.2007 kl. 17:46

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nú drepur hún Jenný þig, Þröstur. Hún var rétt nýbúin að gleyma ormasögunni minni og þá kemur þú með svona veðbjóð ... Hlakka til að fá mér "drykk" í fyrramálið ... ef ég vakna tímanlega. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.10.2007 kl. 17:53

4 identicon

Ég keypti mér svona búst-vél. Hún var æði þangað til ég var komin með ofboðslegt leið á bústi.  En ég er að koma til aftur, er farin að nota maskínuna endrum og sinnum upp á síðkastið.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 18:49

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

tell me tell me tell me. Módel what? hvað kostaði þessi. Ég var að skanna netið í gær í leit að almennilegum blandara sem væri á verði sem ekki kostaði hvítuna úr augunum á mér.

Mín uppskrift af morgunmat:

2 mtsk vanilluskyr, dash af appelsínusafa, 1/2 banani, 2 mtsk herbalife duft, 2 mtsk próteinduft, lúka af klaka. Ef mig langar í sætt þá nota ég eitthvað af eftirtöldu: 1/2 tsk bláberjasulta (sykurlaus), 3-4 döðlur eða 3-4 vínber.

Þetta er svooooooooo gott. Og saðsamt. En mixerinn þarf að hafa almennilega tætarastillingu fyrir döðlurnar/vínberin og bananann.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 652
  • Frá upphafi: 1506051

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 537
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband