Mamma og Lennon

Yoko og JohnÞótt 67 ára sé enginn aldur í dag þá hefur John Lennon verið miklu nær mömmu í aldri en mig grunaði. Aldrei hugsaði ég út í það hér áður fyrr, enda lentu Bítlarnir í raun tónlistarlega mitt á milli okkar mömmu, komu of seint fyrir hana og of snemma fyrir mig. Mamma fílaði Al Jolson, t.d. lagið Mama, á meðan ég hlustaði á Uriah Heep, Pink Floyd, Jethro Tull, King Crimson, Genesis, Rick Wakeman og fleiri snillinga. Fannst reyndar lagið Oh Darling með Bítlunum æðislegt þegar stóra systir spilaði það en Come Together skelfilega leiðinlegt, veit ekki hver Bítlanna samdi það.
Friðarsúlan hennar Yoko er flott, hlakka til að sjá kveikt á henni í kvöld, held að ég muni sjá hana mjög vel úr himnaríki.

Stefanía hvetur tengdadóttur sína, Taylor, til að þegja yfir því við Ridge að hún hafi kysst Hecor brunakarl. Það geri engum gagn. (Uppgerðarhjartaáfall Stefaníu yrði þá til einskis, innsk. blm)  Það er nóg að hún missti heilan eiginmann vegna þess og það í klærnar í Brooke í nokkra daga. Ridge er að koma heim til LA og hringir í elskuna sína af flugvellinum. „Við höfum um margt að tala,“ segir Taylor.

BrookeNick og Brooke tala um Ridge en Brooke segist ekki vilja hann, hún elski einn mann, Nick. Nick þurfi að hugsa um Bridget, barnið og Dominic. Nick krumpast aðeins í framan vegna fórnarinnar sem hann hefur fært. Hræðilegt að þurfa að vera með dóttur Brooke þegar tengdamamman er svo miklu girnilegri. Nick reynir að vera fyndinn og ráðleggur Brooke að gera sér upp hjartaáfall. Brooke vill bara að sannleikurinn komi í ljós, um kossinn forboðna. „Ef Taylor segir honum þetta ekki, geri ég það,“ segir hún.

„Ó, ég saknaði þín,“ segir Ridge ástreitinn við Taylor og hótar því að fara aldrei framar frá henni. Þessir bjánar í boldinu ættu að vita að sannleikurinn kemur alltaf upp á yfirborðið fyrr eða síðar og þá er verra að hafa þagað yfir kossum og svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Njóttu ljóssins, ég efa að ég sjá það austur.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 19:35

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þeir hljóta að vera með lýtalækna, skurðlækna og svæfingalækna á fullum tekjum í þessum þáttum. Það er ekkert minna en fullt starf að halda öllum þessum ömmum og öfum svona unglegum.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2007 kl. 19:40

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Brooke virðist eðlileg, notar líklega dagkrem frá Móu, það eyðir hrukkum. Taylor, geðþekki geðlæknirinn, datt ofan í bótox- og sílikontunnur og ef hún hlær þá springa varirnar á henni, ef hún dettur þá springa brjóstin. það yrði reyndar flottur þáttur. Hún er víst gift lýtalækni sem notar hana greinilega sem tilraunadýr. 

Guðríður Haraldsdóttir, 9.10.2007 kl. 20:10

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ásdís, ég sé rétt grilla í ljósið ef öll ljós í himnaríki eru slökkt og ég rýni upp í skýin. Snökt. Allt fullt af bílum hérna fyrir neðan, líklega sér fólkið jafnlítið og ég.

Guðríður Haraldsdóttir, 9.10.2007 kl. 20:11

5 identicon

Já það var svaka umferð hérna áðan á innesveginum allir að reyna sjá fallega friðarljósið en já sá sama og þú Gurrí eftir að ég slökkti öll ljós hjá mér Glitti aðeins í þetta en mikið var þetta flott í tv áðan geti ekki sagt annað

Brynja (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 20:32

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hugsaðu þér kynslóðina á undan mér sem var kölluð Shadows-kynslóðin, þeir hreinlega skruppu upp og urðu að tónlistarlegum rúsínum, þessar elskur, þegar bítlarnir komu.  Þú post Bítles, það er flott.

Ekki orð um Bold.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 22:36

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

John Lennon samdi Come together. Annars finnst mér það flott lag - en ekki eins flott og Oh Darling.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.10.2007 kl. 22:43

8 Smámynd: Jens Guð

  Skamm,  skamm.  Lagið Come Togetherer frábært!  Enda eina lagið sem að John Lennon var kærður fyrir að stela frá öðrum.  Og hafði þann eftirmála að Lennon varð að gera plötuna Rock ´n ' Roll.  Ekki mjög nauðugur en blindfullur. 

  Oh, Darling er ekki minni snilld.  Þó að ég væri alltaf plötusnúðurinn í gamla daga þá var aldrei hægt að sleppa hlýlegum vangadansi við Oh,  Darling.  Ég elska öskursöngstíl Pauls í því lagi í bland við minningar frá vangadönsum áranna í kringum fermingaraldurinn.      

Jens Guð, 9.10.2007 kl. 23:59

9 Smámynd: Jens Guð

  Ég vil bæta því við að Come Together hefur verið "coverað" af margfalt fleirum en Oh,  Darling.  Fyrrnefnda lagið varð til að mynda smellur í flutningi Tínu Turner og Aerosmith.  Það segir þó ekki alla sögu.  Það er einfaldlega ekki hægt að toppa flutning Bítlanna á Oh,  Darling

Jens Guð, 10.10.2007 kl. 00:02

10 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Það verður gaman að sjá hvort að þú sjáir ljósið frá Firiðarsúlunni, ég var að lesa moggann áðan, og fannst æðislegt að lesa um Yoko Ono, mér hefur alltaf fundist hún svo heillandi, á skrítinn hátt, hún er yndisleg og friðarhvetjandi... Gaman að lesa hjá þér, er búin að vera í burtu í smá stund (eins og þú hefur eflaust tekið eftir) en ætla bara að kommenta einu sinni í dag, þó svo að ég er búin að lesa mikið hjá þér í kvöld... Þú ert alltaf jafn frábær, gangi þér vel með mixarann....

Bertha Sigmundsdóttir, 10.10.2007 kl. 06:17

11 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Jeminn einasti... horfiru ennþá á þessa vitleysu?

Rannveig Lena Gísladóttir, 10.10.2007 kl. 08:04

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sorrí, Jens, ég var náttúrlega bara krakki þarna ... en samt fæ ég enn hroll við hughrifin sem Come Together-lagið gefur mér. Hvað ætli hafi verið í gangi í lífi mínu á þessum tíma? Læti í lúðrasveitinni, sviptingar í skólanum, ómögulegt ástalíf í 11 ára bekk eða eitthvað. Hmmmm

Guðríður Haraldsdóttir, 10.10.2007 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 270
  • Sl. sólarhring: 325
  • Sl. viku: 1812
  • Frá upphafi: 1460745

Annað

  • Innlit í dag: 247
  • Innlit sl. viku: 1471
  • Gestir í dag: 237
  • IP-tölur í dag: 234

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband