Komið út úr skápnum ... sjokkerandi afhjúpanir á föstudegi

Við Ásta í morgunJú, jú, strætó fór í morgun en Ástu tókst að ræna mér frá Tomma á síðustu stundu. Þetta er að verða eins og ástarþríhyrningur ... alla vega Ástuþríhyrningur. Var komin í bomsurnar með kaffið í aðra og Moggann í hina þegar SMS-ið góða birtist: Er á bíl. Þótt ég sakni Tomma og strætó voðalega þá vil ég ekki verða að athlægi hjá elítunni á Akranesi með því að senda til baka: Sorrí, ætla frekar að taka strætó, ekkert persónulegt.

------      -----------          -----------         ------------

Tómlegt í útvarpsheimum núnaEinu sinni, fyrir SVO stuttu, var ég gleymd og grafin fyrrum æðisleg útvarpsstjarna ... meira að segja bestu vinir mínir heilsuðu mér ekki lengur á götu. Það hefur eitthvað breyst. Síðustu vikur og mánuði fæ ég reglulega spennandi tilboð frá fjölmiðlum og er m.a. beðin um að segja álit mitt á mikilvægum málum, eins og bókmenntum, strætóferðum, sparnaði við að eiga ekki bíl, Bítlunum og svona. Kíkið bara í helgarblöðin núna (24 stundir og Moggann) ef þið trúið mér ekki. Þótt ég sé Ljón, sem Halla frænka segir að sé athyglissjúkt, þá er það alls ekki málið, ég ætla að koma mér í íslenska Fokker-liðið. Ákvað þetta endanlega  þegar ég fékk EKKI boðskort út í Viðey og þurfti að sitja grátandi heima með allt of dauf gleraugu. Þannig að ef áætlun mín gengur upp verður ekkert dagblað, tímarit, dagskrárblað og bæklingar án þess að ég láti þar ljós mitt skína á greindarlegan hátt. Á endanum verð ég orðin ómissandi í öllum fínu boðunum og get líka farið milli landa á puttanum þegar nýju vinirnir mínir eiga leið um flugvöllinn og svona. Hélduð þið virkilega að það væri tilviljun að ég keypti íbúð við hliðina á þyrlupallinum á Akranesi? Kjánaprikin ykkar.

Vona samt, kæru öreigar/lýður/almenningur og það allt að dagurinn ykkar verði þrusugóður. Dagurinn minn verður alla vega góður og ég fæ far heim seinnipartinn. Inga viknaði nefnilega þegar hún las átakanlega færslu um að ég kæmist kannski ekki heim í kvöld og ætlar að skutlast með mig á Skagann þótt ég hafi þegar sagt henni að rokið verði ögn minna en áætlað var og valdi ekki ófæruhviðum á Kjalarnesinu. Ef ég væri ekki svona rækilega gagnkynhneigð, og hún líka, myndi ég giftast henni, svei mér þá!

P.s. Viðbót: Leikfangaframleiðanda nokkrum datt í hug að bjóða upp á "snjallt" dót fyrir litlar stelpur. Svona súludans-kit. Tesco-búðakeðjan í Bretlandi seldi þetta ... kíkið á fréttina, við erum eiginlega í losti hérna á Vikunni:

http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/news/news.html?in_article_id=412195&in_page_id=17


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Það verða allir að setja sér markmið Gurrí, og þitt er bara harla gott. Það verður sko alveg fylgst með þér í hinu nýja (gamla?) Fokker starfi hér á bæ.

Vonandi heldurðu áfram að segja sögur, því við sauðsvartur lýðurinn nærumst á því hvernig hinir þarna uppi hafa´ða. Fæ alltaf hland fyrir hjartað þegar ég sé þyrluskrímslið, en kannski breytist það þegar ég veit að skrímslið verður notað í fleira en sjúkraflug í framtíðinni.

Þröstur Unnar, 12.10.2007 kl. 09:20

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ó, Keli minn. Nú mun ég berja samstarfskonu mína sem sendi mér þennan hlekk ... hélt ég væri fyrst með fréttirnar ... heheheheh.

Þröstur minn, ég býð þér og fleiri bloggvinum á Skaganum í útsýnisflug á þyrlunni (minni) þegar ég hef náð markmiðum mínum.

Guðríður Haraldsdóttir, 12.10.2007 kl. 09:26

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Oj! Vissi ekki að þeir væru svona miklir perrar hjá tesco! Láttu vita þegar fram koma afsakanir á þessu máli!

Ólán þessi gagnkynhneigð alltaf hreint. Damn!

Laufey Ólafsdóttir, 12.10.2007 kl. 09:30

4 Smámynd: krossgata

Iss það eru réttlætingar þarna í fréttinni frá Tesco.  "Þetta er augljóslega merkt til notkunar af fullorðnum" - "súludans er nýjasta æðið í ræktinni", (heimaræktinni líklega).

Þetta með boðskortið.... heldurðu að það hafi bara ekki orðið mistök í útburði?

krossgata, 12.10.2007 kl. 10:09

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Súlukit fyrir börn, eins gott að byrja að kenna þeim þetta nógu snemma. Ég er svo spennt að komast að því afhverju Ásta veit alltaf með svona stuttum fyrirvara hvort hún verður á bíl, er dregið á morgnana hjá henni hver fær bílinn??  ýkt spennó.  Auðvitað ertu mega vinsæl og merkileg manneskja, ég er fegin að vita af þér með elítunni, gerir hópinn ögn skynsamlegri 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 11:47

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ásta vill bara halda mér í spennu ...

Guðríður Haraldsdóttir, 12.10.2007 kl. 13:04

7 identicon

Gurrí mín nú fatta ég afhverju hún Ragga frænka mín var þarna út í Viðey með Yoko ! Humm,,, býr hún ekki þarna á hæð nr 1

                                                          alienhæ

silja (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 189
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 1731
  • Frá upphafi: 1460664

Annað

  • Innlit í dag: 175
  • Innlit sl. viku: 1399
  • Gestir í dag: 170
  • IP-tölur í dag: 170

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband