Samkvæmislífið fer á fullt ... loksins

SundfötHugsa hlýlega til samstarfsfólks míns sem nú er í óvissuferð í rútu einhvers staðar. Vona að það skemmti sér konunglega með sundbolina sína og sundskýlurnar! Samt var engin sundlaugarferð fyrirhuguð, mögulega verður sundfatabrenna og þá mun ég naga mig í handarbökin fyrir að hafa ekki mætt, enda mikill sundlaugahatari (þá er ég ekki bara að tala um sundlaugarljóskastarann sem leggur mig í einelti, eins og ljósastaurinn sem eitraði líf mitt á Hringbrautinni).

Við erfðaprins fórum hins vegar í fullvissuferð á Skrúðgarðinn áðan og fátt kom okkur á óvart. Kaffið gott að vanda og kökurnar ekki síðri. Þvílíkur munur samt eftir að ég áttaði mig á því að tvöfaldur latte er svo miklu betri en einfaldur. Hittum elskuna hana Flórens, http://sigrunsveito.blog.is/blog/sigrunsveito/ , konuna sem bjargaði mér eftir fallið ógurlega á ógæfumölinni fyrir ári ... þegar ungi, sæti læknirinn neitaði að láta duga kyssa á bágtið. Nú veit ég að mörgum karlmönnum finnst gaman að bródera. Ég sagði þó stopp þegar hann ætlaði að hekla grisju yfir meiddið. Kvenlegar hannyrðadyggðir eru okkar stelpnanna!

Mamma viðruðGott hjá erfðaprinsinum að vera svona duglegur viðra aldraða móður sína á fína kagganum. Verst hvað henni finnst fúlt að "liggja" svona á gólfinu í bílnum og geta ekki litið niður á aðra vegfarendur ... þetta er nefnilega alvörukaggi og maður situr niðri við jörð og það þarf liðugt kvikindi til að koma sér vel fyrir í honum. Ég er kannski liðug en ekki kvikindi. Samkvæmislífið er greinilega að hefjast aftur af fullum krafti eftir lægð, ferð á kaffihús í dag og matarboð hjá Míu systur annað kvöld.
Þetta er nú meiri aftakan á Laugardalsvellinum, vonandi ná okkar menn að snúa þessu dæmi við af fullri hörku núna í seinni hálfleik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér líður eins og ég liggi flöt þegar ég er sest inn í hann, stráksi er fínn ökumaður og ég er bara hrædd við "hina" þarna í umferðinni! Ekkert svona, kjéddlíng!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.10.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaupi lofaði okkur því í íþrótafréttum í gær að Eyjólfur væri að hressast.  Kannski hefur það ekki skilað sér til strákanna.  Góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 19:19

3 identicon

Þú býrð við hafið.

Ég byggði mér hús við hafið, 

og hafið sagði:Ó key

hér er ég og ég heiti 

Hudson Bay.              Meistari,Steinn Steinarr ,fæddist 13 október 1908.

                                              
 

                   
 

Jensen (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 20:39

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Satt er það að þú ert ekki kvikindi og aftakan varð og ekki aftur tekin.

Fjóla Æ., 13.10.2007 kl. 21:29

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Yndisleg færsla fröken Gurrí. Takk fyrir mig.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 22:18

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí bjó við hafið

og hafið sagði ekki orð

hér hafa margir gengið

á annað borð

úsjakka, úsjakka

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband