Haustlægðarsólsetursvitamynd

Bak við BíóhöllinaVorum á ferðinni bak við Bíóhöllina á Akranesi og sáum brimið skella á brimgarðinum þar ... rosaflott. Sólin akkúrat að setjast.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 ----------          ----------------           ---------------            -------------          ----------------

Við vitann Himinninn var svo fallegur hjá stóra vitanum og eiginlega ómögulegt að sleppa því að taka mynd.

Brimið var líka ógurlega flott. Grillir aðeins í það hægra megin á myndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndir, spúkí, minna á eitthvað sem tengist nornum eða eitthvað....eða múmínálfana og morrinn á leiðinni einhversstaðar...

Gaman að fylgjast með blogginu þínu.

Alva Ævarsdóttir, Blönduósi.

Alva (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 19:24

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir.  :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 19:28

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvað er sólseturssviti? Eitthvað tengt aldrinum?

Btw flottar myndir.

Þröstur Unnar, 13.10.2007 kl. 19:29

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir. ElskuGurrí mín

Kristín Katla Árnadóttir, 13.10.2007 kl. 20:31

5 identicon

Heillandi er hafsins sýn

hjartað mitt ætíð gleður,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,botn óskast. 

jensen (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 21:13

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Innlitskvitt og það-var-gaman-að-heilsa-upp-á-þig-og-erfðaprinsinn-í-dag-kveðja!

Knús&kærleikur... 

SigrúnSveitó, 13.10.2007 kl. 21:27

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heillandi er hafsins sýn

hjartað ætíð gleður.

Þó er frekjan Gurrí fín

 fögur eins og leður. 

SKORA Á BLOGGVINI AÐ BOTNA ÞESSA SNILLD HJÁ JENSEN!

Það var líka ógurlega gaman að hitta þig, elsku Flórens!!! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.10.2007 kl. 21:37

8 identicon

Botn...

Ef meðferðis er indælt vín

og gott er drottins veður.

...Bara svona af því að það er laugardagskvöld...

Alva (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:04

9 identicon

...afsakaðu átroðninginn, ég er náttúrlega ekki bloggvinur, svona beinlínis...en vona að þú fyrirgefir mér.

Alva (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:08

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heillandi er hafsins sýn

hjartað mitt ætíð gleður

Gurrí þolir kvöl og pín

er marvaðan hún treður

Halló eruð þið ekki að djóka, kvæðamannafélagið hvað?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 22:18

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

jaríjaríjaríjar...

ógissslega flottar myndir. Seinni myndin er eins og málverk. Meira að segja ekki mjög trúverðugt málverk. Sýnir bara að raunveruleikinn er oft óraunverulegri en raunveruleikinn. haha þetta hljómar eins og ég sé biluð.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 22:25

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Allir sem koma í heimsókn eru bloggvinir, ekki bara Moggabloggarar, Alva mín!!!

Snilldarkvæðamannafélag! Og Jónan mín, þú ert ekki biluð!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.10.2007 kl. 22:57

13 identicon

Turnar og strompar og nú viti.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 23:36

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, minn freudískur í kvöld!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.10.2007 kl. 23:45

15 identicon

Heillandi er hafsins sýn

hjartað ætíð gleður.

Verði myrkur vitinn skín

en vífin hugsa' um xxxxx 

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 23:45

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... en vífin hugsa´um strompa. Þér hefði alveg verið óhætt að segja það bara!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2007 kl. 00:09

17 identicon

Innlegg í kvæðamannafélagið “djóka”: Heillandi er hafsins sýnhjartað ætíð gleður,líkt og Gurrí létta þín,lundin, sem hér veður. Bjartsýnin er besta hót,við böli fólks í heimi,englar bjartir unga snót,

alla tíð þig geymi.

 

Lesandi (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 00:12

18 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Hann er fallegur Skaginn.  Vekur minningar......

Einar Vignir Einarsson, 14.10.2007 kl. 09:53

19 identicon

Allir vísu-botnarnir bara góðir.Fyrir hönd kvæðamannafélagsins´´Djóka,,

þá barasta þökkum fyrir.

Jensen (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 17:08

20 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Myndirnar eru flottar,en mér sýnist brimið skella á, Brimvarnargarðinum.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 14.10.2007 kl. 17:31

21 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, einmitt, brimVARNARgarðinum, tók ekkert eftir þessu, Ari. Takk

Já, Jensen, þetta eru snilldar meðlimir í kvæðamannafélaginu okkar! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 53
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 691
  • Frá upphafi: 1505982

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 556
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband