14.10.2007 | 12:50
Krúttfrændur, kokkteilsósa og nýr aðdáandi
Frábæru frændur mínir, Úlfur og Ísak, fóru í aðgerð til að loka gómnum núna í byrjun október. Þeir sem ekki vita þá fæddust þeir með alskarð. Þeir dvöldu í fimm daga á spítalanum í góðu yfirlæti en nældu sér fljótlega í umgangspest, þessar elskur. Samt var alltaf stutt í brosið hjá þeim, enda eru þeir með geðbetri börnum. Þarna liggja þeir í kerrunum sínum inni á sjúkraherberginu, með spelkur á handleggjunum til að varna því að þeir geti rifið upp saumana. Þeir eru þrælslappir þarna, dúllurnar.
---------- ------------ ------------- -----------
Hér í himnaríki lítur allt út fyrir latan sunnudag, erfðaprinsinn les, móðir hans íhugar næstu spennandi húsverk ... úúúú, setja í þvottavél, setja Jónas í gang og gefa krumma fiskbita, krummanum sæta sem hefur svifið hér fyrir utan gluggana og glatt augu okkar allra nema Jónasar. Jónatan svikari hefur eflaust fundið aðra svalakerlingu til að daðra við, enda mávur. Allir vita hvað þeir eru lauslátir. Svo þarf náttúrlega að undirbúa sig vel fyrir matarboðið í kvöld, farða sig, finna hugguleg föt og upphugsa skemmtileg umræðuefni til að fá fleiri boð.
--------- --------------
Mía er mjög góður kokkur, ég er svona meira í kökunum, enda í æfingu eftir öll afmælin. Eldaði þó góðar kjúklingabringur í gær. Kryddaði þær með Best á kjúklinginn og grillaði á mínútugrillinu og hafði stöppu úr sætum kartöflum með, já, og salat auðvitað. Þarf að venja erfðaprinsinn af plebbaskap en hann fékk sér kokkteilsósu líka. Hélt að ég væri af kokkteilsósu-kynslóðinni en ekki hann.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:52 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 46
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 684
- Frá upphafi: 1505975
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 551
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Fallegir litlir drengir þessar elskur.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2007 kl. 12:54
Litlu englabossarnir. Sooooooo krúttlegir. Vonandi hafa þeir náð sér.
hvert ertu að fara í matarboð kona? do tell. Þú heppin að fá ástæðu til að stríla þig upp og fara innan um fólk og vera kúltiveruð heimskona... í svona 3-4 klukkustundi. Muuuhaaaaa
Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2007 kl. 13:19
Matarboðið er hjá Míu systur og mági mínum, honum Sigþóri. Þótt þetta sé familí er engin ástæða til að farða sig minna eða vera leiðinlegri.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2007 kl. 13:25
Æðislegir. Góðan og gleðiríkan dag Gurrý.
Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 14:04
Vona að snáðarnir nái sér - bið að heilsa henni systur þinni - svon Tónlistarskóla heilsu.....hver á tvíburadrengina?
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 14.10.2007 kl. 14:21
Dagurinn verður áreiðanlega góður og gleðiríkur, líka hjá ykkur, issskurnar.
Mía systir er amma þeirra, Kristín, og Heiðdís, miðbarnið, er mamman. Pabbinn heitir Baldur og frá Sauðárkróki, þessi elska.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2007 kl. 14:54
Það er tómatsósa sem er plebbismi, ekki kokteilsósa. Hægt er að krydda hana ögn og þá er hún algert æði. Ég set t.d. chilli í mína.
Krúttfrændur eru dásamlegir
Laufey Ólafsdóttir, 14.10.2007 kl. 15:29
krúttfrændinn, þessi sem situr, hann er nú bara alveg eins og þú þarna á myndinni Gurrí, ég er viss um að þú sérð það sjálf :)
Guðrún Jóhannesdóttir, 14.10.2007 kl. 16:16
Ég er á því að kokteilsósan sé merki um plebbisma, ef eitthvað er. Svo finnst mér hún svo klígjuleg svona forbleik. hehe.
Njóttu matarboðsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2007 kl. 17:48
Finn enga tengingu á milli bloggsins og miðmyndarinnar - nema ef vera kynni..
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 22:12
... viti! Snjall.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2007 kl. 22:17
Guðröður I og Guðröður II eru yndislegir drengir, jafnvel þó þeir heiti Ísak og Úlfur. Kokkteilsósa er alveg dásamlegt fyrirbrigði og mér er alveg óskiljanlegt hvað hún er illa umtöluð. Eða þá naggið um fitugar, djúpsteiktar kartöflur, þær eru yndislegar. Ekki satt? Bestustu kveðjur yfir flóann - ég horfi núna í gegnum bláa geisla til þín!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.10.2007 kl. 22:59
Svakalega sem nýjasta tölublað Vikunnar er vel heppnað. Alveg dúndurblað.
Jens Guð, 15.10.2007 kl. 02:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.