15.10.2007 | 08:45
Sjokk í morgunsárið og mögnuð kvikmyndagagnrýni
Matarboðið í gærkvöldi var guðdómlegt, maturinn afar góður og annað eftir því. Við ræddum m.a. um fyrirhugaða ferð á West Ham-leik seinna í vetur, en þau hjónin (Mía og Sigþór) ætla reyndar í West Ham-hópferð til London um næstu helgi. Við erfðaprins, sem nennum engum hópferðum, munum passa Bjart á meðan. Hvernig skyldi hann haga sér núna? Ganga um urrandi og hræða líftóruna úr heimilisköttunum eins og síðast? Stjórna öllu með harðri hendi og stelast til að liggja í uppáhaldsstöðum Kubbs og Tomma? Réttlætiskenndin í erfðaprinsinum leyfir ekki slíkt þannig að nú verður Bjartur alinn svolítið upp ... á ljúfan hátt.
Ásta sendi mér unaðs-SMS í morgun, "Er á bíl, sæki þig 7 mín í 7", þannig að ég bjó til latte handa henni líka. Við ókum í vindhviðum upp á 30 m/sek í drossíunni og fundum ekki fyrir neinu fyrr en rétt við staðinn þar sem hviðumælirinn er, logn annars staðar. Það vantar SAMT hviðumæla á fleiri staði þarna. Himinninn var orðinn svo blár að ekki sáum við Yoko-súluna en Venus skein þó skært sem segir mér að kannski fari eitthvað spennandi að gerast í ástamálum hjá piparfólki landsins ... held ég, nema þetta hafi verið ljósin á flugvél.
Ég er ekki fyrr búin að monta mig af eignum mínum í Mogganum í morgun (sparnaður af því að eiga ekki bíl) þegar stjörnuspáin mín í sama blaði sagði mér að gefa þær eða henda þeim: Of miklar eignir geta skapað vandamál og leitt huga þinn frá því sem þér er í raun annt um. Hentu þeim, gefðu þær og sjáðu hvort orkan vex ekki. Þannig að: Hver vill eiga espressóvél, himnaríki, erfðaprins, stjörnukíki og svona? Það gengur ekki að vera svona orkulaus þótt ég finni reyndar ekkert fyrir því. Hræðileg ljósmyndin í Mogganum, skelfileg, ég er í losti í alvöru og ætla héðan í frá að banna allar myndatökur. Greinilega var "sniðugasta" myndin valin þar sem falskur strætó var við hliðina (leið 6 sem ég tek aldrei) en ekki hugsað um fegurðargildi mitt. Ég sagði við blaðakonuna indælu að það væri á hennar ábyrgð að birta girnilega mynd af mér þannig að strákarnir tækju andköf. Hún er líklega á lausu sjálf líka miðað við valið. Beiskj, beiskj. ...
Mogginn er óvenjuinnihaldsríkur svona á mánudegi og fjallar líka um myndina Reign over me, alvöruþrungna dramamynd með "Adami Sandleri". Hún fær 3 stjörnur af 5 hjá Sæbirni´(hiss, hiss). Ég hef mikið reynt að horfa á þessa mynd en sofna alltaf, hún er frekar leiðinleg. Sandler lítur út nákvæmlega eins og Bob Dylan í þessarri mynd en myndin finnst mér vera frekar léleg og ótrúverðug stæling á The Fisher King. Muna ekki allir eftir henni? Sandler á bara að vera í gamanmyndum, ég tók hann alla vega ekki alvarlega í þessarri mynd og fór fljótlega að slefa af leiðindum, síðan hrjóta. Þrjóskan er samt svo mikil að ég ætla að reyna að klára myndina í kvöld. Skyldi hún skána?
Svo er hér afar hressandi frétt fyrir okkur femínistabeljurnar: http://www.theonion.com/content/video/domestic_abuse_no_longer_a
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 30
- Sl. sólarhring: 138
- Sl. viku: 668
- Frá upphafi: 1505959
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 538
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Slepptu myndinni, stæling á Fisher King með SANNDLERI (ROFL) í aðalhlutverki, getur ekki verið góð. Gefðu sk... í það sem krítíkerinn segir. Hann getur einfaldlega verið með lélegan smekk á bíómyndum.
Gott myndband, hef alltaf haft þessa tilfinningu. Konur eru klaufar og geta gengið á ísskápa sem standa sentimetir út úr innréttingu (veit af reynslu). Loksins er þessi illa dulda staðreynd orðin heyrum kunn.
Njóttu dagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 10:17
Ég get ekki séð fyrir mér Adam Sandler og alvörþrungna dramamynd í sömu andránni.
Eigðu góðan dag, þrátt fyrir þau heilabrot.
krossgata, 15.10.2007 kl. 10:34
Myndin af þér var mjög góð Gurrí mín. Maður er bara alltaf svo krítískur á sjálfan sig. Þér voruð jafníðilfögur og venjulega.
Steingerður Steinarsdóttir, 15.10.2007 kl. 11:09
Nú neyðist ég til að drepa yður, Steingerður, þrátt fyrir góðgirni yðar í minn garð. Mér finnst myndin hryllileg og sé mun fegurri sjón í speglinum á morgnana, rek stundum upp óp af hrifningu. Strákarnir eru mun fallegri og hafa eflaust fengið fótósjopp.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 11:23
Strákarnir í sömu grein sko, Snorri og Gérard!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 11:29
Adam + Drama = Disaster!
Bragi Einarsson, 15.10.2007 kl. 11:29
Sko ég las þessa grein og skoðaði myndina gaumgæfilega. Gat ekki betur séð en að þú sért íðilfögur og fersk með sérlega stinnan kúlurass. Getur maður beðið um meira?
Er farin í felur á meðan þú ert að gleyma þessum orðum svo ég lifi lengur miðað við það sem þú segir við hana Steingerði vinkonu þína. Hvað ertu lengi að gleyma? Get nefnilega ekki verið lengi í felum, það er svooo kalt.
Fjóla Æ., 15.10.2007 kl. 11:40
Æi gleymdi að kommentera á myndina, þú vars svona lala sæt. Hehe. Ég hélt alltaf að stjörnukíkirinn væri gott djók, en sé nú eftir lestur Dagblaðanna að þú átt viðkomandi njósnatæki, í fullri alvöru
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 12:24
Já, Jenný, þetta ætti bara að kenna þér að trúa hverju orði á síðunni minni (hnegg hnegg).
Fjóla, komdu úr felum, ég er búin að gleyma þessu, það kemur líka nýtt blað á morgun með ljótum myndum af einhverjum öðrum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 12:28
Ég hafði mjög svo gaman af því að lesa viðtalið við þig, Snorra og Gérard í mogganum. Sjálf er ég nefnilega ein af þeim sem á ekki bíl og nota almenningssamgöngur og mína tvo misfljótu.
Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 21:57
Hey ég las viðtalið við þig á Aktu taktu í dag meðan ég gúffaði í mig pulsu með tómat, sinnepi og hráum. Allt fór það mjög vel saman og mér varð gott af. Hefði verið löngu búin að leggja útí kant og lesa moggann hefði ég vitað að það væri svona skemmtilegt viðtal við þig þar. Svona er þetta. Ég sé ekki skóginn fyrir trjám...eða þannig.
Brynja Hjaltadóttir, 15.10.2007 kl. 22:33
Það var skemmtileg tilviljun að einnig var viðtal við Snorra. Ég var í sveit með yngri bróður hans fyrir norðan og kynntist Snorra aðeins. Síðan eru liðin nokkur ár ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 23:28
Og líka gaman að sjá þig í Mogganum, vaknaði næstum við það ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.10.2007 kl. 00:39
Hey bíddu við! Fyrir norðan? Hvar þá? Púff nú kom forvitnipúkinn upp í mér norðlendingum
Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 06:30
Sko auðvitað í Hólshúsum í Eyjafirði hjá yndislegu Schiöth-urunum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 09:26
Ekki slæmt það. Mínar bernskuslóðir eru í Skagafirði nánar tiltekið í Blönduhlíðinni hinni fögru.
Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 18:04
Amma Mínerva fæddist í Skagafirðinum, afi hennar var Jónas frá Hróarsdal, hómópati, "ljósmóðir" og grasalæknir, forfaðir flottasta fólks á Íslandi, segja flestir. Er sem sagt Skagfirðingur og hreykin af því!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 18:09
Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.