Af óvissuferð og risakjötbollum ...

River rafting á HvítáEftir að ég heyrði utan af mér í morgun setningar á borð við: „Veistu hver ældi í rútunni?“... „xxxxx pissaði óvart á mig í myrkrinu.“ og „Hver fleygði forstjóranum í Hvítá?“ held ég að ég ætti að dauðskammast mín fyrir að hafa ekki farið í óvissuferðina á laugardaginn. Mér skilst á öllu að þetta hafi verið mjög skemmtileg ferð, river-rafting, heitir pottar, gufa og grillmatur á Drumboddsstöðum á eftir. Og drukkið! Jamm. Ef þetta hefði nú verið kaffismökkunarferð ...

VitiRosalega voru kjötbollurnar stórar í hádeginu og kartöflurnar litlar. Soldið asnalegt að sjá diskinn eftir að hafa fengið sér tvær og tvær. Múlakaffi vs frönsk matargerð ...

 

Viti dagsins fannst á google.com.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahahaha Múlakaffi vs frönsk matargerð. Love it.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.10.2007 kl. 14:22

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Viti dagsins er glæsilegur og gaman að heyra að Birtíngsmenn gefa forfeðrum okkar ekkert eftir. Fyrirmenn fyrri tíma hentu Jóni Gerrekssyni í Brúará en Birtíngsmenn steypa forstjóra sínum í Hvítá.

Steingerður Steinarsdóttir, 15.10.2007 kl. 14:26

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég laug þessu nú með forstjórann, fannst það hljóma svo vel, múahahahahah, annað er hreinasatt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 14:58

4 Smámynd: krossgata

Ég held reyndar að þetta allt sé gert í öllum óvissuferðum.  Þetta hljómar mjög líkt ef ekki bara eins og eftir óvissuferðina, sem ég fór ekki heldur í, á mínum vinnustað fyrir rúmri viku.

Meðan ég man ég veit hver pissaði í rútuna, en hef líka haft lengri tíma til upplýsingaöflunar. 

krossgata, 15.10.2007 kl. 15:08

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kommon, Anna, fyrst alþingismennirnir okkar geta borðað matinn frá Múlakaffi í mötuneyti alþingis þá skil ég að þú getir það. Varstu kannski að þvælast niðri á þingi?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 15:50

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Merkilegt þetta með íslenskar kjötbollur.  Þær eru ótrúlega stórar.  Vona að þær hafi smakkast.

Ég held að sumir í vinnunni hafi kannski verið með móral!  En það þarf ekki að vera rétt.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 22:16

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ellllskan mín, allir skælbrosandi og glaðir í dag eftir skemmtilega ferð. Sá alla vega engan flóttalegan með gubbubletti á fötunum. Þetta er svo skemmtilegt fólk sem ég vinn með og góður andi í hópnum. Sögurnar í morgun voru eflaust sagðar til að gera okkur sem ekki fórum afbrýðisöm ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 22:28

8 identicon

Kvæðamannafélagið ´´Djóki,, sendir eftirfarandi

Fröken Gurrí telur sig óheppna

fyrir að fara ekki ferðina í ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,botn óskast

jensen (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 23:03

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þér þarna karlrassgat!!! Hvað rímar eiginlega við óheppna? Hehehhehe, nú verður heilinn lagður í bleyti, skömmin yðar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 23:07

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fröken Gurrí telur sig óheppna

fyrir að fara ekki ferðina í.

Eigi telur hún sig vera plebbna, (að vera plebbin=plebbaleg (nýyrði)) 

þótt segi' hún sífellt ókei, I see! 

Gjöra svo vel að koma með betri fyrripart næst! Kannski gengur Jenfo betur ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 23:13

11 Smámynd: Þröstur Unnar

Í fleygna kjólnum óhneppta

hana langar ekki í

jónatan..............

Þröstur Unnar, 15.10.2007 kl. 23:15

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jensen, hafðu næsta fyrripart um Þröst!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 23:26

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

AFHVERJU FÓRSTU EKKI MEÐ Í ÓVISSUFERÐINA?? ÞÚ HEFÐIR ÖRUGGLEGA GETAÐ SKRIFAÐ HEILA RITGERÐ UM HANA FYRIR OKKUR SEM ELSKUM AÐ LESA BLOGGIÐ ÞITT.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 00:30

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég skal njósna ögn betur og svo færðu söguna, heillin mín. Elska þig líka!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 00:35

15 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og ekki gleyma því að sögurnar verða betri ef þú fórst ekki með, ekki satt? Sjáumst eftir Ungverjalandi, sakna þín!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.10.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 644
  • Frá upphafi: 1505935

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 519
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband