Díana og Kalli frestuðu sínu ...

 Eilíf hamingja... um heilt ár, næstum upp á dag. Ég giftist manninum sem síðar varð fyrrverandi eiginmaður minn laugardaginn 26. júlí 1980. Komst að því seinna að það hafði þau áhrif að bresku hefðardúllurnar treystu sér ekki til að ganga í hjónaband fyrr en ári síðar, eða laugardaginn 29. júlí 1981. Laugardagar til lukku, my ass!

Það dugði ekkert minna ...Einn hirðmanna minna í helvíti, gamla heimilinu mínu, var á undan breska liðinu og sendi svohljóðandi bréf til London: „Brúðkaupin myndu skyggja hvort á annað auk þess sem dagskrá hirðanna er svo þétt að það væri hreint ómögulegt að koma tveimur brúðkaupum fyrir á henni.” Þannig að Kalli og Díana urðu að fresta sínu.

Ég hef ekki viljað opinbera þetta fyrr og svo var ég líka eiginlega alveg búin að gleyma þessu þar til Viktoría fór að væla þetta yfir Jóakim. Þeim var nær, þau hefðu bara átt að giftast hvort öðru og málið dautt. Sannleikurinn er sá að þegar svona virðulegt fólk gengur í hjónaband, jafnvel bara trúlofar sig, þá þurfa gjafirnar að vera svo dýrar að þjóðhöfðingjar meika ekki að kaupa tvær sama árið. Þannig að árið 1980 fengum við fyrrverandi tvo kristalsvasa, þríarma kertastjaka (sem mamma fékk í skiptum fyrir gamlan mjólkurbrúsa), ofnpott, stálfat, kökudisk og fleira flott. Næsta ár fengu Kalli og Díana svipaðar gjafir, enda brúðkaupsgestir búnir að jafna sig eftir örlætið árinu áður.

Jamm, ætti ég kannski að fara að sofa? Held það bara. 


mbl.is Jóakim spillir brúðkaupsáætlunum Viktoríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Og svo skildu allir, guði sé lof fyrir að þú ert á lífi mín kæra. 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 01:28

2 identicon

Engar smá hnallþórur í brúðkaupinu hans Kalla, sýnist mér á myndinni, en frekar hefði ég nú viljað éta brúðina. Þar fór góður biti í hundskjaft.

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 02:08

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vissi að það var eitthvað "Royale" við þig frú Guðríður.  Þá er það komið á hreint

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 08:29

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Vá, frekjan í þér Gurrí! Bara hrifsa árið frá Kala & Dí Annars gubba ég alltaf næstum yfir svona kóngsfólksfréttum. Það er ekki í lagi með þetta lið.

Díana var samt sæt, en ekki í þessum ógeðslega kjól  

Laufey Ólafsdóttir, 16.10.2007 kl. 08:29

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þetta átti að vera Kalla og Dí... Ef maður er að uppnefna fólk á annað borð er nú best að stafsetja það rétt

Laufey Ólafsdóttir, 16.10.2007 kl. 08:30

6 Smámynd: www.zordis.com

Þetta eru hnallþórurnar í brúðkaupinu hjá Gurrí ...   Væri til í sneið með kaffisopanum NÚNA! 

www.zordis.com, 16.10.2007 kl. 08:35

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég asnaðist til að gifta mig í desember þetta ár og nú er auðvitað komin skýringin á því hversu litla athygli það brúðkaup fékk.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.10.2007 kl. 09:35

8 Smámynd: krossgata

Heldurðu að það væri smuga að fá mjólkurbrúsann til baka?  Þetta er orðið antík núna. 

krossgata, 16.10.2007 kl. 09:51

9 Smámynd: Saumakonan

mig langar í köku!!!!!     Og mér er ekki boðið í brúðkaupið!!   kusslags dónaskapur!

Saumakonan, 16.10.2007 kl. 09:51

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já ég væri til að fá litla sneið hjá þér .

Kristín Katla Árnadóttir, 16.10.2007 kl. 10:11

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mamma fær mjólkurbrúsann aldrei til baka, hún er líka alsæl með kertastjakann og lítur enn svo á að ég sé geðveik að hafa viljað skipta!

Katla og Saumakona, klikkið bara með bendlinum á myndina frá brúðkaupinu mínu og hviss, bang, kökusneið kemur!

Guðríður Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 12:23

12 Smámynd: krossgata

 Ég misskildi þetta með mjólkurbrúsann.  Ég skildi það sem svo að mamma þín hefði látið af hendi þennan forláta mjólkurbrúsa (sem hún gerði enginn misskilningur enn) og fengið þriggja arma kertastjaka í staðinn (sem hún gerði enginn misskilningur enn) og gefið þér kertastjakann!!!  Þannig að mjólkurbrúsinn góði hefði farið úr ættinni.   

Var alveg farin að sjá fyrir mér herferð og söfnun:  Brúsann heim!  Mikið er ég fegin að brúsinn er í góðum höndum. 

krossgata, 16.10.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 335
  • Sl. sólarhring: 422
  • Sl. viku: 2285
  • Frá upphafi: 1457038

Annað

  • Innlit í dag: 306
  • Innlit sl. viku: 1961
  • Gestir í dag: 296
  • IP-tölur í dag: 290

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband