Óperugaul, plebbar og urrandi vinnugleði

ÓperusöngkonaHver þarf sérstaka orkuveitu þegar súpan í Skrúðgarðinum er svona hressandi? Má varla vera að því að blogga fyrir urrandi vinnugleði. Búin með krassandi lífsreynslusögu og önnur opna við það að klárast ... Hlusta á Rick Wakeman flytja King Arthur í leiðinni og það er hreinlega göfgandi tónlist, ekki síður en Tvöfalt líf Veróniku sem fer næst á fóninn í tölvunni.

Talandi um tónlist ...

Um kvöldmatarleytið í sunnudaginn bauð Rás 1 upp á
óperuna Ariadne í beinni útsendingu. Með von í hjarta og spenning í maga prófaði ég að athuga hvort óperan væri kannski mögulega finnanleg á ruv.is fyrir þá sem voru jafnvel í matarborði þegar hún var flutt í útvarpinu. Ójá, hér er hún:  
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4367618

Plebbarnir (eða þeir sem ekki þola óperugaul og drekka jafnvel latte úr glasi) fá í staðinn ansi flott lag, það besta að mínu mati frá Beach Boys:
http://www.youtube.com/watch?v=H_KY_d9MQv8&mode=related&search=


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Súpu í skrúðgarðinum?

Er þetta leynisetning fyrir eitthvað dónó? Svona eins og þú kallar salernisferðir "Að kyrkja prófastinn" ?

"Læknir, ég er hrædd um að ég sé komin með einhverja óþverrans súpu í skrúðgarinn aftur..."

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 17:50

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bjáni!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 17:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fínt að vera yfirstétt og almúgi eins og ég.  Hlusta á bæði audda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 18:15

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vissi að þú værir eðaltöffari ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 405
  • Frá upphafi: 1530627

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 211
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband