Blaut rigning og dimmt myrkur en frábær föstudagur!

Yndisleg rigningSetti allt mitt móðureðli og móðureyra á gemsann minn í morgun, þrítékkaði á honum hvort væri nokkuð komið BDSMS um drossíuferð í bæinn en Ásta hvorki sendi slíkt né var í strætó. Það rigndi þvílíkt hrikalega mikið og þar sem rigning á Íslandi er yfirleitt lárétt og hraðgeng þá er maður ekkert orðinn háður regnhlífum eins og t.d. Bretarnir. Samt á ég eina sem ég keypti í útlöndum. Sigþóra settist hjá mér og saman dormuðum við í sæluvímu á meðan Heimir kom okkur á áfrangastað. Mér tókst að séðogheyrta hann við brottför, enda stoppaði hann ekki á sama stað og Gummi Hafnifirðingu og Rvíkurbílstjórarnir, eða nálægt brúnni og þar sem brekkan er hæst. Nei, Heimir fær ekkert kikk út úr því að sjá virðulegar kerlingar rúlla niður háa vegkanta ... eða ganga langar leiðir til að komast hjá því að rúlla. Þess vegna héldum við Sigþóra virðingu okkar í morgun. Rigningin var ögn blautari á Skaganum í morgun og því urðum við ekki rennblautar á leið upp brekkuna ... en myrkrið var ögn dekkra í borginni og því mikill draugagangur á leiðinni. Ætla ekki að hræða bloggvini mína með hroðalegum sögum af glamrandi hlekkjum og klípandi kjúkum í rennisteininum. Slíkt bara gerir maður ekki á föstudegi. Við flýttum okkur svo mikið að við vorum komnar fyrir kl. 7 í vinnuna þótt strætó hafi ekki verið í Rvk fyrr en um 7.23. Í draugagangi virkar tíminn öðruvísi.

Mía systir og Sigþór, hæstvirtur eiginmaður, eru í London og fara á West Ham-leik á sunnudaginn. Ég er barnapían á meðan og Bjartur terroríserar kettina mína fram á mánudag, þriðjudag. Þau hringdu í gærkvöldi til að athuga hvernig Bjarti liði ... ég hélt að ég væri kattakerling! Áfram West Ham!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brrrrrrrr mér verður kallt, þó ég siti hér í ullara og vafin innan í teppi. 

Njóttu dagsins og ég vona að Bjartur terroriseri ekki himnaríkisdýrin of mikið um helgina.  Smjúts inn í daginn krúttið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 09:47

2 Smámynd: krossgata

Góðan daginn - allan daginn.  Það er svo merkilegt að þegar það var nákvæmlega svona veður í ágúst fannst mér HRIKALEGA kalt.  Núna í dag finnst mér bara hlýtt, enda allsber október.  Trúlega hefur kuldi fyrri hluta vikunnar áhrif á.

krossgata, 19.10.2007 kl. 09:54

3 identicon

Veðrið í Wersta - Ham

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:16

4 Smámynd: Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

Sæl

Veit ekki hvort þú þekkir mig, en þú ert samferða systur minni á hverjum degi, henni Sigþóru.  Ég varð að kommenta þegar á sá "blaut rigning" Veltist um af hlátri af tilhugsuninni um hundslappadrífu.........  Spurðu Sigþóru útí þetta hahahahaha

Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, 19.10.2007 kl. 11:36

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hæ, Guðrún Elsa. Takk fyrir að staðfesta að Sigþóra sé til. Sumir bloggvinir halda að ég skrökvi öllu þótt ég ýki einstaka sinnum. Sumir halda jafnvel að strætisvagnar séu ekki til, jafnvel Akranes sé bara í ímyndun minni.

Mér fannst einmitt svo hlýtt í morgun, Krossgata, af því að kuldinn var svo hræðilegur fyrr í vikunni. EN, ég er búin að kaupa mér sokkabuxur, þá hlýnar nú einhver ósköp ...

Knús í inn daginn til þín líka, Jenný mín! Og Glúmur, já, þetta var sko veðrið í Wersta Ham ... hehehhehehe

Guðríður Haraldsdóttir, 19.10.2007 kl. 11:46

6 identicon

Bara Jenný fékk knús!

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 13:41

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Knús á línuna, sorrí!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 19.10.2007 kl. 14:09

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Knús móttekið eftirá.  Úff hvað ég er heppin að geta kúrt út í eitt ef veðrið er leiðinlegt. Dáist endalaust að þér og ferðum þínum með strætó og eða bílum.  Eigðu ljúfa helgi í kattalandi.  Kitty 4 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 16:01

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.10.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 47
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 1663
  • Frá upphafi: 1458980

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 1411
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fallegustu menn í heimi
  • hvernig íslend sjá Evrópu
  • Siegfriedungjoy

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband