Ævintýraleit, þjóðahátíð og tímatökur

Haldið var í ævintýraleit um kl. 14.30. Tókst að plata erfðaprinsinn út með því að segja honum að líklega væri kökuhlaðborð í Skrúðgarðinum og Dieselbuxur á 4.990 í Ozone. Sá upplýsingar um það síðarnefnda í Póstinum, litla sæta dagskrárblaðinu okkar Skagamanna sem alltaf er lesið í tætlur. „Okkur varð nú ekki kápan úr því klæðinu,“ stundi erfðaprinsinn beiskur við heimkomu. Buxurnar voru bara í stelpustærðum, sýndist okkur, ekkert slíkt fyrir hávaxinn myndarmann.

María á flótta undan myndavélinniSkrúðgarðsprinsessurnarUppskera dagsins var þó ekki rýr, heldur kaffi og heit súkkulaðikaka í mallakút og langþráður kattasandur. Kökuhlaðborðið verður líklega annan sunnudag í nóvember. Fyrsta sunnudaginn verður Þjóðahátíð, eitthvað dásamlega sniðugt á vegum Rauða krossins þar sem m.a. er hægt að njóta krása frá heimalöndum nokkurra útlendinga sem búa hér á Skaga. M.a. munu írsk menning, indversk og pólsk ráða ríkjum. Ekki séns að maður láti þetta fram hjá sér fara! María Skrúðgarðsdrottning er einstaklega uppátækjasöm og það verður bráðum salsakvöld hjá henni. Skil varla hvernig ég gat lifað innihaldsríku og góðu lífi áður en kaffihúsið kom.

Bjartur er enn í pössun í himnaríki og er mun stilltari en síðast. Hann heldur að mestu til í þvottahúsinu og sefur þar daglangt bak við þvottavélina, ofan á sokk sem gleymist alltaf að sækja. Litli högninn með eldspýturnar ... Hann kemur reglulega fram til að borða, drekka og láta klappa sér. Honum virðist líða vel þótt hann kúgi ekki heimiliskettina að þessu sinni.

Nú er tímatakan hafiní Formúlunni og spennandi að sjá hvernig ráspóll verður á morgun, allt galopið og þrír hafa möguleika á því að ná heimsmeistaratitlinum. Óskir mínar um heimsmeistara: 1. Hamilton. 2. Raikkonen. 3. Alonso. Ekki dirfast að mótmæla mér!

P.s. Búin með bókina hans Árna Þórarinssonar, hún er algjör snilld! Finnst Einar blaðamaður einstaklega skemmtileg persóna og vona að ég geti lesið um ævintýri hans næstu áratugina! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það eru ekki minnstu  líkur á að hún María klikki á góðgætinu :)

Guðrún Jóhannesdóttir, 20.10.2007 kl. 16:32

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Latur að fara í Skrúðgarðinn, annars er þar eitt það besta Latte sem ég hef fengið.

1.Hammilton

2.Alonso

3-5 Raikkonen

Þröstur Unnar, 20.10.2007 kl. 18:57

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 20.10.2007 kl. 19:15

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega langar mig að les Árna, er bókin komin í búðir? í kilju? Öfunda þig af þessu góðgæti í Skrúðgarðinum.  Kötturinn er greinilega farinn að virða yfirráðasvæði heimiliskattanna.  Kisa mín er að horfa á Ice Age, alveg búin að týna sér yfir dýrunum

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 19:51

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er nú svona að bræða með mér að fara að kíkja í Skrúðgarðinn með þér, mín kæra, eins og hefur staðið til síðan í afmælinu eina.  Þetta vil ég gera áður en veður verða vályndari.

Smjúts á þig og prins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 21:52

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Ásdís, bókin á að vera komin í búðir, líklega ekki í kilju þó, ekki strax.

Frábær byrjun á ræðu, Benedikt.

Rosalega líst mér vel á þetta, Jenný, ég er hvort eð er ekki með Sýn og þegar ég sýni þér himnaríki mun bara Mozart hljóma þar ... eða eitthvað, og ekkert sjónvarp er í Skrúðgarðinum.  Líst vel á þetta.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.10.2007 kl. 22:10

7 identicon

Bara Mozart? en Hildigunnur Corleone?

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 22:50

8 identicon

Hringur----------Hringur----Hringur-----Hringur-----Hringur------Hringur-----Hringur------Hringur

 Hringur----Hringur-----Hringur-------Hringu-----Hringur------Hringur----Hringur---Hringur---Hringur---Hringur---Hringur----Hringur----Hringur----Hringur------Vááááá,,Formúla ojjjjjjjjjjjj.Góða helgi.

Jensen (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 23:12

9 identicon

Váááá,er að sjálfsögðu að setja út á Formúluna,Hryllilegt sjónvarpsefni.Horfði á í fyrsta sinn sem þettað var sýnt og ekki söguna meir og ekki meir,það er búið.

Jensen (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 23:14

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Auðvitað set ég messuna hennar Hildigunnar á fóninn, hvernig læt ég ...

Takk fyrir að minna mig á að til er karlkynsfólk sem ekki fílar Formúlu, Jensen! Það væri eftir öllu að einhvern tíma í ellinni þegar ég verð komin á þann aldur að börn ráða giftingum foreldra sinna ... að mér yrði skammtaður eiginmaður sem hataði fótbolta og Formúlu. Það yrði laglegt! Best að tala við erfðaprinsinn í tíma.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.10.2007 kl. 23:17

11 identicon

Uhhhhhhhh,hvernig er veðurspáin á morgun.?

Jensen (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 23:29

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Slæm!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.10.2007 kl. 23:54

13 Smámynd: Bros

Eigum við ekki að láta Raikkonen og Alonso skipta um sæti og málið er dautt?

Bros, 21.10.2007 kl. 01:15

14 Smámynd: Jens Guð

  Ég þarf að fara að tékka á bókinni hans Árna Þórarins. 

Jens Guð, 21.10.2007 kl. 04:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband