20.10.2007 | 16:19
Ævintýraleit, þjóðahátíð og tímatökur
Haldið var í ævintýraleit um kl. 14.30. Tókst að plata erfðaprinsinn út með því að segja honum að líklega væri kökuhlaðborð í Skrúðgarðinum og Dieselbuxur á 4.990 í Ozone. Sá upplýsingar um það síðarnefnda í Póstinum, litla sæta dagskrárblaðinu okkar Skagamanna sem alltaf er lesið í tætlur. Okkur varð nú ekki kápan úr því klæðinu, stundi erfðaprinsinn beiskur við heimkomu. Buxurnar voru bara í stelpustærðum, sýndist okkur, ekkert slíkt fyrir hávaxinn myndarmann.
Uppskera dagsins var þó ekki rýr, heldur kaffi og heit súkkulaðikaka í mallakút og langþráður kattasandur. Kökuhlaðborðið verður líklega annan sunnudag í nóvember. Fyrsta sunnudaginn verður Þjóðahátíð, eitthvað dásamlega sniðugt á vegum Rauða krossins þar sem m.a. er hægt að njóta krása frá heimalöndum nokkurra útlendinga sem búa hér á Skaga. M.a. munu írsk menning, indversk og pólsk ráða ríkjum. Ekki séns að maður láti þetta fram hjá sér fara! María Skrúðgarðsdrottning er einstaklega uppátækjasöm og það verður bráðum salsakvöld hjá henni. Skil varla hvernig ég gat lifað innihaldsríku og góðu lífi áður en kaffihúsið kom.
Bjartur er enn í pössun í himnaríki og er mun stilltari en síðast. Hann heldur að mestu til í þvottahúsinu og sefur þar daglangt bak við þvottavélina, ofan á sokk sem gleymist alltaf að sækja. Litli högninn með eldspýturnar ... Hann kemur reglulega fram til að borða, drekka og láta klappa sér. Honum virðist líða vel þótt hann kúgi ekki heimiliskettina að þessu sinni.
Nú er tímatakan hafiní Formúlunni og spennandi að sjá hvernig ráspóll verður á morgun, allt galopið og þrír hafa möguleika á því að ná heimsmeistaratitlinum. Óskir mínar um heimsmeistara: 1. Hamilton. 2. Raikkonen. 3. Alonso. Ekki dirfast að mótmæla mér!
P.s. Búin með bókina hans Árna Þórarinssonar, hún er algjör snilld! Finnst Einar blaðamaður einstaklega skemmtileg persóna og vona að ég geti lesið um ævintýri hans næstu áratugina!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 636
- Frá upphafi: 1505989
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
það eru ekki minnstu líkur á að hún María klikki á góðgætinu :)
Guðrún Jóhannesdóttir, 20.10.2007 kl. 16:32
Latur að fara í Skrúðgarðinn, annars er þar eitt það besta Latte sem ég hef fengið.
1.Hammilton
2.Alonso
3-5 Raikkonen
Þröstur Unnar, 20.10.2007 kl. 18:57
Kristín Katla Árnadóttir, 20.10.2007 kl. 19:15
Rosalega langar mig að les Árna, er bókin komin í búðir? í kilju? Öfunda þig af þessu góðgæti í Skrúðgarðinum. Kötturinn er greinilega farinn að virða yfirráðasvæði heimiliskattanna. Kisa mín er að horfa á Ice Age, alveg búin að týna sér yfir dýrunum
Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 19:51
Ég er nú svona að bræða með mér að fara að kíkja í Skrúðgarðinn með þér, mín kæra, eins og hefur staðið til síðan í afmælinu eina. Þetta vil ég gera áður en veður verða vályndari.
Smjúts á þig og prins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 21:52
Já, Ásdís, bókin á að vera komin í búðir, líklega ekki í kilju þó, ekki strax.
Frábær byrjun á ræðu, Benedikt.
Rosalega líst mér vel á þetta, Jenný, ég er hvort eð er ekki með Sýn og þegar ég sýni þér himnaríki mun bara Mozart hljóma þar ... eða eitthvað, og ekkert sjónvarp er í Skrúðgarðinum. Líst vel á þetta.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.10.2007 kl. 22:10
Bara Mozart? en Hildigunnur Corleone?
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 22:50
Hringur----------Hringur----Hringur-----Hringur-----Hringur------Hringur-----Hringur------Hringur
Hringur----Hringur-----Hringur-------Hringu-----Hringur------Hringur----Hringur---Hringur---Hringur---Hringur---Hringur----Hringur----Hringur----Hringur------Vááááá,,Formúla ojjjjjjjjjjjj.Góða helgi.
Jensen (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 23:12
Váááá,er að sjálfsögðu að setja út á Formúluna,Hryllilegt sjónvarpsefni.Horfði á í fyrsta sinn sem þettað var sýnt og ekki söguna meir og ekki meir,það er búið.
Jensen (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 23:14
Auðvitað set ég messuna hennar Hildigunnar á fóninn, hvernig læt ég ...
Takk fyrir að minna mig á að til er karlkynsfólk sem ekki fílar Formúlu, Jensen! Það væri eftir öllu að einhvern tíma í ellinni þegar ég verð komin á þann aldur að börn ráða giftingum foreldra sinna ... að mér yrði skammtaður eiginmaður sem hataði fótbolta og Formúlu. Það yrði laglegt! Best að tala við erfðaprinsinn í tíma.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.10.2007 kl. 23:17
Uhhhhhhhh,hvernig er veðurspáin á morgun.?
Jensen (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 23:29
Slæm!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.10.2007 kl. 23:54
Eigum við ekki að láta Raikkonen og Alonso skipta um sæti og málið er dautt?
Bros, 21.10.2007 kl. 01:15
Ég þarf að fara að tékka á bókinni hans Árna Þórarins.
Jens Guð, 21.10.2007 kl. 04:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.