22.10.2007 | 08:45
Bílstjórar í biðröð, brjóstsykurslykt og stormur í vændum ...
Ferðin í morgun var ljómandi fín þrátt fyrir blikkandi rautt ljós og hávært aðvörunarhljóð úr mælaborði strætó. Líklegt að aðvörunarkerfið hafi bilað því vagninn malaði eins og köttur og skilaði okkur rúmlega heilum á húfi í bæinn. Tommi er lasinn og Gvendur Hafnfirðingur kom alla leið frá heimabæ sínum í morgun til að leggja af stað frá Skrúðgarðinum 6.41 og skutla okkur í bæinn. Svona erum við nú æðislegir farþegarnir á Skaganum að bílstjórar alls staðar af á landinu bíða í röðum. Hélt að svona hörkunaglar og víkingar eins og Tommi, sem leggja sér magála, súrt slátur, hrútspunga og ísbirni viljandi til munns, veiktust aldrei. Hann hefur kannski farið í matarboð í gær og fengið pasta.
Veðrið var æðislegt á leiðinni ... en þá á nú eftir að breytast þegar líður á daginn, búið er að spá stormi, takk fyrir. Kannski kemur Sigþóra með okkur Ingu upp á Skaga seinnipartinn, reyndar detta við það möguleikarnir á því að grípa sér sætan björgunarsveitarmann til eignar niður í 33.33 prósent, ja, ef ekki niður í 10 prósent, Sigþóra er svo sæt og mikil dúlla. Við Inga erum vitanlega MJÖG sætar líka en líklega engar dúllur. Dæmi: Til að gleðja Ingu þá er best að gefa henni borasett eða vélsög. Hún þekkir alla í BYKO og Húsasmiðjunni með nafni og hikaði t.d. ekki við að hringja í framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar til að fá góða uppskrift að steypu. Það stóð nefnilega ekki aftan á sementspokanum: 2 msk sement, 1 dl vatn, 1 msk sandur. Kannski er Sigþóra engin dúlla og sýnir bara á sér sparihliðina í strætó. Ja, það kemur í ljós í dag.
Ég ákvað að stríða Sigþóru á leiðinni og spurði hana sakleysislega hvernig hundslappadrífusagan hennar hljómaði. Systir hennar kom með þessa hugmynd í kommentakerfinu á dögunum. Sigþóra sagðist hafa ætlað að útskýra það fyrir manneskju sem ekki vissi hvað hundslappadrífa væri: "Það er svona blaut rigning," og systur hennar hafa strítt henni á þessu síðan.
Brjóstsykurslyktin var að drepa okkur á leiðinni upp kúlurass-(súkkulaði-)brekkuna og Sigþóra sagði að það hefði verið verra um daginn, en þá var verið að búa til lakkrís! Mér finnst líklegt að við mætum einhvern morguninn í Nóa Síríus ... með lambhúshettur á höfði, betlipoka og biðjandi augnaráð.
Algjör synd að Árbæingar hafi fengið að stela leið 18 sem áður gekk upp súkkulaðibrekkuna, það kostar okkur Sigþóru ekki bara mæði, heldur þurfum við líka að standast mismunandi freistingar á hverjum degi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 636
- Frá upphafi: 1505989
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Alveg skil ég Sigþóru. Þegar maður veit ekki almennilega hvernig maður á að lýsa hlutunum -- eða er kannski pínku um annað hugsa um leið.
Ég átti einu sinni að útskýra hvernig tiltekin frænka mín væri skyld mér. Ég er nú ekki sterkur í ættfræðinni, en með umhugsun náði ég þessu: „Sko, amma mín var systir ömmusystur hennar.“
Það tók mig langan tíma að skilja af hverju viðstaddir ætluðu að rifna úr hlátri yfir þessum einföldu vísindum.
Sigurður Hreiðar, 22.10.2007 kl. 09:11
Úps, Guðmundur. Ég hef bara sönglað, "Ég vil súkkulaði,"upp þessa brekku ... og ekkert súkkulaði kemur.
Að hverju hlógu ættingjarnir SigHr? Mér finnst þetta mjög lógískt hjá þér. Er svo sem líka lítill ættfræðingur í mér.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.10.2007 kl. 09:30
Almáttugur minn, það sem er á konur lagt í kúlurassabrekkum. Ég get alveg upplýst það hér og nú að ef ég þyrfti upp svona brekku með loftið lakkrís blandið þá myndi ég enda áður en þú gætir sagt "sæl" grátandi í örvæntingarfullri beiðni á dyrum sælgætisverksmiðjunnar um nýmallaðan lakkrís. Í stuttu máli: ég stenst ekki lakkrís.
krossgata, 22.10.2007 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.