22.10.2007 | 17:01
Hetjan Inga og viska Hallgríms ...
Vitlaust veður við himnaríki kl. 16.30, ætlaði varla að komast út úr bílnum hennar Ingu, hvað þá þennan stutta spotta upp að dyrum. Reyndi að dekra hana á ýmsan hátt til að koma inn (kjúklingur í kvöldmat, leggja sig í leisígörl) og bíða af sér það versta en hún vildi halda í bæinn. Hetjan. Þannig að hún situr ein að björgunarsveitarmönnunum, dúllan, krúttið. Buxurnar mínar urðu gegnblautar þegar ég hljóp inn í Rekstrarvörur og sótti Sigþóru. Hún fékk að hætta aðeins fyrr til að ná heim.
Hviðumælirinn í Mosó sagði 26 m/sek á Kjalarnesi en engin viðvörun var vegna Hafnarfjalls. Í útvarpinu heyrðum við að hviðurnar þar færu upp í 40 m/sek. Mælirinn hefur kannski fokið.
Í göngunum endursagði ég það sem Hallgrímur læknir talaði um í morgunþættinum á Rás 2 undir átta í morgun. Aldrei hef ég heyrt að maður ætti ekki að tannbursta sig með flúortannkremi ... það dregur víst úr virkni joðs, skjaldkirtillinn starfar því ekki rétt ... bla, bla ... og maður brennir hitaeiningum. Hann talaði líka um nauðsyn þess að borða ávexti á morgnana, helst á 40-60 mínútna fresti fram að hádegisverði. Þá fær maður sér ekki kartöflur með fiskinum eða kjötinu, heldur grænmeti. Ég hlýddi því í hádeginu og borðaði ítalskar kjötbollur með salati. Síðan á ekkert að borða eftir c.a. 5, 6 á kvöldin. Rangt mataræði sljóvgar og býður heim sjúkdómum og orkuleysi, sagði hann.
Hallgrímur læknir er eini læknirinn sem hefur vottorð frá landlækni um að hann sé heill á geði, það kom líka fram í þættinum. Fyrir 15 árum sagði hann að sykur væri fíkniefni, þá var hlegið að honum. Fáir hlæja núna, allra síst ég þar sem ég berst við djöfullegar freistingar á leiðinni upp Súkkulaðibrekkuna á morgnana.
Elskan hann Bjartur fer heim á morgun. Hans verður sárt saknað (ekki af Kubb sem hvæsir á hann ef hann kemur nálægt). Hann er svo góður. Myndin að ofan er af honum, ekki Tomma. Þeir eru svo líkir. Svaka gaman fyrir Míu og Sigþór að hafa farið á West Ham leik þar sem hetjurnar sigruðu, 3:1. Hlakka til að heyra ferðasöguna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 31
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 669
- Frá upphafi: 1505960
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 539
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Úff ég var alveg viss um að þú kæmist ekki heim í dag, meiri lætin í þessu veðri !
Ragnheiður , 22.10.2007 kl. 17:05
Ég held að þessi sami Hallgrímur sé sá hinn sami og þvær sér ekki með sápu eða sjampói. Mér finnst það forvitnilegt - úr fjarlægð
Annars er flott að borða ekki eftir kl. 19,00 en næringarfræðingur sem ég hef aðgang að segir að það sé nauðsynlegt að fá sér aukabita um kl. 21,00. Og habbðu það sykurgrísinn minn og megadúllurass
Knús í rokið, það hriktir í öllu hjá mér og ég er mjög hamsingjuöm eins og Jenný Una myndi segja.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 17:53
Ekkert eftir kl. 17 ! Eins gott að þingið samþykkt ekki tillögu Vilhjálms Egilssonar um að flýta klukkunni um tvo tíma til samræmis við evrópu!
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:26
Vá, ég hafði þvílíkar áhyggjur af þér, eins gott að þetta slapp til í rokinu. Ég mætti umræddum Hallgrími á göngum einhvers sjúkrahúss um daginn, hann var hreinleikinn uppmálaður og flottur kall. Ég t.d. þvæ mér um hárið (ok læt þvo það) einu sinni í viku og er aldrei með feitt eða ljótt hár. Það er hægt að venja hárið af stöðgum hárþvotti. Knús til þín og kisulóranna.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 21:08
Ég þarf aldrei að þvo hárið.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 21:19
Jújú, til viðbótar þessu veðurvæli þínu þá hringdi háöldruð móðurómynd mín líka í einkaerfðaprinsinn sinn, (moi), & sagði sitt veður ekki slétt né fellt. Ég benti henni á að ég væri líka að horfa á Stormí Monday á Baugsstöðinnií sjónvarpinu & þekkt væri að allt vont veður færi norður & niður með tímanum.
Enda rignir núna þvílíkt að ég hefði líklega átt að bera á pallinn aftur í sumar.
Að öðru, það er alþekkt að allt sem að var einu sinni hollt & gott fyrir mann, hættir að vera hollt þegar manni fer að finnast það gott & hollt samkvæmt stúdíu einhverra sem að lærðu af þeim sem að settu fram fyrri kennínguna.
Merkilegt.
S.
Steingrímur Helgason, 22.10.2007 kl. 21:45
Talandi um veður og veðurvæl:
ÉG VIL BÍTA OG BERJA FAST
BRJÓTA ALLT OG MÖLVA
ÞETTA SKÍTA KULDAKAST
KOM MÉR TIL AÐ BÖLVA.............hver orti fyrsti stafur byrjar á K,
Jensen (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 22:35
Hver orti, tilraun til svars:
Senn mun lægja særok hér,
segir veðurspáin,
en vísan Jensen, virðist mér,
vera eftir Káinn.
Lesandi (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 23:53
Það er mörg átspekin. Mér skilst, samkvæmt þætti í sjónvarpinu í gær, að hrikaleg vatnsdrykkja sem átti að vera svo góð fyrir húðina sé goðsögn.
krossgata, 23.10.2007 kl. 10:32
Rétt er það,vísan er eftir Káinn.Þessi vísa hjá þér er bara SNILLD,kveðja til þín Snillingur´(No,9.)
Jensen (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.