Súpa í suðvestanátt ...

Sjórinn 23.10 2007María býður núorðið upp á framandi súpur í hádeginu á þriðjudögum í Skrúðgarðinum. Kannski að grátkastið mitt, þegar ég henti mér á gólfið og gargaði vegna eilífrar kjötsúpu hafi eitthvað með það að gera ... Súpan í dag var algjör snilld, bragðsterk og full af grænmeti, mögnuð í svona hryssingslegu veðri. María kryddaði hana m.a. með sterku kryddi sem hún keypti í Egyptalandi fyrr á árinu. Ásta er í stuttu fríi og kíkti í einn kaffibolla, þessi elska. Ég gat ekki hugsað mér að segja henni frá framhjáhaldinu, öllu strætókúrinu með Sigþóru á morgnana undanfarið.

Stoppið var stutt í Skrúðgarðinum, enda mágur minn rétt ókominn til að sækja Bjart. Bjartur fór með góðu í búrið, vissi greinilega að nú kæmist hann heim og gæti farið út! Slíkt er ekki í boði hér, ég þori ekki einu sinni að leyfa honum að fara út á svalir. Hann er svo mikill töffari að hann myndi kasta sér á fyrsta máv sem hann sæi ... og það gæti verið Jónatan. Tek enga sénsa.

Sjórinn er nokkuð magnaður núna, enda suðvestanátt, og flæðir nú hratt að, háflæði kl. 16-17. Gott að vera ekki í Akraborginni núna, segi það þótt ég sakni hennar sárt. Við erfðaprins ætlum í smábíltúr á eftir og skoða sjóinn betur, Vesturgötumegin. Myndavélin verður með í för. Þangað til og eftir það verður unnið af kappi. Brimið veitir góða orku til þess!

Mikið er ég alsæl með vísurnar sem koma stundum í kommentakerfinu. Takk, Jensen og fleiri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf gott að fá góða kjötsúpu. Knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.10.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

skammastín fyrir að halda framhjá

Jóna Á. Gísladóttir, 23.10.2007 kl. 16:32

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hlakka til að sjá myndirnar :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.10.2007 kl. 16:40

4 identicon

Jensen þakkir fínar fær

fyrir góða vís-

u og honum eflaust kær-

ari' en Nóbelprís. 

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:31

5 identicon

Bloggið sýnist bæta geð

- baldnar sumar skvísur -

og Gurrí er víst alsæl með

allar þessar vísur. 

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:55

6 identicon

Glúms grallaravísa:

Glúmur glettin á bloggi er

Grallaraspóin  sá

Frjálslega með vísur fer

Flott samt honum hjá. 

Jensen (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 83
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 1600
  • Frá upphafi: 1453475

Annað

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 1329
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband