Stemmning

Ásta skellti jóladiski á fóninn í bílnum í morgun. Held að hún hafi verið að reyna að hneyksla mig en hún sagði þetta vera til að koma sér í rétta gírinn. Alveg gæti ég trúað því að Ásta væri mikil jólakerling. Við lögðum af stað 6.50 frá Skaganum og fundum mikinn mun á umferðinni frá því í gær þegar við vorum nokkrum mínútum seinna á ferð. Bensínljósið skein skært og gerði ferðina enn meira spennandi. Við náðum í bæinn, kannski á gufunum, kannski ekki, kannski lítið að marka það þegar nálin er dottin á E og gult ljós lýsir stöðugt. (djók)

Svo erum við Hilda að fara á mikilvægan fund núna kl. 9. Ég er spennt að vita hvað kemur út úr honum. Eiginlega mjög spennt. Gott væri að fá hlýjar hugsanir bloggvina sem verða komnir á fætur klukkan níu ... ekki verra ef þið reynið að galdra svolítið (mæli svo um og legg á að erindi ykkar verði vel tekið og svo framvegis). Blogg you later!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Galdragúddíhux til þín kæra Gurrí.

Þröstur Unnar, 25.10.2007 kl. 08:30

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Gúdd lökk klukkan 9. Set mig í hugsanastellingar fyrir ykkur Hildu.

Ásta er kona að mínu skapi. Jólalög mmmm

Fjóla Æ., 25.10.2007 kl. 08:36

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fundurinn var frábær, allt ykkur að þakka, Þröstur og Fjóla ... og hinum sem hugsuðu en kommentuðu ekki!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.10.2007 kl. 09:45

4 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

ég hugsa alltaf hlýlega til þín

Guðrún Vala Elísdóttir, 25.10.2007 kl. 10:18

5 Smámynd: krossgata

Þú ert stöðugt í huga mér, bara til öryggis.  Aldrei að vita hvaða ævintýri henda.

krossgata, 25.10.2007 kl. 10:39

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, hvað ég elska ykkur ....

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.10.2007 kl. 10:41

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sendi þér góðar óskir og baráttukveðjur á fast backward (ætti að gagnast) og svo ertu jólakrútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 10:51

8 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ég hefði viljað vera með ykkur að hlusta á jólalögin.  Elska jólatónlistina, aðventuna, og já, bara allt sem tengist jólum.

Rannveig Lena Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 11:31

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vaknaði  við símann klukkan hálf tólf svo ég hugsa bara hlýlega til þín "for the rest of the day" þú átt nú eftir að fara heim.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 14:17

10 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl Gurrý, gott að fundurinn gekk vel hjá ykkur systrum. Skilaðu sérstaklega góðri kveðju til Hildu frá mér :)

Erna Friðriksdóttir, 25.10.2007 kl. 16:40

11 identicon

Eftir færsluna mína um hana Carolu gaukaði samstarfsmaður að mér diski með henni. Ég hlóð honum inn í iTunes og komst náttúrulega ekki hjá að hlusta smá. Fannst ég nánast vera að drýgja glæp. Það er nefnilega mjög ströng regla sem gildir heima hjá mér: Engin jólalög fyrr en 1. des. Reddaði mér með því að hlusta bara á byrjunina á lögunum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:52

12 Smámynd: Ragnheiður

Ég vissi að ég hefði átt að vakna í morgun ! óboj...svaf bara og sendi engin skilaboð eða dreymdi til hagsbóta fyrir neinn...

Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 18:31

13 Smámynd: Jens Guð

Maður fer að detta í jólagírinn af þessum færslum hérna. 

Jens Guð, 25.10.2007 kl. 19:27

14 identicon

Jens Guð, jóla hvað,(jens Ford Torinó?.)hvað´JÁ JÓLA HVAÐ,ath:25 oktober í dag..

Jensen (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 20:27

15 identicon

Bloggfærsluleti(Gurrí 8:24 síðast)

Hvaða leti Gurrí er hjá þér

Hví er ný bloggfærsla ei komin,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,botn vantar. 

Jensen (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 21:53

16 Smámynd: Þröstur Unnar

Hún er örglega í mat einhverstaðar.

Þröstur Unnar, 25.10.2007 kl. 21:59

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, var að henda inn færslu. Hér var dottið í DVD, ég hélt framhjá sætu bloggvinastrákunum mínum og horfði andstutt á aðrar dúllur. Sorrí, gerist ekki aftur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.10.2007 kl. 22:04

18 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Er ég of sein að senda pepp-hugsanir? Æi.... þá fáið þið erfðaprinsinn bara fínan föstudagsfíling frá mér í staðinn

Heiða B. Heiðars, 26.10.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband