Afþreyingakvöldið mikla ...

Dúllurnar ...Settist niður með erfðaprinsinum eftir góða máltíð sem hann eldaði (já, hann er æði) og horfði á Ocean 13. Fínasta afþreying. Minni áhersla fannst mér þó lögð á persónurnar en í fyrri myndunum þótt þær pósuðu oft flott (sjá mynd), sjálft plottið var í aðalhlutverki. Lækkaður var rostinn í hótel- og spilavítiseiganda sem hafði illilega svikið einn úr hópnum. Slíkt gerir maður ekki.

Nú er himnaríkisfrúin hálfháttuð og er að pæla í að ganga fljótlega til dyngju með flotta hjásvæfu í för, eða eitt stykki glæpasögu. Er rúmlega hálfnuð með bókina Horfinn eftir Robert Goddard. Laumaðist til að halda fram hjá henni með Leyndardómum vatnsins í baði í gærkvöldi (vel við hæfi) og síðan byrjaði ég aðeins á bókinni um Breiðavíkurdrenginn ... gat ekki hætt að lesa og kláraði hana. Hún er rosalega áhrifamikil, mæli hiklaust með henni. Ég sá ekki umfjöllunina um þetta mál í Kastljósi á sínum tíma (ein af fáum), fór þó á myndina um daginn og fékk svo allt í æð í bókinni. Sjónvarp er skemmtilegt (dásamlegt, æðislegt) en það nær aldrei öllu, bækur gera það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

sofðu rótt þú himnaríkisdrottning

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.10.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Flott að vera hálfháttuð.

Sagði´ðað Jensen hún var í mat.

Þröstur Unnar, 25.10.2007 kl. 22:10

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

HALLÓ! Engar fréttir af fundi!!?? Ég var að koma inn bara núna. Missti af þessu öllu í dag.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 22:12

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað með fund?  Á að láta mann hanga í óvissunni bara, þrátt fyrir að maður hafi nánast brunnið yfir í orkusendingum?

Hei, hvernig er þetta með allar þessar bækur sem þú hefur aðgang að? Nokkuð leið að fá að lána gegn vægu gjaldi? Hm????

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 22:19

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hvernig væri að koma í heimsókn addna Jenfó ... og ég skal lesa upphátt upp úr bókum fyrir þig Fundurinn gekk mjög vel, enda góðar óskir bloggvina með í för. Segi bara gúddnæt, elskurnar mínar ... var að fatta að ég þarf að halda í fortísomething-lúkkið og ná meiri svefni ... eða öllu heldur: komast fyrr upp í til að lesa, rétt er rétt ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.10.2007 kl. 22:25

6 Smámynd: Svava S. Steinars

Ocean's-gengjamyndirnar eru í mínum vinkvensahópi kallaðar "þriggja handklæða myndir". Og við erum ekki að tala um að þerra tárin hér.  Hver pælir í persónusköpun með þetta útsýni ?

Svava S. Steinars, 25.10.2007 kl. 23:10

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Geri þá ráð fyrir að himnaríkisprinsessar sé sofnuð. Sofðu vel og dreymi þig sæta prinsa.  Awards  þú átt eftir að fá Óskarinn fyrir eitthvað

Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 00:08

8 identicon

Þú ert náttúrlega með flottustu hjásvæfurnar, Gurrí. En ég var einmitt að díla við einn í gær, sem gæti endað sem hjásvæfa þín síðar meir? Hmm... 29. nóvember er kominn hjá mér - og ég læt þig vita hver þetta er, og þú segir mér svo þegar þú ert búin að "hjásvæfast" með honum, hvort hann hafi verið góður  

Bestu kveðjur á Skagann, dúlla.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 07:59

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gvuð, Doddi, þetta skilur enginn, nú halda allir að það sé eitthvað meira en einlæg og hlý bloggvinátta á milli okkar ... heheheheh! Einmitt, Svava, hver pælir í persónusköpun, þarna kom ég illa upp um mig. Heheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.10.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 640
  • Frá upphafi: 1505931

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband