29.10.2007 | 19:32
Fjör hjá öldruðum - ástríðubold
Sviðið er ríkmannlegt heimili Brooke, konunnar sem hefur fórnað sér fyrir lífshamingju dóttur sinnar með því að stela ekki eiginmanninum af henni þótt hún elski hann og hann hana. Ridge, fyrrum eiginmaður hennar nokkrum sinnum, vill kvænast henni aftur þar sem eiginkona hans, Taylor (geðlæknir), hafði kysst brunakarl og einu sinni sofið hjá öðrum manni þegar hún lenti í lífshættu með honum.
Þér skal ekki takast að lauma þér inn í líf hennar aftur, segir Nick tengdasonur.
Þú ert í of nánu sambandi við tengdamóður þína, segir Ridge. Þeir eru sko hálfbræður.
--------- ----------- -------------- -------------- ---------------
Á sama tíma á ríkmannlegu heimili Stefaníu: Massimo, faðir Nicks (og blóðfaðir Ridge), er brjálaður yfir því að gamla kærastan og barnsmóðir skuli ætla að giftast Eric í þriðja sinn, áður var Eric kvæntur Brooke í tveimur hollum. Brooke hefur ekki bara verið gift Eric og Ridge, syni hans (ekki blóðsyni), heldur líka Thorne, alvörusyni hans. Ekkert skrýtið þótt Stefanía þoli hana ekki. Massimo bendir Stefaníu réttilega á að þau séu bæði á lausu núna og biður hana um að giftast ekki Eric enn einu sinni!
------ ---------- --------- ------------- --------- -----------
Á sama tíma á ríkmannlegu heimili Jackie, fyrrverandi konu Massimo og móður Nicks. Jackie og Eric (já, Eric) liggja uppi í rúmi með L-laga sæng yfir sér. Hún nær sem sagt yfir brjóstin á Jackie en sýnir vel karlmannlega bringuna á Eric. Hann viðurkennir fyrir Jackie að fyrirhugað hjónaband hans og Stefaníu sé til málamynda. Það sé að undirlagi Feliciu, dóttur hans og Stefaníu, en hún er dauðvona og hinsta ósk hennar er að sameina fjölskylduna á þennan hátt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 56
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 694
- Frá upphafi: 1505985
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 558
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Það er sko alltaf fjör í Bold en verst að þetta snýst í endalausa hringi,mamma er sko húkkt á þessu og ég jæja horfi nú ekki mikið í augnablikinu en ætla nú ekki að þræta fyrir að þekkja ágætlega til fjölskyldunnar og já Forrester rokkar eða eitthvað svoleiðis.....
Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.10.2007 kl. 19:40
Bara svo að þú vitir það, Katrín, þá horfi ég tilneydd á þetta. Bloggvinir mínir heimta alltaf smáskammt af og til og ég fórna mér ... Það merkilega er að þessir þættir eru víst margverðlaunaðir ... en fyrir hvað veit ég ekki!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.10.2007 kl. 19:48
Vá takk fyrir þetta. Ég var einmitt ekki að skilja dramað í morgun þar sem ég hef ekki horft í nokkurn tíma. Nú þarf ég ekki að horfa í óákveðinn tíma til viðbótar.
Fjóla Æ., 29.10.2007 kl. 20:23
Er nokkuð hægt að fá að vita hverjir þessir bloggvinir þínir eru. Spurnig um persónulegt áreiti frá minni hálfu svo þeir hætti að heimta þetta. *hóst.
Þröstur Unnar, 29.10.2007 kl. 21:00
Well, ég skemmti mér reyndar konunglega yfir þessarri vitleysu, lestu bara, þá skilur þú mig. Ég held að handritshöfundarnir séu á LSD. Þetta þarftu ekki að afplána nema svona vikulega, karlinn. Þú hlýtur að lifa það af, krúsídúllan mín!
Allir bloggvinir mínir, nema þú, eru brjálaðir í Boldið! Þú þarft að bögga þá alla, karlinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.10.2007 kl. 21:11
Þarna komstu með það Gurrí. LSD er greinilega málið.
Fjóla Æ., 29.10.2007 kl. 21:18
Hm...
Þú ættir að sjá höfuð mitt snúast á hálsi mér, þegar ég les boldið. Er alveg búin að tapa þræði. En takk samt. Þú er góð kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2007 kl. 21:53
Heyrðu góða mín,er ekkert um að vera þarna á Akranesi,bara sjónvarpsgláp.Ja hérna suss og sei.Sendi þér hérna fyrripart í góðu,nei nei ekki í LSD,móðu,enda undirritaður algjör reglumaður,og hefir ætíð verið.
Til þín G U R R Í
Tími til komin að fara út að trimma
Karl-tusku kannski mun þú finna,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,á einhver botn?
Jensen (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 22:03
Heldur þú virkilega, Jensen minn, að ég hafi ekki reynt að veiða mér skokkara? Þeir hlaupa bara miklu hraðar en ég. Að vísu stórýki ég þörf mína fyrir eiginmann, mér nægir alveg að hafa Tomma, Jónas og erfðaprinsinn í lífi mínu. Við Kubbur (stelpa) erum dekraðar af þeim kumpánum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.10.2007 kl. 22:09
Mæli með neti þvert á hlaupabrautina fyrir neðan Himnaríki.
Þröstur Unnar, 29.10.2007 kl. 22:11
Takk, Þröstur. Þú ert snillingur. Nota talíu og dreg þá upp á svalirnar mínar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.10.2007 kl. 22:16
Látt ekki boldið mola þig niður / finndu þér karl það dugir ei minna.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 22:42
Hey ég sá Amber í gærkvöldi eða sko leik konuna sem leikur hana í einhverjum þætti á E þar sem hún var að gefa álit sitt á einhverju Hollywood dæmi mikið létti mér hún er þá ekki döde enþá
Gunna-Polly, 29.10.2007 kl. 22:44
Þú átt bágt
Jóna Á. Gísladóttir, 29.10.2007 kl. 22:46
Elska að lesa Bold færslurnar þínar Er ég kannski ein sem viðurkenni það hummm...hvar eru hinir gefið ykkur framm Annars alltaf jafn frábært að kíkja hér inn takk fyrir frábærar færslur skagamær kveðja frá Innesvegi
Brynja (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 22:54
Brynja, þú ert þroskaðasti bloggvinur minn, sá eini sem viðurkennir að elska boldið. Enda ertu Skagastelpa!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.10.2007 kl. 22:56
Ekki var auðvelt að botna þennan Jensen, stuðlarnir voru eitthvað svolítið út og suður í fyrripartinum, svo auðveldara var að byrja bara á nýju:
Hér er ræddur heimsins vandi,
herra Gurrí ekki fær,
þó Langa- trimmi sæt á sandi,
og svipti faldi upp á lær.
Lesandi (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 23:14
takk kærlega fyrir boldið, alveg nauðsynlegt að fá svona skammt öðru hvoru
Sofðu vært mín kæra :)
Guðrún Jóhannesdóttir, 30.10.2007 kl. 00:20
Þessi innræktun í feitletrinu fer alveg með mig, það fer alltaf allt að hringsnúast fyrir augunum á mér. Það er auðvitað ótrúleg fórn af þinn hálfu að gera þetta þó heldur skiljanlegra fyrir okkur - þá hringsnýst þetta heldur hægar.
krossgata, 30.10.2007 kl. 14:18
Vísan Snilld hjá þér ´´lesandi,,no17,,takk fyrir ábendinguna.
Jensen (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 18:00
Já, snilldarvísur sem birtast hérna.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.10.2007 kl. 18:50
Jeddúddamía...það er aldeilis fjör í Boldinu frú Guðríður. Ég er bara alveg steinhlussa...hissa....steinhissa....
Brynja Hjaltadóttir, 30.10.2007 kl. 20:21
Uhh hér er sko líka önnur Brynja sem elskar Boldfærslunar....meira að segja Guðríður Brynja..gerist ekki miklu betra
Brynja Hjaltadóttir, 30.10.2007 kl. 20:22
Maður á nokkurs konar ástar/hatur samband við Boldið. Maður ferst úr kjánahrolli yfir þáttunum og ærist af lopateygingum, fyrirsjáanlegheitum og fáránleika. SAMT glápir maður alltaf á næsta þátt.
En takk Gurrý, hef einmitt misst af síðustu þáttum
Laufey Ólafsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.