Í dag er glatt í þakklátum hjörtum ...

Algjörlega sviðsett myndSpölur reyndi án árangurs að nappa okkur Ástu fyrir of hraðan akstur í göngunum og voru búnir að setja upp þriðju myndavélina! Allt kom fyrir ekki, við fórum ekki yfir 70! Lentum líka í svívirðilega spennandi ævintýri á leiðinni ... rúðupissið kláraðist og salt flæðandi yfir framrúðuna. Við hefðum alveg eins getað verið með lokuð augun þessa metra sem voru að næstu bensínstöð. Á bensínstöðinni var Georg Bjarnfreðarson að vinna (þetta skilja þeir sem horfa á Stöð 2 á sunnudagskvöldum). Af því að við vorum svo fáránlega sætar hreytti hann ekki miklu í okkur, bara því að fólk notaði almennt of mikið rúðupiss. Við vorum svo þakklátar og glaðar í hjörtum okkar ...  Ásta fyrir að eiga ekki svona mann og ég fyrir að eiga ekki mann.

Sulla mjólkÉg var langfyrst í vinnuna, komin um 7.40, og dúllaði mér við að „skipta á“ kaffikönnunni (henda bláa pokanum með korginum, bæta við kaffibaunum og solles) og til að losna nú við allt sull henti ég rörinu af öllum litlu G-mjólkurfernunum svo að fólk noti nú skærin til að opna fernurnar ... MorgunkaffiðMér finnst þetta bara eðlilegt. Það fer alltaf jafnmikið af G-mjólkinni útfyrir eins og fer í bollann og það er pirrandi ...

Hafið það svo hrikalega gott í dag, „isskurnar“, og njótið þess í tætlur að drekka morgunkaffið ... morgunteið ... morgunkókómjólkina ... hvaðeina sem kemur ykkur í gírinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk sömmleiðis frú mín góð.

Verð að fá mér sjálfvirkandibaunamölunarkaffikönnu.

Þetta er náttúrulega alveg óþolandi hvernig fólk gengur um G-Mjólkina, og yfirleitt allar G-vörur.

Þröstur Unnar, 29.10.2007 kl. 09:01

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heheheh, gjörsamlega óþolandi. Veit ekki hvernig þessi vinnustaður væri útlits (örugglega doppóttur af mjólk) ef ekki væri fyrir mig ...  Mæli með espressóvél frá Einari Farestveit ... Saeo Vienna heitir mín og hún er æði, æði, æði!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 29.10.2007 kl. 09:06

3 Smámynd: Fjóla Æ.

MMM mér finnst kaffi gott. Skil feginleika þinn þegar þú talar um Georg. Ég er líka fegin að Mumminn minn er ekki líkur honum. Þá væri hann sennilegast ekki heldur Mumminn minn.

Eigðu frábæran dag í skvettulausu umhverfi.

Fjóla Æ., 29.10.2007 kl. 09:15

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sömuleiðis Gurrí mín, hafðu það svívirðilega gott í alla staði og í bak og fyrir.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.10.2007 kl. 09:49

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, sömuleiðis. Vona reyndar að allir hafi tekið eftir aðalatriði bloggfærslunnar: ÞAÐ ERU KOMNAR ÞRJÁR MYNDAVÉLAR (í stað tveggja) HVALFJARÐARGÖNGIN, EÐA SEX ALLS (í stað fjögurra)! Látið ekki nappa ykkur á leiðinni í heimsókn til mín, heldur akið á löglegum hraða, elskurnar!

Guðríður Haraldsdóttir, 29.10.2007 kl. 10:00

6 Smámynd: krossgata

Spölur leggur mikið á sig að reyna að hanka þig, þennan stutta spöl.   Ég var að fá mér kaffi hjá henni Möngu hérna í vinnunni.  Hún er svona sjálfmalandieðalkaffivél.  Ég vil ekki menga kaffið mitt með mjólk og er ekkert að spá hvort slíkur óþarfi og kaffieitur sé til.

Skál (í kaffi auðvitað) fyrir deginum!

krossgata, 29.10.2007 kl. 10:19

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Las fyrirsögnina áðan og nú klingir stanslaust "í dag er glatt í döprum hjötrum " allt lagið og verður sjálfsagt þannig í dag. Skál í G-streng, eða flokkast hann ekki undir G-vörur?  Eigðu góðan dag í blíðunni.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 11:48

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí ´sskan, get ekki orða bundist (ekkert nýtt svo sem þar á ferð) en er þetta með rörin og G-mjólkina soldið svona Georgsbjarnfreðarsonslegt?? Muhahaha!!

Njóttu dagsins mín kæra og farðu varlega í göngunum ljótu og löngu

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2007 kl. 12:40

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jú, Jenný, alveg hryllilega. Skil ekki hvað ég á jákvæða bloggvini. Bjóst við: Vá, hvað þú verður leiðinlegt gamalmenni! Þú ert klikkuð! osfrv en enginn kveikti á þessarri klikkun. Tek það fram að það er ekkert sull við kaffivélina núna! Allt mér að þakka addna! Vona að þú hafir öðlast jólaanda (Í dag er glatt ...) í þessarri færslu, eins og Ásdís, múahahaha! Skál í kaffi, krossgata!

Guðríður Haraldsdóttir, 29.10.2007 kl. 13:16

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir mig elsku Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.10.2007 kl. 18:17

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, think you smery smuch er að kafna úr chrismtsmas spirit.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2007 kl. 21:55

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Lenti í svona rjómasprautuuppákomu á bæjarskrifstofunum í dag, karlmaður að poppa mjólkina fyrir mig, fórnaði sér, svo ég lenti ekki í að sprauta G-mjólk upp um alla veggi. Fallega gert, og fín mjólk, það sem lenti í bollanum mínum á endanum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.10.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 48
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 1364
  • Frá upphafi: 1460263

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1080
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fótapláss ekkert
  • Facebookvinátta
  • Fótapláss ekkert

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband