Litskrúðugur matur ...

Litríkur matur erfðaprinsinsSvakalega eru þeir góðir þættirnir um matinn, þessir sem eru sýnir á RÚV. Í endursýndum þætti í dag var kannað hvort vissar matartegunir geti hægt á öldrun. Í ljós kom að tómatar vernda húðina og best er að neyta 100 g af tómatpuré á dag, sérstaklega fyrir þá hættir til að sólbrenna. Spínat reyndist vera gott fyrir sjónina og getur hægt á aldurstengdri sjóndepru. Útkoma úr einni tilrauninni kom mjög á óvart, ekki bara mér, heldur tilraunadýrunum í þættinum, ungum djammstelpum sem voru fengnar til að borða hreinsandi mat. Jafnstór hópur borðaði venjulegan mat. Eftir viku kom í ljós að enginn munur var á hópunum, þær sem lifðu á „ógeðsdrykkjum“ voru ekkert „hreinni“. Það má greinilega ekki vanmeta getu líkamans til að hreinsa sjálfan sig. Að vísu prófuðu tvær samstarfskonur mínar svona kúr og voru ansi hollar um tíma. Það sást heilmikill munur á þeim útlitslega á einni viku, þær geisluðu, en samkvæmt þessu voru þær ekkert hreinni að innan en við hin! Útkoman út úr þessu öllu saman varð sú að við ættum að borða sem litríkastan mat. Litarefnið í tómötunum o.fl. er það sem gildir, kom fram í þættinum. Án þess að hafa séð hann eldaði erfðaprinsinn ansi litríkan mat í kvöld. Ég ætti ekki að kjafta frá því ...  en hann bar kokkteilsósu með. Hann er nú í bíó.

MonkÞað þarf heldur betur að halda vel á spöðunum í kvöld, enda góð sjónvarpsdagskrá. Þegar 20 mínútur eru liðnar af Monk þarf að skipta yfir á danska spennuþáttinn á RÚV og þegar honum lýkur skipta á Stöð 2 plús og sjá restina af Monk. Þá hefst Næturvaktin frábæra og síðast er lögfræðispennuþátturinn Damages.

Bakið næstum albatnaði við tvær íbúfen, hitapoka og volgt bað. Fimm fullir katlar af sjóðheitu vatni dugðu til að koma smáhita í vatnið. Anna, mín manneskja hjá Orkuveitunni, segir að þetta sé innanhússvandamál í húsinu. Best að kvabba á nágrönnunum við tækifæri.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jæja nú þarf að lesa nýjasta nýtt á minni síðu. Það eru uppl um uppstokkun í Leshringnum. Er ekki hægt að tæla konuna í að vera með?

Marta B Helgadóttir, 28.10.2007 kl. 21:15

2 Smámynd: Jens Guð

  Af misjöfnu þrífast börnin best,  segir máltækið.  Og ekki út í bláinn.  Fjölbreytt og litríkt fæði er best þegar upp er staðið. 

Jens Guð, 28.10.2007 kl. 21:22

3 identicon

Sástu kynninguna á matarþættinum í dagskrá vikunnar? Ég argaði úr hlátri við síðustu línuna.

20.20 The Truth about Food

Lokaþáttur í frábærri seríu heimildamynda frá BBC um þau

áhrif sem mismunandi fæðutegundir hafa á fólk í lengd og bráð. Hvað

eigum við að borða og hvers vegna? Hvaða matur hjálpar okkur að

hlaupa hraðar, eykur gáfurnar og skerpir hugsunina? Yrðu

grænmetisætur sterkari ef þær borðuðu kjöt? Gerir feitur fiskur okkur

klárari í kollinum? Er það bara ég eða skila maísbaunir sér að því er

virðist ómeltar út úr öðrum?

Hlín (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 21:37

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahahha, algjör snilld þessi Dagskrá Vikunnar! Sé hana því miður allt of sjaldan, enda er hún bara fyrir höfuðborgarbúa. Heiða ætlaði alltaf að senda mér ...

Já, fjölbreytnin er langbest í mataræði, fegin að vita nú að meinlætalifnaður skilar hreinlega engu nema kvalræði!  

Guðríður Haraldsdóttir, 28.10.2007 kl. 21:43

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað sagði ég ekki í kommenti hér fyrir neðan um kvalræðismataræði? Ha??

Um að gera að hafa það fjölbreitt.  Annars ætti ég að vera í góðum málum svona tómatlega séð.  Borða amk. tvo á dag ofan á brauð.  Plómu og þeir eru æði með dassi af Maldon.  Einfalt og gott og þú ynigist og yngist eins og mófó.

Smjúts á Skagann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2007 kl. 22:10

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábærir þessir þættir um matinn.  Ég dett stundum í ávaxtaát og þá verð ég sjúk sem dæmi í appelsínur í svona eina viku og svo búið. Held að mig vanti bara C-vítamín þegar þetta gerist. Hef mikla trú á spínati, enda Stjáni Blái með ofurkrafta af því hann át það

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.10.2007 kl. 22:14

7 identicon

Annað hvort er íbúfenið komið aftur til landsins eða að nú vitum við hver kláraði það.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 22:41

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, Glúmur, ég fékk 100 íbúfen hjá doksa fyrir nokkrum mánuðum, sem síðan hafa ekkert verið notaðar frá því Beta sjúkraþjálfari kom til sögunnar. Hvern vantar íbúfen á svörtum? Selst mjög dýrt ... múhahahahha

Guðríður Haraldsdóttir, 28.10.2007 kl. 22:53

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, einmitt, það var svo margt athyglisvert í þættinum, gleymdi þessu með vatnið og nú er samviskubitið yfir því að vera ekki síþambandi vatn alveg horfið. Vona að þeir verði allir endursýndir síðar. Sá því miður bara þrjá þeirra. Skál í trönuberjasafa, uppáhaldinu!

Guðríður Haraldsdóttir, 28.10.2007 kl. 23:45

10 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

halló, mig vantar íbúfen, ekki til á landinu, nema gegn lyfseðli, svo verð víst að hringja í lækni.  (nema þú getir sent mér í póstkröfu)    

Já þessir matarþættir á Ruv eru frábærir, virkilega gaman að fylgjast með þeim, en tómatar, appelsínur og fleira er á bannlista hjá mér vegna bakflæðis, en ætla að prófa spínatið, er farin að sjá svo assgoti illa (eins gott að hér er loksins komin uppþvottavél)

Kveðjur frá fyrrverandi Borgarnes-mær.

Svanhildur Karlsdóttir, 28.10.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 368
  • Sl. sólarhring: 374
  • Sl. viku: 2330
  • Frá upphafi: 1456033

Annað

  • Innlit í dag: 327
  • Innlit sl. viku: 1928
  • Gestir í dag: 309
  • IP-tölur í dag: 301

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband