Kínverskar kótilettur, fagurblár fjaðurpenni og Jason ...

Helga afmælisbarn og AprílNýkomin úr höfuðborginni eftir stanslaust át, hlátur og skemmtilegt spjall í kvöld. Jú, litla systir varð fertug í dag og hélt upp á það með látum! Fór með Ingu í Kringluna til að kaupa afmælisgjöf, auðvitað í Eymundsson. Keypti fínan gullkassa og skellti nýrri jólabók ofan í hann, þessari nýju eftir höfund Flugdrekahlauparans, disk með Katie Melua, súkkulaðikúlum (þær fást orðið í bókabúðum), bókamerki og fjöður (penna). Helga trylltist úr hamingju yfir ... já, haldið ykkur ... fjöðrinni, sem kostaði c.a. 50 kall.  

Kínverskar kótilettur og meðlætiÍ matinn voru kínverskar kótilettur (mig grunar að flogið hafi verið sérstaklega með þær til landsins frá Kína fyrir afmælið) og svakalega voru þær góðar.
Hilda krútt skutlaði mér í Mosó og í strætó á heimleiðinni sást friðarsúlan einstaklega vel.

 

Erfðaprinsinn lá í stofusófanum með elskuna sína yfir sér, eða gráa, þykka flísteppið sem ég keypti handa honum á laugardaginn og hann fór að elska við fyrstu sýn. Uppþvottavélin mallaði dugnaðarlega en Jónas er orðinn rykfallinn af notkunarleysi, hefur ekkert fengið að gera í nokkra daga, greyið. Þarf nauðsynlega að gera eitthvað í þessu. Hugmyndir, anyone?

Vinnufélaginn Jason StathamTók þessa mynd í vinnunni síðdegis en hún sýnir útsýnið úr sætinu mínu. Ef ég lít upp sé ég bara krúttmolann hann Jason Statham á bakinu á tölvunni hennar Bjarkar. Nú er kannski skiljanlegt hvers vegna mér líður alltaf svona vel í vinnunni. Ekki skemmir bráðhuggulegur síminn fyrir. 

Fjær á myndinni má sjá skvísurnar á Séð og heyrt og enn fær sést inn í umbrotsdeildina þar sem Guðný og sætu strákarnir halda til.  

Svo er það bara elskan hún Ásta kl. 6.50 í fyrramálið á fínu drossíunni. Skrýtið að B-manneskja, eins og ég, nái að vakna svona snemma, stundum hress eins og fólk í kornfleksauglýsingu, líklega er það vegna þess að þetta er eiginlega um miðja nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég væri alveg til í að smakka þessar kínversku kótilettur, veistu hvenær næsta vél kemur með þær, ég ætla að leggja inn pöntun.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með afmælisbarnið

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 23:13

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

til hamingju með hana systir þína

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.11.2007 kl. 23:40

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, esssgurnar mínar.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.11.2007 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 208
  • Sl. sólarhring: 372
  • Sl. viku: 900
  • Frá upphafi: 1505907

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 733
  • Gestir í dag: 161
  • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband