Myndi líka ofsækja hann Conan

ConanÞað er eiginlega með ólíkindum að þættir Conans O´Brien skuli ekki vera sýndir á Íslandi. Skemmtilegur húmor og mikil fjölbreytni. Hann reynir ekki að gera öllum til hæfis og þess vegna tekst honum nefnilega að gera flestum til hæfis ... eða þannig. Jay Leno reynir að styggja engan og það er svo þreytandi til lengdar, fékk eiginlega nett ógeð á honum eftir 11. september 2001 ... þegar hann (handritshöfundar) gerði út í eitt grín að fólki frá Afghanistan fyrir að vera fátækt og brandararnir voru yfirleitt um að karlarnir byggju í hellum (af því að þeir voru svo heimskir) og hjökkuðust án efa á ösnunum sínum (af því að þeir eru svo heimskir). Hefndarþorstinn vegna árásanna kom svona út. Æ, æ.

Mér fannst bara krúttlegt þegar Conan gerði grín að okkur Íslendingum fyrir að vera "staðföst" og hlýðin þjóð við USA og birti myndir af konum með vopn (brauðtertur) í hönd í Árbæjarsafninu. Ég myndi líklega ofsækja hann Conan líka, væri ég prestur ... hann er soddað krútt.

U2U2 lék fyrir dansi á leiðinni í bæinn í drossíu Ástu í morgun. Ansi góð hljómsveit sem gaman væri að fara á tónleika hjá, heyrir þú það þarna Ragnheiður tónleikadrottning! Fátt bar til tíðinda á leiðinni. Ásta sagði mér að hún hefði farið á upplestur hjá Uppheimum, metnaðarfullu bókaforlagi á Akranesi (gefur m.a. út Gyrði Elíasson og Ævar Örn) í Skrúðgarðinum. Alveg fullt út úr dyrum og ég fjarri góðu gamni í reyndar dásamlegu afmæli. Hefði nú ráðlagt erfðaprinsinum að fara ef ég hefði vitað af þessu, hann er af þeirri kynslóðinni sem vill láta lesa fyrir sig ... annars kvarta ég ekki, hann er sílesandi, þessi elska, enda stórgáfaður eins og mammasín. Hann er einmitt að lesa eina af nýrri bókum Alistair MacLean sem kom út fyrir einhverjum árum, Ráðum dulmálið! Held að ég hafi æfst í hraðlestri í gamla daga þegar ég fékk alltaf nál og tvinna í jólagjöf og Gummi bróðir nýjustu Alister MacLean-bókina og yfirleitt náði ég að ljúka henni áður en hann fór að sofa á aðfangadagskvöld.

Ætti maður ekki að heimta skaðabætur fyrir andlegar misþyrmingar á árum áður að þurfa að upplifa bókalaus jól ár eftir ár eftir ár eftir ár? Þegar mér tókst loksins að fá móður mína til að gefa mér bók í jólagjöf, þá farin að búa með manninum síðar varð fyrrverandi maðurinn minn, þá gaf hún mér tvær bækur; Við matreiðum og Vinnan göfgar manninn, ástarsögu með vinnutengdum boðskap, minnir mig. (frá Sögusafni heimilanna). Jamm!


mbl.is Prestur handtekinn fyrir að ásækja Conan O'Brien
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Skaðabætur jú, ég er að hugsa um að sækja um svoleiðis vegna þess að mér var hent úr hreiðrinu án nokkurrar kunnáttu, ég hefði getað soltið til bana og gekk í götóttum fötum. Fékk nebblega enga nál og enga leiðsögn hmmm...

Ragnheiður , 8.11.2007 kl. 09:02

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehehehe, ýkti þetta aðeins en í minninu er þetta svona, kvenleg gildi og karlaskemmtun og það allt, arggggg!

Guðríður Haraldsdóttir, 8.11.2007 kl. 09:11

3 Smámynd: halkatla

ég elska kónann

halkatla, 8.11.2007 kl. 09:14

4 Smámynd: krossgata

 Ég hefði líklega umturnast ef ég hefði alltaf fengið nál og tvinna en bróðir minn bækur.  En við systkinin erum alin upp á sitt hvoru heimilinu og ég veit ekkert hvort hann fékk.  Við, ég og systir mín sem ólumst upp saman fengum svipaðar jólagjafir, afar sjaldan bækur, þær voru svo dýrar.   En það þýddi að ég flutti ung að heiman, um 9 ára, á bókasafn bæjarins. 

krossgata, 8.11.2007 kl. 09:40

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

nál og tvinna, já gott mál, bókarlaus jól eru nú samt varla jól, en ég skil þetta með bækurna sem þú fékkst, hún hefur viljað halda í tengdasoninn hehehehehe (ekki að ég trúi að þú hafir ekki kunnað að elda "hóst hóst")

Guðrún Jóhannesdóttir, 8.11.2007 kl. 10:53

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sko sammála þér með Jay Leno. kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.11.2007 kl. 11:13

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég sá U2 í Dublin sautjánhundruðogsúrkál.... fæ ennþá bólugæsir þegar ég hugsa um lokalagið. Bono ca tvo metra frá mér að syngja Presley´s Falling In Love With You.... án undirspils! Geðveikt!!

Heiða B. Heiðars, 8.11.2007 kl. 11:42

8 identicon

flöskur og dósir til sölu, mamma ræður

kveðja Jón 

pepsy (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 12:40

9 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Hefi ávallt haft það álit, að prestarnir séu hin mestu ólíkinda tól.

Þorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 16:12

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bara stórgáfaður eins og mamma sín!!!

Hefði ekki verið slæmt ef hann hefði verið stórgáfaður eins og mamma hans?

Árni Gunnarsson, 8.11.2007 kl. 16:17

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

heh, það er ekki eins og það sé ekki alltaf verið að vinna í þessu :D

sjáumst við svo ekki 14. des?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.11.2007 kl. 17:52

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fékk yfirleitt 6-8 bækur hver jól og át þær upp til agna, sumar á ég ennþá. Ellllska bækur. Sá Conan hérna um árið, hann var flottur.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 18:10

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

"Mammasín" er nú sérstakt orð, finnst mér ... Árni og eigi þörf að leiðrétta það! Hvað gerist 14. des, Hildigunnur?

Guðríður Haraldsdóttir, 8.11.2007 kl. 18:13

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heheheh, það er sko jólaboð hjá annarri skvísu, fékk boðsbréfið áðan.

Guðríður Haraldsdóttir, 8.11.2007 kl. 20:41

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mammasín er hið rétta krúttorð yfir okkur hippamömmurnar.

Þetta með nálina og tvinnann hefur orsakað margar sálfræðiheimsóknirnar hjá mér og minni fjölskyldu, eða hefði gert það ef ég hefði ekki verið alin upp af ömmu minni sem gaf mér bækur út í eitt.  Hefði örgla skemmt mig fyrir lífstíð.

Bíð eftir boðskorti í jólahlaðborð til þín Gurrí mín, aþþí ég komst ekki í ammilið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 22:00

16 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég þoli ekki Conan. Hef reynt að horfa á hann en hann vekur með mér ógeð.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.11.2007 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 34
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 1984
  • Frá upphafi: 1456737

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1689
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gardínukettir
  • Ostapítsa með sultu
  • Náttborð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband