Annir pannir og flóðaspenna

Heimir Schumacher kom okkur örugglega í bæinn í morgun. Við Sigþóra þrýstum okkur hvor að annarri, önnur var ástríðuþrungin, hinni var ískalt. Til að viðhalda spennunni segi ég ekki hvor var hvor nema ég bendi á til að auðvelda að Sigþóra á hlýrri úlpu.  

FlóðMikið vildi ég að ég gæti verið heima núna að horfa á Sky News - þótt ég elski vinnuna mína! Var ég nokkuð búin að minnast á í bloggheimum að ég væri mikið fyrir náttúruhamfarir? (þá á ég við svona algjör flottheit og enginn deyr) Það er frekar ógnvekjandi að eiga von á þriggja metra hárri flóðbylgju á hverri stundu.

Jæja, vitlaust að gera, blaðið fer í prentsmiðju í dag og ritstýran mín hefur verið veik. Slíkt ætti að banna. Fékk reyndar að draga í krossgátunni og veit að tvær konur  með póstnúmerin 350 Grundarfjörður og 108 Reykjavík verða ósköp glaðar þegar þær fá senda bók. Í næstu Viku og kannski fleirum verður nýja matreiðslubókin úr smiðju Gestgjafans í krossgátuverðlaun. Endilega takið þátt, mamma segir að þessar gátur séu ógisssslega léttar en það segir hún svo sem líka um gátuna í Sunnudagsmogganum! Þegar mamma byrjar að tala um þá gátu dett ég alltaf út og fer að slefa ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Reyndar er Moggagátan frekar auðveld get ég sagt þér.  Hehe.

Flóðbylgja hvar?  Bretlandi? Vó ég er farin að hofa á sjónvarp.  Takk fyrir að láta vita

Gríptu daginn

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 08:44

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þegar mamma og Steingerður hittast þá ættir þú að heyra í þeim, báðar svona krossgátunördar ... Þetta æfir vissulega heilann. Ég er aftur á móti sjúk í WORDSEARCH, sem má finna t.d. í breska blaðinu BEST sem Lalla vinkona kaupir stundum og gefur mér svo.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.11.2007 kl. 10:13

3 identicon

Æ ég er svo treg að ég rétt næ að gera Barnakrossgátuna í vikunni Hafðu góða helgi það ætla ég að gera því ég er að skella mér til Barcelona í dag og stoppa nokkra daga ah sól og næs

Brynja blogg.central.is/skordal_1 (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:07

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Barþelona það hlýtur að vera gaman þar. Skárra en rigning og skýjað á þvagleggs bæ.  Mogga gátan er létt og þín líka en samt báðar skemmtilegar. EIgðu góða ljúfa í faðmi Sigþóru.  Knús   3D Prom Queen 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2007 kl. 13:49

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bloggið væri fátækt án þín Gurrí.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.11.2007 kl. 14:54

6 Smámynd: krossgata

Í hvaða stíl er þessi krossgáta?    Sunnudagsgáta Moggans og laugardags-alfræðikrossgátan í 24 stundum eru einu skemmtilegu gáturnar í boði um þessar mundir.  Rakst að vísu á "talna"-krossgátublað í sumar, en hef ekki séð annað tölublað af því. 

krossgata, 9.11.2007 kl. 15:23

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Word search er kassi fullur af stöfum ... við hliðina eru kannski 20 orð sem þarf að finna út úr talnaruglinu, lárétt, lóðrétt, fram og til baka og allt þar á milli ... of auðvelt á íslensku (enda sjaldgæft) og flott með þungum enskum orðum. ÞAÐ ER BRJÁLAÐ, BRJÁLAÐ að gera, kíkti augnablik á yndislegu kommentin ... takkkkkk fyrir að vera til.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:54

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Karlinn minn er brjálaur í krossgátu líka moggakrossgátuna. Kúss til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 9.11.2007 kl. 15:57

9 Smámynd: www.zordis.com

Mamma þín er "monster" í ljúfum skilningi ..... svona krossgátu monster!  Ég veit eiginlega bara hvað ra þýðir og punktur!

Knús eftir langa fjarveru!

www.zordis.com, 9.11.2007 kl. 20:07

10 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Mikið á ritstýran þín gott að eiga eina svona Gurrí sér við hlið. ef ég verð veik kemur einfaldlega ekki neitt blað. Ég verð því einfaldlega ekki veik, sjö níu þrettán tuttugu og einn.

Eigðu góða helgi

Guðný Jóhannesdóttir, 9.11.2007 kl. 20:25

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

að detta út og slefa er merki um hina fullkomnu afslöppun að mínu mati.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2007 kl. 20:57

12 identicon

Aha, tókstu tíman hjá Heimir Schumacher Aha ?

Jensen (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 23:51

13 Smámynd: Fjóla Æ.

Mamma mín er líka svona krossgátunörd og síðan heldur hún, þar sem ég er ofurklár, að ég geti aðstoðað hana eitthvað í þessari óskiljanlegu þraut. Ég hef meiri áhuga á svona Word search eins og Gurrí.

Passaðu þig bara á að vinna þér ekki til húðar svo þú verðir ekki veik í næstu viku. Því ef það gerist og þú verðir of veik til að blogga, hvernig eigum við bloggvinir og einlægir aðdáendur þínir að lifa af?

Fjóla Æ., 10.11.2007 kl. 00:01

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Jenný, ertu ekki að tala um laugardagsgátunni, hún er létt. Sunnudags, hins vegar, hún er bara ekki létt fyrir fimmeyring :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 208
  • Sl. sólarhring: 372
  • Sl. viku: 900
  • Frá upphafi: 1505907

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 733
  • Gestir í dag: 161
  • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband