11.11.2007 | 13:23
Af kvikmyndasmekk og letihelgi ...
Erfðaprinsinn heimtaði að horfa á The Lake House í gærkvöldi, hefur eflaust haldið að þar ríkti Speed-stemmning þar sem sömu leikararnir fara með hlutverkin en eftir korter var hann farinn að slefa af leiðindum. Þá var móðirin orðin föst, þessi litli kvenlegi þráður í henni vildi endilega vita hvort þau næðu saman í réttum tíma þótt auðvitað mætti reikna með því í krúttlegri ástarmynd. Keanu Reeves er nú soldið sætur og hann sýnir talsvert fleiri svipbrigði í bíómyndum en Lassie, annað en Jean Claude Van Damme, eins og Árni Þórarinsson lýsti svo dásamlega hérna í denn í kvikmyndagagnrýni um þann síðarnefnda.
Þetta hefur nú verið meiri letihelgin. Reyndar verður handklæðavakt í kvöld og nótt við svaladyrnar í vonda veðrinu sem er á leiðinni þannig að þá verður svolítið stuð. Kjötsúpa a la Mía systir verður síðan snædd um kvöldmatarleytið og er það víst engin venjuleg kjötsúpa að sögn Hildu systur sem ætlar líka að mæta. Best að drífa sig í bað, setja í þvottavél og svona. Reynsla mín er sú að sunnudagar líða með örskotshraða og ný vinnuvika er allt í einu hafin. Stundum finnst mér reyndar bara vera mánudagar og föstudagar í lífi mínu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 636
- Frá upphafi: 1505989
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég hef ekki enn barið þessa mynd augum. Það heltaka mig stundum fordómar gagnvart kvikmyndum og þá geta liðið mörg ár þar til ég slysast til að horfa á þær. Með þessa mynd fer þetta tímaflakksdæmi eitthvað fyrir brjóstið á mér og algerlega ómeðvitað fer ég að taka stóran sveig framhjá sjónvarpinu og sniðganga það sem mér frekast er unnt. Nú er sem sagt komin skýring á af hverju ég hunsaði sjónvarpið í gær, "The lake house" var sýnd.
Hvað er annars langt síðan hún kom út? Það gæti verið kominn tími á slys.
krossgata, 11.11.2007 kl. 13:32
Við Bretinn horfðum á þessa mynd af áfergju í gær.. þangað til við vorum trufluð (bloggaði einmitt um það áðan). Mér þótti gaman að þessari mynd. Finnst Sandra Bullock svo mikið krútt, ólíkt flestum öðrum. Almennt virðist hún fara i taugarnar á fólki.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.11.2007 kl. 14:05
Ja, Sandra fer ekki í taugarnar á mér nema þegar hún byrjar að skrækja (Speed 2 og fleiri myndir). Þá umbreytast taugarnar á mér í gaddavírsstrengi!
Held að það séu komin tvö eða þrjú ár síðan hún kom út, Krossgata.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.11.2007 kl. 14:14
Vil nú samt meina að Jean Claude Van Damme sé mun sætari en Keanu littli
Halldór Sigurðsson, 11.11.2007 kl. 18:14
Ég hef ekki séð hana en það er vandræðaástand á mínu heimili eins og sakir standa. Fórum í Bónus og kallinn keypti Die Hard 4 gegn ströngu loforði að reyna ekki að horfa á hana með kvenmann hússins viðstaddan. Hrmfp alveg er ég viss um að hann standi ekki við það.
Hjelp Gurrí...hjelp.
Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 18:15
Ég missti af henni, verð bara að leigja mér hana. Eigðu góða vinnuviku kæra Gurrý.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2007 kl. 20:18
Horfði á RUV - um fráskilda skáldkonu sem flutti til Toscana ... geggjuð klysja, en gaman að láta sig dreyma um svona bóhemlíf og blómaakra og þar sem svo heppilega vildi til að húsínu fylgdu ótrúlega falleg antikhúsgögn.. o.s.videre..hehe..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2007 kl. 21:16
Ragga, horfðu endilega á Die Hard 4, hún er ÆÐI!!! Jóhanna, hefði viljað sjá þessi antíkhúsgögn, nammmmm! Hafðu það líka æðislega gott, Ásdís krútt! Vona, Arna, að þér þyki hún skemmtileg, mér fannst hún bara fínasta laugardagsmynd. Jean Claude, Halldór, þú hlýtur að vera að grínast, heheheheheh!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.11.2007 kl. 21:26
Slysaðist að horfa á síðustu 15 mín. af myndinni og þessi mynd var sama gamla "happy ending" klisjan. En Sandra er alltaf jafn sæt, það vantar ekki, hvort sem hún grenjar eða öskrar. Fannst hún eiginlega langbest í myndinni "The Demolusion man" með Sly Stallone og fl. þar var hún bara fyndin.
Bragi Einarsson, 11.11.2007 kl. 22:09
Ég hefði getað horft á bíómyndina um grískt hjónaband þar sem konur eru hálfar í eldhúsinu og hundarð prósent í rúmminu!
Jamm.....ekki beint uppörvandi sjónvarpsgláp hjá kjéddlingunni minni!
www.zordis.com, 11.11.2007 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.