Af kvikmyndasmekk og letihelgi ...

Sandra og KeanuErfðaprinsinn heimtaði að horfa á The Lake House í gærkvöldi, hefur eflaust haldið að þar ríkti Speed-stemmning þar sem sömu leikararnir fara með hlutverkin en eftir korter var hann farinn að slefa af leiðindum. Þá var móðirin orðin föst, þessi litli kvenlegi þráður í henni vildi endilega vita hvort þau næðu saman í réttum tíma þótt auðvitað mætti reikna með því í krúttlegri ástarmynd. Keanu Reeves er nú soldið sætur og hann sýnir talsvert fleiri svipbrigði í bíómyndum en Lassie, annað en Jean Claude Van Damme, eins og Árni Þórarinsson lýsti svo dásamlega hérna í denn í kvikmyndagagnrýni um þann síðarnefnda.

VinnanÞetta hefur nú verið meiri letihelgin. Reyndar verður handklæðavakt í kvöld og nótt við svaladyrnar í vonda veðrinu sem er á leiðinni þannig að þá verður svolítið stuð. Kjötsúpa a la Mía systir verður síðan snædd um kvöldmatarleytið og er það víst engin venjuleg kjötsúpa að sögn Hildu systur sem ætlar líka að mæta. Best að drífa sig í bað, setja í þvottavél og svona. Reynsla mín er sú að sunnudagar líða með örskotshraða og ný vinnuvika er allt í einu hafin. Stundum finnst mér reyndar bara vera mánudagar og föstudagar í lífi mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Ég hef ekki enn barið þessa mynd augum.  Það heltaka mig stundum fordómar gagnvart kvikmyndum og þá geta liðið mörg ár þar til ég slysast til að horfa á þær.  Með þessa mynd fer þetta tímaflakksdæmi eitthvað fyrir brjóstið á mér og algerlega ómeðvitað fer ég að taka stóran sveig framhjá sjónvarpinu og sniðganga það sem mér frekast er unnt.  Nú er sem sagt komin skýring á af hverju ég hunsaði sjónvarpið í gær, "The lake house" var sýnd. 

Hvað er annars langt síðan hún kom út?  Það gæti verið kominn tími á slys. 

krossgata, 11.11.2007 kl. 13:32

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Við Bretinn horfðum á þessa mynd af áfergju í gær.. þangað til við vorum trufluð (bloggaði einmitt um það áðan). Mér þótti gaman að þessari mynd. Finnst Sandra Bullock svo mikið krútt, ólíkt flestum öðrum. Almennt virðist hún fara i taugarnar á fólki.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.11.2007 kl. 14:05

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, Sandra fer ekki í taugarnar á mér nema þegar hún byrjar að skrækja (Speed 2 og fleiri myndir). Þá umbreytast taugarnar á mér í gaddavírsstrengi!

Held að það séu komin tvö eða þrjú ár síðan hún kom út, Krossgata.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.11.2007 kl. 14:14

4 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Vil nú samt meina að Jean Claude Van Damme sé mun sætari en Keanu littli

Halldór Sigurðsson, 11.11.2007 kl. 18:14

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef ekki séð hana en það er vandræðaástand á mínu heimili eins og sakir standa. Fórum í Bónus og kallinn keypti Die Hard 4 gegn ströngu loforði að reyna ekki að horfa á hana með kvenmann hússins viðstaddan. Hrmfp alveg er ég viss um að hann standi ekki við það.

Hjelp Gurrí...hjelp.

Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 18:15

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég missti af henni, verð bara að leigja mér hana. Eigðu góða vinnuviku kæra Gurrý.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2007 kl. 20:18

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Horfði á RUV - um fráskilda skáldkonu sem flutti til Toscana ... geggjuð klysja, en gaman að láta sig dreyma um svona bóhemlíf og blómaakra og þar sem svo heppilega vildi til að húsínu fylgdu ótrúlega falleg antikhúsgögn.. o.s.videre..hehe..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2007 kl. 21:16

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ragga, horfðu endilega á Die Hard 4, hún er ÆÐI!!! Jóhanna, hefði viljað sjá þessi antíkhúsgögn, nammmmm! Hafðu það líka æðislega gott, Ásdís krútt! Vona, Arna, að þér þyki hún skemmtileg, mér fannst hún bara fínasta laugardagsmynd. Jean Claude, Halldór, þú hlýtur að vera að grínast, heheheheheh!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.11.2007 kl. 21:26

9 Smámynd: Bragi Einarsson

Slysaðist að horfa á síðustu 15 mín. af myndinni og þessi mynd var sama gamla "happy ending" klisjan. En Sandra er alltaf jafn sæt, það vantar ekki, hvort sem hún grenjar eða öskrar. Fannst hún eiginlega langbest í myndinni "The Demolusion man" með Sly Stallone og fl. þar var hún bara fyndin.

Bragi Einarsson, 11.11.2007 kl. 22:09

10 Smámynd: www.zordis.com

Ég hefði getað horft á bíómyndina um grískt hjónaband þar sem konur eru hálfar í eldhúsinu og hundarð prósent í rúmminu!

Jamm.....ekki beint uppörvandi sjónvarpsgláp hjá kjéddlingunni minni!

www.zordis.com, 11.11.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband