Af tvíburum, kjötsúpu og sjokkerandi Monk-leysi ...

KjötsúpuveisluborðiðErfðaprinsinn með Ísak og ÚlfÞá er ég búin að smakka bestu kjötsúpu í heimi og það er ekki einu sinni hægt að gefa uppskrift að henni hér á blogginu, hún er nefnilega aldrei eins í tvö skipti hjá Míu. Drykkurinn var voða spennandi (ekki áfengur), eitthvað rosagott sem Mía bruggaði sjálf. 

Mesta tilhlökkunarefnið var þó að hitta tvíburana hugumstóru og þeir brugðust ekki, voru hvers manns hugljúfi. Þeir borðuðu kjötsúpuna (stappaða) með bestu lyst. Rifist var um að halda á þeim. Þótt þeir þekki erfðaprinsinn lítið voru þeir afskaplega rólegir í fangi hans, eins og sjá má á myndinni.

 --------        ------------         ------------        -------------        ------------          ------------          --------

TímaþjófurinnHilda notaði ferðina og skilaði mér mynd sem hún hafði verið með í láni, grafíkmynd eftir Magnús Kjartansson, keypti hana seint á níunda áratugnum. Mikið var ég glöð að endurheimta hana þar sem enn er veggpláss fyrir myndir í himnaríki en á Hringbrautinni var hver flötur nýttur. Minnir að hún heiti Tímaþjófurinn.

Sigþór og Mía með Ísak og ÚlfErfðaprinsinn var í sjokki eftir að við komum heim, Monk var ekki í kvöld á dagskránni og engin viðvörun um það. Mér fór reyndar að verða svolítið illa við Monk þegar ég komst að því að hann er svo nískur. Níska er dauðasynd að mínu mati.

Gáfaða og vel gerða fólk Íslands (skv. Jóni Gnarr) kaus Næturvaktina sem besta sjónvarpsþáttinn, það gerði ég líka! Er bara ansi ánægð með úrslitin. Var líka mjög ánægð með að Egill hafi fengið tvenn verðlaun, hef gaman af þáttunum hans. Nú er Glæpurinn byrjaður, danski spennuþátturinn sem mér finnst svo skemmtilegur. Síðan ætl´ég að gefa Prison Break séns (á Stöð 2 plús), finnst samt eins og verið sé að draga áhorfendur svolítið á asnaeyrunum og framleiða meira og meira þar sem þættirnir slógu í gegn. Þekki ungan mann sem hefur séð fyrstu sex þættina í þessarri nýju þáttaröð, segir þennan fyrsta alveg sæmilegan en næstu fimm mjög spennandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega eru þeir alltaf sætir og miklar dúllur þessir drengir.  Erfðaprinsinn lítur út fyrir að vera eðalborinn sem hann jú er, það gusast persónutöfrarnir á fésið á manni, fari maður upp að skjánum.

Njóttu mynda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2007 kl. 22:29

2 Smámynd: krossgata

Ég varð líka fyrir Monk-áfalli, sem var þó í minna lagi þar sem mér finnst framleiðendur verað að skemma Monk - hann er að verða svo mikið fífl.  Ekki bara sérvitringur. 

krossgata, 11.11.2007 kl. 23:02

3 Smámynd: Ragnheiður

Tvíburar og erfðaprins flottastir, en ekki hvað.

Ég þarf að fara að horfa á þessa næturvakt, hef bara séð bita úr en sýnist að ég yfirplebbinn (sjá blogg) gæti haft gaman að því...

Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þeir eru sætir þessir drengir, ekki síst erfðaprinsinn ... sammála þér, Krossgata, þeir eru að skemma Monk, sjarminn er að hverfa fyrir fíflalátum og barnaskap. Kíki á síðu yfirplebbans!

Guðríður Haraldsdóttir, 11.11.2007 kl. 23:31

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Næturvaktin átti þetta alveg skilið, finnst mér, snilldarþættir, verðandi klassík. 

Ég stóðst heldur ekki mátið þegar konudýr mitt kvartaði í öngvun öngvum sínum yfir MONK leysi kvöldsins. Minnti hana á, að í staðinn kæmi "Fángelsibrotsaþátturinn', sem að hún hneykslaðist þvílíkt yfir í fyrra að væri gerð önnur sería um, en húkti svo yfir með köntuðum glyrnum öll sunnudagskvöld.  Hún tók gleði sína.  Grunar að þið deilið því 'elimenti'.

Já, & bestu ketsúbu í heimi átt þú náttúrlega enn eftir að smakka reyndar...

Steingrímur Helgason, 12.11.2007 kl. 00:21

6 Smámynd: Svava S. Steinars

Nóg af sætum mönnum og góðri súpu! Gaman að Forbrydelsen, finnst alltaf jafn fyndið að skilja allt sem sagt er.  Jafna mig aldrei á því að hafa náð að læra dönsku almennilega

Svava S. Steinars, 12.11.2007 kl. 00:36

7 Smámynd: Agný

Flottir prinsar...en ekki flott að snuða mann svona um hann Monk..hann er í sérstöku uppáhaldi hjá mér....eina aðilanum á heimilinu sem svo er hjá... púff..þá sést best hvað maður stendur alltaf einn...ekki síst ef að x þáttur er ekki sýndur og húrra hrópin bergmála veggjanna á milli... nema frá mér...

Agný, 12.11.2007 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 250
  • Sl. sólarhring: 308
  • Sl. viku: 1792
  • Frá upphafi: 1460725

Annað

  • Innlit í dag: 228
  • Innlit sl. viku: 1452
  • Gestir í dag: 219
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband