Reykur í Skagastrætó - hvar er Sigþóra?

Kannski ekki alveg svonaVið Ásta sátum eins og fínar frúr í drossíunni á leið í bæinn. Á móts við Húsasmiðjuna brunuðum við fram úr Skagastrætó og misstum þar með af spennu dagsins. Ásta skutlaði mér í Hálsaskóg en á leiðinni niður á Landspítala sá hún strætóinn stopp við Vesturlandsveginn, við stoppistöðina okkar Sigþóru ... og það rauk úr honum. Veit ekki hvort kviknaði í honum, hann bræddi úr sér eða það sauð á honum.

Held að það mætti alveg velja betri bíla oní okkur þótt við séum bara Skagamenn ... það hefur verið frekar mikið baráttumál bæjarbúa að fá vagna sem halda vatni, vindi og mengun úr Hvalfjarðargöngunum og ekki er verra að öll öryggisbeltin séu í lagi ... Reyndi að sjálfsögðu að hringja í Sigþóru til að fá fréttir í beinni en hún svarar ekki, kannski í fríi, kannski veik, kannski er hún í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni. Hvað veit maður ...

AndvakaSvaf ekki nema fjóra tíma í nótt, drakk þó ekki kaffi í gær eftir kl. 17, var grútsyfjuð en gat ekki sofnað. Skil ekki hvers vegna hressileikinn er svona mikill núna í morgunsárið. Best að reyna að verða samferða Ástu heim í dag og sofna eldsnemma í kvöld. Sef yfirleitt eins og engill og skil ekki svonalagað. Kannski var allt of gaman í kjötsúpuveislunni fyrir viðkvæmt taugakerfi mitt eða eitthvað, er reyndar ekki sérlega viðkvæm nema kannski þegar fluga eða blóm deyr í teiknimynd. Sem betur fer var ég með æsispennandi bók á náttborðinu, Grunnar grafir eftir Fritz Má Jörgensson, og hún bjargaði mér frá leiðindaandvöku ... Það er sko aksjónbók!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin á fætur og nú er bara að liggja í helling af köffum svo þú sofnir ekki fram á borðið ´sskan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2007 kl. 08:29

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það verður sko kaffað í dag! Og sofnað snemma í kvöld. Líklega hef ég bara verið OF úthvíld eftir helgina.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.11.2007 kl. 09:02

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég og krakkarnir lentum í því fyrir nokkrum mánuðum að okkur var hent útúr strætó  en ekki af því að við vorum svo óþekk  en reyndar vorum við það eða þar að segja börnin , en það var sem betur fer ekki langt eftir á stoppustöðina hjá KFC þegar að bílstjórinn stoppaði skyndilega vagninn og sagði allir út,allir út en þá rauk aðeins úr vagninum  Þú verður bara að fara snemma að sofa í kvöld  en ekki veit ég hvernig þú heldur út daginn eftir 4 tíma svefn

Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.11.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 46
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 684
  • Frá upphafi: 1505975

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 551
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband