14.11.2007 | 08:17
Mergjaðir morgundraumar
Mikið er gott að vera komin í vinnuna þótt skökk sé (útlitslega). Sem betur fer þurfti ég ekki að taka strætó og labba síðan upp Súkkulaðibrekkuna, heldur sat í bíl með Ástu og hafði hita við bakið alla leið. Er líka undir áhrifum íbúfens, næstsíðustu pillunnar, kannski í landinu. Tók svo með mér hitakrem og ef ég lykta undarlega í vinnunni þá segi ég bara samstarfsfólki að þetta sé nýtt, rosalega fínt og dýrt ilmvatn, vér Icelanders föllum alltaf fyrir öllu sem er nógu dýrt.
Þarf heldur betur að vera dugleg í dag til að vinna upp gærdaginn. Mikið er ég fegin að vinna ekki í t.d. kókosbolluverksmiðju þótt ég hafi hálfpartinn haft það með í framtíðardraumunum þegar ég ætlaði a.m.k. að verða sjoppukona, flugfreyja, leikkona, söngkona, dansmær eða ljósmóðir. Hef aldrei unnið í sjoppi en hef verið leikkona (m.a. Skagaleikflokkurinn og sem bláa öxlin í Heilsubælinu) og söngkona (í Kór Langholtskirkju, Mótettukórnum, Fílharmoníu). Dansmær get ég ekki kallast, þótt mér hafi þótt þrælgaman í Dansskóla Sigvalda í æsku og kann enn upphafið að dansi við lagið Black Night með Deep Purple, mjög, mjög hallærislegur dans en fyrir 50.000 kall skal ég dansa þetta upphafsatriði hvar sem er og hvenær sem er ... Ljósmóðurdraumurinn rættist heldur ekki, hef samt aldrei skilið hvaðan hann kom. Ekki las ég bókaflokk um neina Lilju ljósmóður sem tók á móti börnum á milli þess sem hún leysti dularfull sakamál. Svolgraði aftur á móti í mig bækurnar hennar mömmu um Beverly Grey fréttaritara og bloggvinir mínir vita hvernig það endaði. Mamma gleypti í sig Rósu Bennett hjúkrunarkonu og fór í Hjúkrunarskólann í kjölfarið. Skrýtið að maður endaði ekki sem prinsessa eða barónessa miðað við Barböru Cartland-lesturinn frá 10 ára aldri. Stundum þegar vekjaraklukkan hringir kl. 6.15 og úti gnauðar kaldur vindur, hviðurnar á Kjalarnesi eru 29 m/sek og soðinn lax í matinn í mötuneytinu þá óska ég þess pínulítið að ég væri prinsessa.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 207
- Sl. sólarhring: 371
- Sl. viku: 899
- Frá upphafi: 1505906
Annað
- Innlit í dag: 166
- Innlit sl. viku: 732
- Gestir í dag: 160
- IP-tölur í dag: 154
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Það er nú óþarfi að gefa alveg upp vonina um prinsessutignina, Gurrí. Andrés Bretaprins er til dæmis alltaf á lausu, maður á besta aldri. Uppáhaldssonur drottningarinnar, las ég einu sinni, af því að hann var sá eini sem kunni að stilla vídeótækið - þannig að þetta er hinn nýtasti maður að hafa á heimili. Mætti tékka á honum.
Nanna Rögnvaldardóttir, 14.11.2007 kl. 08:30
Þú segir nokkuð! Annars frétti ég alla leið frá Spáni þar sem ein af aðstoðarkonum eldabusku í Buckinghamhöll dvelur stundum og þekkir Íslending í næsta húsi ... að Andrés sé meira upp á karlhöndina. Grimaldi-strákurinn þarna í Mónakó er líka á lausu, held ég.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.11.2007 kl. 08:41
Beverly Grey OMG Æ lof hör. Njóttu dagsins bláa öxl.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 08:47
Þú ert Prinssesa í mínum augum Gurrí
siggi (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:10
En svo eru blessaðar prinsessurnar náttúrlega ekki góðar fyrirmyndir, skilst mér.
Nanna Rögnvaldardóttir, 14.11.2007 kl. 15:51
Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 14.11.2007 kl. 18:53
Ha ha ha ha ha veistu hvað það er innilega gaman að vera núna amk sjoppukona á Hvammstanga?? He he heeh Úrvals lið það með húmör. Og ég þar í dagvistun
Erna Friðriksdóttir, 14.11.2007 kl. 19:26
50.000 slegið. Mæting á Breiðina á Akranesi laugardagkvöldið 17. þ.m. kl: 22:00 sharp. Áætluð sviðsframkoma kl: 22:20 unsharp.
Bið að heilsa Hvömmstöngurum Erna.
Þröstur Unnar, 14.11.2007 kl. 20:33
Rósa Bennett! Var hún ekki svo einstaklega falleg og heilbrigð í útliti að hún þurfti ekki að nota kinnroða og svo fékk einhver ímyndunarveik frauka astmakast vegna meints kinnalitar hennar Rósu, sem auðvitað var miður sín að valda svona vandræðum alveg án þess að ráða við það. Þetta er þá um það bil sem ég man úr Rósu Bennett bókunum.
Ég ætlaði að verða rithöfundur eða dýralæknir en varð hvorugt.
krossgata, 14.11.2007 kl. 20:58
Hahhahaha, það var Dr. Wilie (eitthvað svoleiðis) sem æpti reglulega á Rósu og sagði henni að þurrka af sér kinnalitinn. Minnir að þetta hafi verið ástæðan fyrir því að ég fór ekki í hjúkrun.
Þröstur, skil ekki kommentið, ertu kannski að skipa okkur á ball um helgina, á tilvonandi kaldasta degi ársins?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.11.2007 kl. 21:11
Tilvitnun: "en fyrir 50.000 kall skal ég dansa þetta upphafsatriði hvar sem er og hvenær sem er "
Þröstur Unnar, 14.11.2007 kl. 21:18
Hehehehhehehe, ég skil!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.11.2007 kl. 21:30
Prinsessum leiðist oftar en Gurrýjum svo ég mæli með því að þú verðir áfram Gurrý. Við viljum það helst. Ég er samt alveg til í að koma fram við þig eins og prinsessu þegar ég verð svo heppin að hitta þig.
prinsess
Ásdís Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.