Flottust fljóða

Regndans í himnaríki"Kroppinbakur eigi lengur er, flottust fljóða á landi hér," sönglaði ég á meðan ég staulaðist varlega um himnaríki í morgun. Þótt ég væri orðin bein í baki þorði ég ekki annað en að sleppa daglega regndansinum sem indíánahöfðinginn kenndi mér síðla sumars. Dansinn á víst að virka voða vel en ég trúi samt ekkert á svona bull. Eins og það rigni eitthvað meira á Íslandi þótt dansað sé með látum í himnaríki. Þetta er bara leikfimin mín.

Þetta verður mikill dugnaðardagur í dag. Er að hlusta á Hjálma, nýju plötuna og fékk í hendur áðan bókina Njóttu lífsins eftir Unni Arngrímsdóttur, bók um mannasiði og leiðbeiningar í mannlegum samskiptum. Held að þessi bók sé snilld, ef einhver kann sig þá er það Unnur.  Jæja, eigið góðan dag. Sendi galdrakveðjur héðan úr Hálsaskógi með von um óvæntar uppákomur, daður, ævintýri og jafnvel kossa ykkur (og mér) til handa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gurrí, varst þú að dansa Regndansinn? 'Eg bara spyr því ringt hefur síðan í September, Regndans skal maður ekki stíga nema maður búi á sléttum Arezona.

siggi (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 09:02

2 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Hvar varstu, fegurst fljóða, í náttmyrkrinu í miðbænum í gærkvöldi?

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 15.11.2007 kl. 09:10

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Var að kroppinbakast heima í gær, heitur hitapoki, sjóðheitt bað, íbúfen, sárt að ganga ... þarna var ég, Ingibjörg, grútspæld að komast hvorki lönd né strönd ...

Þú meinar það, Siggi, heldurðu að regndansinn minn hafi kannski valdið því að það hefur ekki rignt jafnmikið á Íslandi í þúsundir ára? Nú lem ég Ljúgandi Kvikindi, indíánahöfðingann minn.

Guðríður Haraldsdóttir, 15.11.2007 kl. 09:25

4 identicon

Gurrí! 'Eg ætla að gefa þér ráð sem mér var gefið hérna um daginn. Þetta ráð er afar aulalegt þegar maður heyrir það fyrst, en það svínvirkar á bakverkinn sem var að gera mér lifið leitt, það leitt að ég gat ekki sint því sem gera þurfti hér heima við heheheheh 'attu tennisbolta? ef ekki farðu þá og verslaðu þér einn til tvo. þegar heim er komið, legst þú á gólfið hjá þér og kemur boltunum fyrir á þeim stað sem þig verkjar mest, síðan ofurhægt hreyfir þú þig og lætur boltan(ana) nudda á þér veika svæðið. Þetta er ferlega sárt en virkar, ég er sjáfur búin að sannreina þetta á mjóbakinu á mér, allir verkir farnir útí veður og vind. Ekki ofgera þér þó í fyrstu mæli með svona 5 til 10mín, og annanhvorn dag, auka síðan mínóturnar þegar þú finnur að þetta fer að virka, en aldrei meir en 20mín. þér finnst þetta örugglega asnalegt en vert að prufa.

 Bestu kv héðan úr Norðlingaholtinu

siggi

siggi (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 09:47

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Samúðast með bakið, þekki þetta eftir að mér tókst sjálfum að hryggbrjóta mig, sjálfur, einn & sér eins & sá auli sem ég er nú oftast.  En ef þetta skánar seint er stutt er til Stykkishólms & þar býr galdralæknirinn Jóseppur með nunnunum sínum.  Mæli með honum & þeirra viðgjörníngi.

Já, eru Hjálmarnir þokkalegir ?

S.

Steingrímur Helgason, 15.11.2007 kl. 09:54

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Gurrí í GUÐS bænum hættu þessum regndansi!  og vonandi kanntu engan snjódans

Æ farðu vel með bakið þitt stelpa 

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.11.2007 kl. 09:56

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábært ráð, Siggi, ég veð beint í að kaupa tvo tennisbolta og prófa þetta, takk kærlega fyrir þetta, hljómar ekki asnalega.

Gott að vita af galdralækninum í Stykkishólmi, Steingrímur ... Já, ókei, Guðrún, ég skal hætta að dansa!

Guðríður Haraldsdóttir, 15.11.2007 kl. 10:05

8 identicon

jam, það vel þess virði að prófa þessa aðferð, þú finnur fljótt hvort þetta virkar á þig eða ekki. Bara muna að hafa glófdúk eða viðargólf undir svo að botlin(arnir) renni til. Og muna renna sér rólega finna jafnvægið með boltana.

Gangi þér vel skvís,

siggi

siggi (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:47

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jiii hvað ég saknaði baksins á þér í gærkveldi Gurrí...það hefði sko notið samverunnar í miðbænum og matarins sem var frábær. Held þú hafir nú samt verið í grenndinni, dansandi, því það hellirigndi þegar ég skundaði af stað heim. Knús og knús bakveika mús..vonandi gera boltarnir gagn fyrir þig. Mér finnst mjög viðeigandi nafnið á indjánahöfðingjanum þínum..haha Ljúgandi kvikyndi!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 11:04

10 Smámynd: krossgata

Hlakka til að fá háttvísisfróðleiksmola frá þér eftir lestur háttvísis. 

krossgata, 15.11.2007 kl. 11:18

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Promissss, Krossgata, promisss!

Saknaði þín líka, dúllurassinn minn, frú Katrín! vona að við hittumst sem allra, allra fyrst.

Guðríður Haraldsdóttir, 15.11.2007 kl. 11:27

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Leitt að þú gast ekki verið með í gær. Langaði virkilega að hitta þig skemmtilega kona.

Marta B Helgadóttir, 15.11.2007 kl. 12:39

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Enn spyr ég eins og asni um hitting. Var þetta stór hópur? Værirðu til í að svara mér inn á mína síðu, gleymi stundum hvar ég hef spurt að einhverju og finn ekki svarið.  vona að þér batni sem allra fyrst, bakverkir eru svo lýjandi en þá er gott ráð að fara til tannlæknis og láta bora í sig ódeyfðan, nýir verkir til tilbreytingar.  p.s. hættu svo þessum regndansi, það rignir út í eitt hér.   Rain Cloud 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 13:35

14 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Úff þarna kom skýringin á þessum endalausum rigningum. Voru fleiri sem lærðu hann og hafa stundað reglulega sl. mánuði ?

Hættið þessu strax öll sömul. Mæli frekar með sambadansi fyrir bakið hann liðkar og styrkir allan hrygginn.

Ég á Íbúfen ef þig vantar

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 15.11.2007 kl. 16:26

15 Smámynd: Svava S. Steinars

Láttu þér nú batna í bakinu  !! Sit sjálf hér með "fjölskyldupakkningu" af Íbúfen 600mg og bryð af ákafa. Ökklar, mjaðmir og hné í hassi, en bakið fínt ! 

Svava S. Steinars, 15.11.2007 kl. 23:37

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ja, nú er ungamamma með áhyggjur, ekkert kvöldblogg. Ertu SVOOOONNNAAAAA lasin elskið mitt, hef áhyggjur.  Sick In Bed 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 23:38

17 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég held að allar góðu hugsanirnar hljóti að fara að virka á þig. Og regndansinn er í lagi ef þú færð sæmilega margar hitagráður með rigningunni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.11.2007 kl. 00:10

18 identicon

verður gaman að sjá hvað þér finnst um þessa bók, bókaæði er nefnilega að hellast yfir mig svo ég kemst varla yfir þær allar... þó er ég langt komin með arnald... ég sem ætlaði að vera búin með hann fyrir löngu!

góða helgi

Hulda (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 01:54

19 identicon

í sambandi við þessa tennisboltaaðferð... ég lærði í forvarnarfyrirlestri um daginn og fékk að prufa það að nota svona frauðrúllu sem maður liggur á og rúllar eftir hægt og rólega.. góða æfing fyrir litlu bakvöðvana sem eru við hrygginn og losar ýmislegt, hægt að fá svona rúllu hjá G. Jónsson minnir mig eða var það P. ólafsson, allavega annað hvort

toodools

Hulda (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 01:57

20 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Skemmtileg færsla hjá þér eins og alltaf Bestu þakkir fyrir innlitið og skrifin hjá mér.

Langaði að benda þér á færslu sem þú vilt kannski kíkja á. Var að benda stúlkunni á að koma þessu á prent einhvers staðar.   Kveðjur og knús

                   http://benna.blog.is/blog/benna/entry/365938/#comment804153

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.11.2007 kl. 02:07

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stundum tökum við okkur orð í munn án þess að hugsa um merkingu þeirra.

"Tíu litlir negrastrákar." Öllum fannst þetta sniðugt þangað til umræðan um kynþáttafordómana  hófst.

Ég bý ekki við fötlun en geri mér grein fyrir því að mörgum sárnar þegar einkenni fötlunar eru höfð að skopi.

Og mér finnst að við ættum að eyða orðinu kroppinbakur úr daglegu máli.

Bara svona til athugunar. Sjálfur þekki ég vel þjáningar sem fylgja þrálátri bakveiki og láttu þér batna sem fyrst.

Árni Gunnarsson, 16.11.2007 kl. 08:00

22 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk fyrir þetta, Árni, ég var nú bara að skopast að sjálfri mér með því að líkja mér við skáldsagnarpersónu (Hringjarinn frá Notre Dame), leiddi ekki hugann að því að sumt fólk væri mögulega uppnefnt á þennan hátt.

Bakveikin er alveg að batna, það er eitthvað mikið að ef þetta tekur lengri tíma en tæpa viku. Þrjá daga heima ... en fimm daga með því að mæta til vinnu! Og það er svo gaman í vinnunni.

Guðríður Haraldsdóttir, 16.11.2007 kl. 09:11

23 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Svo vona ég náttúrulega líka Gurrí mín að þú farir að ná þér í bakinu

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.11.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 293
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 1835
  • Frá upphafi: 1460768

Annað

  • Innlit í dag: 267
  • Innlit sl. viku: 1491
  • Gestir í dag: 252
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jörgen Klopp
  • Opið hús kl. 17
  • Dýrheimar kaffihús

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband