Með hjartað á "réttum" stað

Ísak í klippinguÚlfur í klippingu hjá ömmu ErnuLangt síðan ég hef bloggað nokkuð að ráði um sætustu tvíbura í heimi, Úlf og Ísak. Nokkuð stórmerkilegt og óvænt kom í ljós í myndatöku nýlega. Úlfur hafði verið veikur með háan hita og var sendur í röntgenmyndatöku. Þar kom í ljós, fyrir utan að vera ekki með lungnabólgu, að hann er með nokkuð sem heitir Situs Inversus, http://en.wikipedia.org/wiki/Situs_inversus, frekar sjaldgæft, talið að einn af hverjum 10 þúsund séu svona … eða með hjartað hægra megin Hin líffærin geta verið svona spegluð líka og meira að segja þótt hjartað væri vinstra megin. Ekki er víst að Ísak sé svona.

Þetta segir mér að í raun sé ekkert til sem heiti að hafa hjartað á réttum stað. Eða þannig. Líklega eru um 30 Íslendingar með hjartað hægra megin og Úlfur er önnur manneskjan sem ég þekki sem er þannig. Hin er Steinunn, stelpa sem bjó í Norðurmýrinni í næstu götu við mig á unglingsárunum æsilegu á Bollagötunni. Hér eru nýlegar myndir af prinsunum (bítlunum) sem var tekin þegar föðuramma þeirra klippti af þeim lokkana. Úlfur til vinstri (sorrí) og Ísak til hægri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir eru alveg einstaklega fallegir þessir drengir og gaman að fylgjast með þeim (krúttkast í vegg) og það án tillits til hvort hjartað er hæ. eða vi. megin.

Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2007 kl. 11:45

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Læknir skellti þessu framan í einstakling sem að ég þekki um daginn.  Hún væri með verki í hendi af því að hjartað væri hægra megin.  Ég hélt að karlinn væri nú bara á einhverju....

En þetta er greinilega til... hvort sem að það orsakaði nú verkina í höndum viðkomandi eða ekki

Rannveig Lena Gísladóttir, 17.11.2007 kl. 12:34

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ekkert smá sætir drengir

Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.11.2007 kl. 13:11

4 Smámynd: Ragnheiður

Krúttmolarnir...þar eyðilagðist það orðatiltæki hehe.

Ragnheiður , 17.11.2007 kl. 13:54

5 identicon

Maður þarf líklega að hugsa sig um tvisvar áður en maður notar þetta orðatiltæki ... en mikið óskaplega eru þetta undurfagrir drengir.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 15:11

6 identicon

Orðatiltækið að hafa hjartað á réttum stað á alveg við. Spurningin bara hve þrökgt við skilgreinum 'rétta' staðinn. Kannski það merki bara að hafa hjartað ekki uppi í eigin ra*****i.

Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:59

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Brjánn, mikið er þetta rétt hjá þér, hahahhahaha! Réttur staður hvað!

Já, þeir eru svo undurfagrir þessar elskur! Skilst að Þeir spegli hvor annan, að Ísak sé með líffærin á "réttum" stöðum. Svo voru þeir báðir með skarð í vör á nákvæmlega sama stað við fæðingu OG EIGA AÐ HEITA TVÍEGGJA! Trúi því ekki lengur, enda eru þeir svo líkir. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.11.2007 kl. 18:52

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Í alvöru? Eru þeir spegilmynd? Líffæralega séð meina ég? Mér þykir þetta alveg stórmerkilegt? Það á væntanlega að tékka á þessu er að ekki?

En þessar myndir af bræðrunum... Jedúddamía. Ég á ekki orð. Þvílíkir sjarmörar!!

Jóna Á. Gísladóttir, 18.11.2007 kl. 01:12

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér skilst á ömmunni (Míu) að Ísak sé með hjartað vinstra megin, eins og flestir. Já, held að það verði tékkað betur á þessu öllu. Svo verða þessar elskur í Kastljósi bráðum, kannski í næstu viku. Spennandi!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.11.2007 kl. 01:29

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þeir gera ekkert nema að verða sætari og sætari þessar drengir. Þeir eru unaðslegir.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.11.2007 kl. 21:53

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þeir gera ekkert nema að verða sætari og sætari þessar drengir. Þeir eru unaðslegir. Ég er viss um að þeira hafa það sem máli skiptir á "réttum" stöðum!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.11.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 209
  • Sl. sólarhring: 371
  • Sl. viku: 901
  • Frá upphafi: 1505908

Annað

  • Innlit í dag: 168
  • Innlit sl. viku: 734
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband