Tónlistarveisla eða piparsveinauppboð?

Karlakór ReykjavíkurKomst óvænt á leynilegt piparsveinauppboð sem haldið var í sal hér á Akranesi. Mía systir hefur greinilega tekið við af pabba sem sérlegur „tengdasonarveiðari“ og lét mig vita af þessu.

Alltaf er nú gaman að horfa á sæta stráka dilla sér og sýna hæfileika sína. Þegar einn ansi myndarlegur, sem ég komst að síðar að væri stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur, kom á sviðið öskraði ég: „Býð hundraðþúsund í þennan mann!“ Allir urðu voða hneykslaðir og Mía þaggaði harkalega niður í mér. Hún játaði þarna fyrst að hafa bara verið að plata mig með sér á tónleika, tónlistarveislu í Tónbergi, sal nýja tónlistarskólans á Akranesi. Verið var að kynna eiginleika LARES-kerfisins og fengum við að heyra mismunandi hljómburð, m.a. eins og er í Hallgrímskirkju, Langholtskirkju og víðar.

 

Jónas og einsöngvararnirFékk nostalíukast þegar Karlakór Reykjavíkur söng ítalska madrígalann Alta Trinita en það guðdómlega lag söng ég oft með Kór Langholtskirkju í denn.
http://youtube.com/watch?v=y3FjLAOYXA8
(Sjálft Alta Trinita hefst eftir 2.16 mínútur á myndbandinu, verður síðan slappara í flutningi eftir því sem fleiri kórfélagar hverfa út úr kirkjunni, enda er þetta notað sem útgöngulag).
Ekki var nóg með að ég færi að skæla þar (sýndi samt mikla sjálfstjórn, hélt aftur af flóði og snökti ekkert), heldur líka þegar Jónas Ingimundarson spilaði Tungskinssónötuna eftir Beethoven. Þar var erfðaprinsinn fjarri góðu gamni en það verk er í miklu uppáhaldi hjá honum. Þau Gunnar Guðbjörnsson og Auður Gunnarsdóttir sungu líka af hjartans lyst/list við undirleik Jónasar.

CameracticaTónlistarhópurinn Cameractica flutti síðan algjöra Mozart-snilld og aðra finnska 1800-snilld. Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness kom skemmtilega á óvart, þarna var rúm tylft ungra stúlkna sem spilaði þjóðlög (írsk, skosk?) og svo sungu þær líka eins og englar. Bassi, trommur og píanó skemmdi sannarlega ekki fyrir. Ragnar Skúlason stjórnar þessum elskum öllum og við Ragnar mætumst víst alla morgna á Kjalarnesinu ístrætó, hann á leið á Skagann til að kenna.


Guitar IslancioGuitar Islancio steig á sviðið og djassaði af mikilli gleði. Björn Thoroddsen, jafnaldri okkar Madonnu, kynnti hina í tríóinu og sagði m.a. þegar hann kynnti gítarleikarann knáa, Tómas Árnason, að þegar hann var tveggja ára hefði hann notið þess mikið að hlusta á Stuðmenn og þá sér í lagi Tómas. Svona ætla ég að hafa þetta, tala um jafnaldra mína í poppinu  og hvað ég hafði gaman af þeim þegar ég var lítil. Þegar ég var lítil hélt ég mikið upp á Röggu Gísla í Lummunum ... (eitthvað svona)

Þjóðlagasveit Tónlistarskóla AkranessSvo sturlaðist ég úr gleði eftir tónleikana því að léttar veitingar í boði VGK-Hönnunar, sem sá um geggjaðan hljómburðinn, fylltu öll borð frammi.

Piparsveinauppboðið fór fram ...Ég hitti Palla, gamlan vin, arkitekt en samt ágætan, en hann teiknar víst íþróttamannvirkin við Jaðarsbakka og er enn eitt á leiðinni. Ég bað hann vinsamlegast um að byggja ekkert sem skyggði á Akrafjallið frá himnaríki séð. Palli lofaði því. Hann var í fylgd lögmanns síns. Mér fannst það mjög undarlegt, ég hef alltaf lífvörð með mér ... en næ aldrei að brjóta nógu mikið af mér til að lögfræðings sé þörf. Arkitektar eru greinilega algjörir krimmar!
Þegar ég var nýbyrjuð að úða í mig gómsætum kræsingum kom erfðaprinsinn: „Ertu ekki að koma?“ Hafði sent honum SMS í lok tónleikanna og áttaði mig ekki á því að hann hefur ekkert gaman af því að vera í fjölmenni þar sem hann þekkir engan. Hann dró mig nauðuga út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

VÁ!! svakalega hefði ég viljað vera þarna algjört eyrnakonfekt og ekki hafa veitingarnar á eftir svikið

Svala Erlendsdóttir, 17.11.2007 kl. 19:00

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ég skil vel að þú hafir boðið í hann Frikka, hann er nefnilega ekki bara fyrir augað 

En kirfilega frátekinn!

Því miður

Guðrún Jóhannesdóttir, 17.11.2007 kl. 22:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú pissaði ég á mig (í hláturslegum skilningi), það eru ekki margir sem geta lýst hlutunum á eins frábæran hátt og þú.  Svo er EKKI leiðinlegt að ímynda sig þér á tónleikum (fullt hús) garga tilboðið yfir söfnuðinn.  Þarf ekki að vera satt, hugsunin er nóg

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2007 kl. 23:09

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þorrí, svo æst og hrifin, það á að standa "ímynda sér þig" arg

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2007 kl. 23:10

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Himnesk tónlist!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.11.2007 kl. 01:38

6 identicon

Flott umfjöllun en Tómas heitir reyndar Þórður.

Lárus (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 11:27

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, meinti auðvitað Þórður, ruglaði þarna tveimur saman.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.11.2007 kl. 14:15

8 identicon

Heyrðu, ertu farin að nýta þér kalla á kaupleigu?

Ragnheiður Elín Clausen var að tjá sig um þetta. Það er upptaka af því hér:

http://slytherin.hex.is/tts/ragga/20071118/919b140b0a7f08b9a5d05abd276ce478.wav

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 17:05

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

ÓMGODDD, hvað var nú þetta?????

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.11.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 173
  • Sl. sólarhring: 341
  • Sl. viku: 865
  • Frá upphafi: 1505872

Annað

  • Innlit í dag: 139
  • Innlit sl. viku: 705
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 130

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband