Undarleg hegðun í himnaríki

Fullt tunglTunglið, næstum fullt og svo óstjórnlega töfrandi, hefur skinið á mig í kvöld þar sem ég hef setið við skrifborðið og unnið. Mér var litið niður á hendur mínar áðan og sá að neglurnar hafa lengst mikið á nokkrum tímum. Ungverska baðbomban í gærkvöldi hefur líklega haft þessi áhrif en ég hef nagað neglurnar með góðum árangri í 40 ár. Bomban virðist reyndar líka hafa aukið hárvöxt minn og þarf ég líklega að raka fótleggina í kvöld, í fyrsta skipti á ævinni, jafnvel handleggina líka og handarbökin fyrst ég er byrjuð. Eyrun á mér hafa stækkað smá, nema það sé ímyndun, en heyrnin hefur örugglega aukist. Ég heyri greinilega í bílum sem koma upp úr Hvalfjarðargöngunum, reyndar bara þeim eru komnir á nagladekk.

 

Ó, tungliðÞetta er ekki það eina óvenjulega á þessu heimili í kvöld. Kettirnir hafa ekkert sést í nokkra klukkutíma en ég heyri samt niðurbælt hvæs í þeim innan úr einum fataskápum. Erfðaprinsinn er þó enn furðulegri í hegðun. Hann stendur við eldavélina, segist vera að gera gæðatilraun á kaffi og er með nokkrar teskeiðar ofan í heitum potti (hræðilegt brunalykt). Mér varð ekki um sel þegar hann spurði mig titrandi röddu hvort þær væru ekki örugglega úr silfri. Ég ætlaði að segja honum að þetta væri bara plett en þá fann ég að ég gat varla talað, er líklega komin með bráðatannholdsbólgu eða eitthvað, finnst tennurnar eitthvað svo stórar. Mig langar mest til að góla, bakið er að drepa mig ... en veit samt ekki hvort ég þori í heitt bombubað í kvöld ef það hefur svona aukaverkanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Ölvað tungl, loðinn líkami, eyrun stór. Má ég hringja á næturvaktina.?

Þröstur Unnar, 20.11.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

máninn fullur fer um geiminn

...

er hann kannski að hæða heiminn

... 

Góða nótt himnaríkisfrú, 

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.11.2007 kl. 00:16

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

nú hló ég. Takk fyrir mig.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.11.2007 kl. 00:21

4 identicon

úff , gott að þetta var bara bomban, hvernig var kaffið annars..

alva (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:43

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 00:54

6 Smámynd: Fishandchips

Kannski hefur eitthvert eiturgas losnað úr læðingi við þessa jarðskjálfta. Þetta er víst sami flekinn á Akranesi og Selfossi. En hef heyrt að jarðskjálftar geti haft þessi áhrif

Fishandchips, 21.11.2007 kl. 01:25

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það mætti nú halda að himnaríki væri í mínu póstnúmeri hér skelfur allt og fíflast og mér líður vel.  Eru eyrun að lagast. ???

Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 01:37

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

híhí

rowr!

 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.11.2007 kl. 08:39

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Svona byrjar það, Gurrí!

Sigurður Hreiðar, 21.11.2007 kl. 08:56

10 identicon

góð færsla

Hulda (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband