Flug og flughræðsla

SjónvarpsefniSit við tölvuna og vinn og hlusta í leiðinni á þátt í sjónvarpinu, Air Crash Investigation, sem fjallar um rannsókn flugslysa. Leikin atriði eru notuð til að skreyta þáttinn, veinandi farþegar, öskrandi flugstjórar og tölvugerð af þotu sem snýst í loftinu ... og hrapar. Viðbrögð fólks (leikara) á jörðu niðri eru líka átakanleg, hvað þá flugumferðarstjórans.

Akureyri„Sumir“ urðu flughræddir í æsku þegar við flugum eina páskana til Akureyrar. Hilda bjó þar. Skömmu fyrir lendingu fór vélin að hristast og við upplifðum okkur eins og kokkteila í hristara. Held að mér hafi verið flökurt í marga daga á eftir en það þarf heldur meira en þetta til að gera mig flughrædda. „Sumir“ fóru að forðast að fljúga ef hægt var að keyra og nú er vitleysunni haldið við með því að horfa á svona þætti. Ekki gott að búa á eyju og líða svona. Alveg væri ég til í eitt stykki Gullfoss, íslenskt skemmtiferðaskip, eins og var til þegar ég var lítil og sigldi um heimsins höf, held ég. Svona til að geta örugglega farið með „sumum“ í West Ham-fótboltaferð til London eftir áramótin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hah...ég fer til útlanda þegar það verður kominn vegur þangað. Þar til er ég með "sumum" í félagi hoho....þarf að senda þér meil....

Ragnheiður , 20.11.2007 kl. 17:11

2 Smámynd: Ragnheiður

Hrmpf...finn ekki mailið þitt hjá mér....

Ragnheiður , 20.11.2007 kl. 17:15

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá hvað ég er gömul, er einn af farþegum gamla Gullfoss og það oftar en einu sinni.  Arg hvað það var ljúft.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 18:19

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mikið áttu gott að hafa siglt með Gullfossi, finnst eitthvað vanta í reynsluheim minn þar sem ég fékk aldrei að fara. Svona siglingar voru ekki á dagskrá hjá fjölskyldunni, alla vega ekki með börnin.

Guðríður Haraldsdóttir, 20.11.2007 kl. 18:30

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þó ég elski að fljúga þá þekki ég þessa kokteilhristaraleið til Akureyrar og lenti meira að segja í að þurfa að bíta í brúnina á spennusögunni sem ég var að lesa til að geta klárað síðustu, æsispennandi, síðurnar í aðfluginu. En ég tek heils hugar undir með þér varðandi farþegaskipinu, ekki til skemmtilegri aðferð til að ferðast en að rölta um borð í miðbænum og út í miðbæ Köben (5 mín frá Kongens Nytorv) með viðkomu í Edinborg (rifjast upp núna þegar ég er farin að lesa Rebus). Já, við þurfum gott farþegaskip, takk!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.11.2007 kl. 19:21

6 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Flugvélar eru eitthvað það frábærasta sem ég hef ferðast með... þar til ég fór í innanlandsflug til Akureyrar. Úff... Þá skildi ég systur mína sem grætur fögrum tárum í flugi. Hafði aldrey skilið aumingja konuna að nenna að fara til útlanda svona almennt, þar sem hún tekur út fyrir að fljúga. En með skipi fer ég ekki. Áts... ég þarf ekki annað en að fara niður á bryggju og horfa á skipin rugga, þá verður mér flögurt og ég missi fótanna. 

Svala Erlendsdóttir, 20.11.2007 kl. 20:11

7 Smámynd: Jens Guð

  Ég átta mig ekki á því hvað veldur flughræðslu hjá sumu fólki.  Ég hef flogið nokkur hundruð sinnum.  Árlega tek ég mörg innanlandsflug og nokkur millilandaflug.  Mér þykir alltaf gaman að fljúga.  Það er einhver stemning við það.  Mest gaman er þegar flugvélin hendist til og frá og fellur þegar flogið er yfir fjallgarðinn við Ísafjörð (þegar ekki er flogið inn Skutulsfjörð).  Þá er gaman.  Nema einu sinni þegar heitur tebolli gusaðist yfir mig.

  Annað sem er skemmtilegt við flugið - af því að ég er yfirleitt einn á ferð - það er að kynnast sætisfélögunum.  Sumir verða vinir manns til lífstíðar,  eins og færeyskir feðgar sem ég sat við hlið á til Danmerkur fyrir 15 árum eða svo.  Einnig á ég það til að lenda óvænt við hliðina á gömlum kunningjum eða ókunnugu fólki sem síðar verður kunningjar.    

Jens Guð, 20.11.2007 kl. 21:17

8 identicon

Fýrin Jensen er flughræddur

flýgur hann þá afar sjaldan 

einsog uppá þráð þræddur

þó hann fái sér,einn kaldan. 

jensen (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:55

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það fyrsta sem ég heyrði um Gullfoss var þegar amma sagði mér að afi hefði mútað henni til að hætta að vinna úti, með því að lofa henni skemmtisiglingu með Gullfossi. Það virkaði.

Hverjir eru ''sumir''

Jóna Á. Gísladóttir, 21.11.2007 kl. 00:25

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Jamm, ég verð að taka undir að þessi þættir eru frábærir. Eins mæli ég eindregið með að horfa á flugslysamyndir um borð í flugvélum, það er mun áhrifameira en með fast land undir fótum. Ég er ekki að grínast. Ég var með Flight 99 á diski þegar ég var á ferðinni milli landa einhvern tíma á árinu og náði að horfa á megnið af myndinni um borð (það er víst ekki von til að hún verði sýnd fyrir alla um borð - pempíur!!). En alla vega þá horfði ég á restina á myndinni eftir að ég kom heim og hún var bara ekki nærri því eins mögnuð. Það sem ég elska mest við að fljúga er útsýnið þegar gott skyggni er. Hef bæði vaknað í morgunsól yfir Grænlandsjökli, séð haustlitina yfir Skandinavíu, jarnbraut liðast eftir Malakkaskaganum, lent að kvöldi rétt við Crysler turninn í New York (að koma vestanað) og séð Suðurlandið í vetrarskrúða og ég veit ekki  hvað af þessu var flottast, allt. Vildi helst hanga út um gluggann en kuldi og súrefnisleysi gerir það illmögulegt, svo og skortur á opnanlegum fögum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.11.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 40
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 1919
  • Frá upphafi: 1454793

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1561
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband