22.11.2007 | 10:41
Dularfulli sendibíllinn sem ók of hægt ...
Heimir sat undir stýri í morgun og var eiginlega furðulostinn á svipinn næstum alla leiðina í bæinn. Farþegar voru nefnilega óvenjufáir, enda frost og Skagamenn kúra margir í kulda og trekki (þess vegna fjölgar okkur svona hratt) og svo ók dularfullur, svartur, skítugur og grunsamlegur sendiferðabíll fyrir framan okkur alla leið niður í Kollafjörð. Heimir, þetta mikla gæðablóð, fór að nöldra þegar við vorum stödd við Grundahverfið því að sendibíllinn hægði þá ferðina niður í 50 km/klst (leyfilegt að vera á 70) og svo gaf hann í og fór upp í 70 þegar við máttum vera á 90. Svona æsir mig alltaf svo upp og ég manaði Heimi til að blikka bílljósunum. Allir vita hvað gerist ef flautað er á annan bíl hér á landi og enginn nennir að standa í slagsmálum svona snemma morguns. Það var skrambi gott að komast fram úr í Kollafirðinum.
Mig grunar nú helst að þetta hafi verið .... byrjaði Heimir. Ég greip fram í fyrir honum. Þú veist að ég drep þig ef þú segir kjéddlíng, sagði ég hörkulega og brýndi kutana í huganum. Heimir hló taugaveiklunarhlátri en lauk setningunni: ...útlendingur! Það datt af mér andlitið og á meðan það skoppaði um strætó útskýrði Heimir að útlendingar gætu verið svo rosalega löghlýðnir, eiginlega einum of og keyrðu stundum of hægt ... sem væri erfitt fyrir strætóbílstjóra sem vildi halda áætlun.
Farþegarnir, fáu en stórhuggulegu, vöknuðu einn af öðrum þegar við nálguðumst heittelskaða höfuðborgina. Hvernig fór leikurinn? spurði Sigþóra þegar við bjuggum okkur undir að kasta okkur út við Vesturlandsveginn. Við erum öll svo náin í Skagastrætó að hún þurfti ekkert að útskýra spurninguna nánar. Þrjú núll fyrir okkur, laug ég blákalt, bara til að gleðja hana, heimurinn er alveg nógu grimmur og nauðsynlegt að búa sér til gleðiefni. Eitthvert karl-óféti leiðrétti þetta áður en ég gat hvesst á hann augun og núna afgreiðir Sigþóra kúnnana sína í Rekstrarvörum eflaust með tárin í augunum og ekka í hálsi.
Ég skalf úr kulda þegar við komum út úr strætó og trúði Sigþóru fyrir því að ég hefði ekki þorað að hjúfra mig upp að sessunaut mínum þar sem hann er karlkyns. Sigþóra sagði mér að hann héti Hlini og væri enginn annar en maðurinn hennar Ástu í bókasafninu! Konunnar góðu sem gerði uppvöxt minn hamingjuríkan með því að kynna mig fyrir fleiri bókum en Enid Blyton skrifaði ... Finnst mikið ævintýri að bókasafnsdrottning æsku minnar, sú sem kynnti mig fyrir t.d. Theresu Charles og Barböru Cartland, myndi ná sér í einn Hlina kóngsson?
Verkjalyfjablandan a la Gunnubúð (sjá komment við síðustu færslu) virkar afskaplega vel. Sjóðheitt bað í gærkvöldi og pillublandan gerðu líklega útslagið og ég er ekki orðin skökk enn þótt ég hafi setið við tölvuna í rúma tvo tíma. Þarf samt að fara að skoða rúm ...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 637
- Frá upphafi: 1505990
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég er hérumbil viss um að þetta hefur verið útlend kjeddlíng! Með handklæði á hausnum. Og hananú!
Sigurður Hreiðar, 22.11.2007 kl. 10:48
Gurrí ég fékk mér rúm úr Svefn og heilsu í sumar sem er með svona þrýstijöfnunardóti. Það breytti gjörsamlega lífi mínu og ég var ekkert svo svakalega gjaldþrota á eftir. Mæli með því alla vega og splæstu í þig rafmagni til að fari betur um þig við að lesa í rúminu.
annars bara góð kveðja frá Krók
Guðný
Guðný Jóhannesdóttir, 22.11.2007 kl. 11:01
Herra Sigurður Hreiðar ... minntu mig á að misþyrma þér þegar við hittumst næst, alla vega kyssa þig á kinnina, illskan mín.
Líst vel á þetta, herra Guðný, góð fjárfesting greinilega!!
Afsakið þetta með herrana, er aðeins að máta þennan titil við bloggvinina áður en ég kasta mér út í djúpu laugina og tek afstöðu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.11.2007 kl. 11:15
Iss, þú þarft ekkert nýtt rúm, ég er viss um að það dugir að leggja sig í klámsófann hjá Mannlífi öðru hverju til að rétta skekkjuna. Taka bara Barböru Cartland með, til dæmis söguna af ríku akfeitu amerísku stúlkunni sem giftist breska hertoganum, féll í dá á brúðkaupsdaginn og vaknaði upp ári síðar svo grönn og sæt að hertoginn þekkti hana ekki aftur og dró hana á tálar, grunlaus um að þetta var eiginkona hans og hann var ekkert að halda framhjá ...
Svoleiðis getur nú dugað til að laga ýmsar skekkjur.
Einhvern tíma skal ég bjóða þér í mat og elda upp úr matreiðslubókum Barböru Cartland (ég á tvær).
Nanna Rögnvaldardóttir, 22.11.2007 kl. 11:57
Vá, Nanna, eru til matreiðslubækur Barbörnu Cartland! Fannst Stjörnustríðsmatreiðslubókin sem ég sá í New York eitt árið mjög frumleg ... þetta slær henni við. Man vel eftir þessarri bók hennar um feitu konuna sem lá lengi í kóma. Þarna hefur Barbara sjaldan komist nær því að láta ógift fólk sofa saman ... lesendur og konan vissu hið sanna, ekki hertoginn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.11.2007 kl. 12:52
Þið eruð alveg dásamleg hérna. Ég get alveg sleppt því að labba út í búð til að snapa mér spjall, þið uppfyllið allar mínar vængingar í dag. Þetta verður semsagt stór-náttkjóladagurinn hjá mér. Eigðu ljúfastan dag
Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 13:39
Hvar er- hvar er-hvar er-hvar er Jónsi graði? Var hann tekinn úr sambandi? Ég bið forláts, ég meina netsambandi .
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 13:47
Jónsi er dularfullur, birtist bara þegar hann langar, eða ég hef eitthvað markvert að segja, Guðmundur!
Eigðu dásamlegan náttkjóladag, Ásdís!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.11.2007 kl. 13:58
Rétt er það, Anna mín. Finnst mjög girnilegt að fá mér almennilegt rúm í fyrsta skipti á ævinni!!!
Nú er ég aftur á móti farin í TGI Friday til að borða þakkargjörðarmáltíð! Jibbí!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.11.2007 kl. 17:07
Gott rúm er þvílíkut hnoss í lífinu! You make love all alone á góðri dýnu!
Rauði sófinn er líka girnilegur
www.zordis.com, 22.11.2007 kl. 20:04
Gott kvöld herra Gurrí
Marta B Helgadóttir, 22.11.2007 kl. 22:12
Flott hjá þér eins og ævinlega!
Hinsvegar fatta ég ekki enn hvernig á að gera svona fagurfræðilega fínar færslur. Mínar verða allar í belg og biðu og svo fer svaka tími í að fara "út og inn" í því augnamiði að leiðrétta það sem aflaga fór!
Fyrir mér er fagurfræði bloggheimsins illskiljanleg:
Ásgeir Rúnar Helgason, 22.11.2007 kl. 22:21
hæ Gurrí! Ertu ekki búin að prufa þetta með tennisboltana? Ódýrt og skaðar ekki, ekki vil ég hafa þig áfram með slæman bakverk, það gengur ekki, íbúfen er ágætt en slæmt fyrir magann.
When I think of Engels I think of you. Heyrði þetta í gær í útvarpinu, og var eins og alltaf þegar ég heyri þetta lag hugsað til þín.
Láttu þér nú batna í bakinu kæra Frú
best kv
siggi
siggi (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 08:01
Hef ekki enn þorað að prófa tennisboltana, hef verið svo hræðilega aum. Ég hef reyndar bara tekið eina íbúfen í dag, er frekar róleg í verkjalyfjaáti, held að ég fari að prófa boltana!Já, ég læt mér batna það er efst á vinsældalistanum. I think of Angels er alveg dásamlegt lag!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.11.2007 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.