Tæknitröll, bold og allt um Útvarp Akranes

Inga í stuðiGott var að fá far heim með Ingu en þegar hún var að fara út úr dyrunum eftir latte og spjall bað ég hana að tengja snöggvast vídeótækið sem hún lánaði mér. Það hefur alltaf gleymst. Hér á þessu heimili leikum við okkur að kjarneðlisfræði og töfrateningum en kunnum ekki á svona hversdagslega hluti. Dæmi: Hér er ekki ryksugað, heldur sér vélmenni um að halda gólfum himnaríkis hreinum! Jæja, annað hvort er tækið bilað eða scart-tengi eru uppfinning andskotans! Þetta tafði Ingu um næstum klukkutíma og heima í Reykjavík beið hennar sársvangur drengur (20 ára). Tek það fram að Inga leikur á fjarstýringar og tengingar eins og Mía systir á píanó og ég á karlmenn, eða gerði ef ég virkilega legði mig fram um það! Kannski.

BoldiðHef horft með öðru, eiginlega hálfu, auganu á síðustu bold og skil ekki alveg allt sem er í gangi. Mér sýnist þó að Bridget tali um barnið, Nichole, sem dó við fæðingu, sem límið sem hélt hjónabandi hennar og Nicks saman. Nú er ekkert lím. Svo kom í ljós að Nick á ekkert í Dominic litla, heldur Dante, bjargvættur Taylor (bjargaði henni frá Ómari soldáni sem hafði rænt henni og allir héldu að hún væri dáin en þá var hún bara í dásvefni). Dante kemur sterkur inn, deitaði meira að segja Brooke á tímabili. Nú þráir hann heitast af öllu að Briget komi til sín og gangi barninu í móðurstað, eins og hún ætlaði að gera með Nick.

Það gengur löturhægt hjá Ridge að reyna við Brooke, hún sér bara tengdason sinn, Nick, sem verður væntanlega brátt á lausu. Eflaust verða þó einhverjar flækjur til að skemma það, kannski að Brooke játist bara Ridge til að spæla Stefaníu, mömmu hans. Svo er dóttir Lou horfin, eftir að Barnavernd kíkti í heimsókn út af marblettinum á öxlinni á henni, sem hún reynir að kenna hinni hressu dóttur Steiger lögregluforingja um. Svo kom eitthvað um að stýrimaður eða vélstjóri hefði klikkast og reynt að sökkva skipi þótt hann hefði ekki stímt á ísjaka og ... jamm, það var alltaf fjör í boldinu.

Himnaríki 578Miðvikudagar eru ekki lengur viðbjóðslegir kellingasjónvarpsdagar á Stöð 2, ekki eingöngu. Nú eru bæði Closer, spennuþáttur (reyndar kona sem yfirlögga) og Grey´s Anatomy (kona sem læknir en líka fullt af körlum) á dagskránni og hægt að fara að lesa þegar Oprah byrjar ... og horfa á Kiljuna í leiðinni. Er komin frekar langt í Ösku, bókinni hennar Yrsu og finnst hún alveg stórskemmtileg. Í dag fékk ég Guðna sjálfan og kíki á hana um helgina. Harry Potter er þó ofar í bunkanum en erfðaprinsinn, sem átti þá næstsíðustu eftir, spændi hana í sig og er nú langt kominn í þessarri nýju, rosalega spenntur.

Kubbur og JónatanÚtvarp Akranes verður sent út frá Skrúðgarðinum um næstu helgi (FM 95.0). Það er sniðug hugmynd að senda út þaðan. Tommi strætóbílstjóri og Jón Allansson (gamall bekkjarbróðir úr barnaskóla og safnstjóri hér í bæ) sjá um rokkþátt frá kl. 21 á föstudagskvöldinu. Það verður án efa góð skemmtun! Svo ætlar sjálf Anna Kristine að vera með viðtal við hjónin Ingibjörgu Pálmadóttur og Harald Sturlaugsson á sunnudeginum um miðjan dag. Þess á milli bara glimrandi fjör og skemmtun. Erfðaprinsinn ætlar að skutla mér undir hádegi á laugardeginum og fara svo að kaupa jólagjafir. Hef ekki hugmynd hvað ég á að pína hann til að gefa mér! Getur hann toppað afmælisgjöfina? Efast um það. Kannski að ég tali meira um hvað nýja safnplatan með Led Zeppelin sé örugglega góð ... Mér sýnist hann vera sofnaður með Potter á bringunni og kettina til fóta. Hvað er annað hægt að gera en sofa þegar Jónatan hefur alveg yfirgefið fjölskylduna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha Glæsileg umsögn úr Boldinu Nágrönnum og frétt dagsins þú ert frábær mín kæra þetta verður heljarinnar helgi á öldum ljósvakans hér á skaganum gaman bara kannski maður fá sér gott kaffi í skrúðgarðinum á laugardag ef tími gefst til

Brynja blogg.central.is/skordal_1 (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:54

2 identicon

Ah gleymdi hvenar fer þinn þáttur í loftið? Er það ekki á Laugardag?

Brynja blogg.central.is/skordal_1 (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:58

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jú, hann verður kl. 11-12.30 á laugardaginn, hlakka helling til!

Guðríður Haraldsdóttir, 28.11.2007 kl. 23:02

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er nú aldeilis fínt að geta séð hvað er að gerast í Boldinu, en er ekki Brooke aðalbomban? bara spyr af því hún er ekki á myndinni.

Það er fjör þegar útvarp Skaginn eða Akranes byrjar - búið að vera öll árin 16 sem á hef búið hér á Skaga í desember! Ekki verra ef þú ert líka á leiðinni í það!

Það eina sem er óþægilegt við útvarpið, það er að muna eftir að kveikja á því.

Edda Agnarsdóttir, 28.11.2007 kl. 23:09

5 identicon

ótrúlegt að brook líti ekki við gömlu ástinni sem hún eltist við á tímabili ... samt flaug mér í hug nágrannar á tímabili í lýsingunni þarna... ég hef verið að glápa á þá á netinu, við erum a.m.k. hálfu ári á eftir hér á klakanum.

Hvort myndirðu mæla frekar með bíbí eða ösku ??

Hulda (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 23:51

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Bold bold bold, ja Gurrí, það er meiri dýrðin að þurfa ekki að horfa, bíða bara eftir upplýsingum hérna á blogginu þínu

Eins gott að muna eftir þættinum þínum á laugardaginn!!!

knús inn í nóttina 

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.11.2007 kl. 00:15

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tune in on Gurrí.  Það er á hreinu krúttið mitt.  Ég bíð spennt eftir föstudagskvöldinu, er farin að baka fyrir tilstandið, eða myndi gera ef ég gæti sko.  GN og knús í Himnaríki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 01:28

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hulda, ég blandaði Nágrönnum og sjónvarpsfréttum inn í boldið að þessu sinni til að gá hvað þið væruð klár ... Það horfa greinilega fáir á sápuóperur ... Get varla gert upp á milli bókanna. Bíbí skilur kannski meira eftir en Aska er hreinræktuð spennubók með skrambi skemmtilegri söguhetju, kvenkynslögmanni sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.

Já, Guðmundur, það ætti að nást, þú gætir þó mögulega þurft að halda á loftnetinu með vinstri FÆTI þar sem þú hangir út um gluggann á þriðju hæð ... hehehehe

Held að ég væri í taugaflækju og kasti ef ég ætti ekki svona góða bloggvini sem peppa og knúsa á víxl. Ekki veitir mér af. Er að verða nokkuð kvíðin ... þótt nýju fötin dragi aðeins úr því.

Guðríður Haraldsdóttir, 29.11.2007 kl. 08:20

9 identicon

Gurrí! á ég að trúa því að þú sért að eyða þínum tíma í að horfa á þetta Bold eitthavð? 'eg trúi þessu ekki á þig. Nú hvað varðar Jólagjöf sem e-prinsin getur gefið þér, er vélmenni sem ryksugar á meðan maður er að gera eitthvað annað, t.d lesa bók, baka köku, eða búa til lystilega góðan mat. Sá þetta apparrat einhversstaðar auglýst.

bestu kv

siggi

siggi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:00

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Siggi ... Jónas, einn íbúi himnaríkis, er vélmenni sem ryksugar! Hélt að þú vissir það eftir nokkuð tryggan lestur ... nema þú skoðir bara myndirnar ... hahahahha. Mér finnst 40-50 þús króna ryksuguvélmenni aðeins of dýr jólagjöf fyrir fátækan erfðaprins ... einn geisladiskur yrði meira en vel þeginn

Guðríður Haraldsdóttir, 29.11.2007 kl. 10:09

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Nýju fötin bjarga þættinum, það er ekki spurning hehehehe.

Ertu svo að spila með okkur  Gurrí , við sem treystum á sannsögli þína í Boldmálinu

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.11.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 314
  • Sl. viku: 1810
  • Frá upphafi: 1460793

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1474
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jörgen Klopp
  • Opið hús kl. 17
  • Dýrheimar kaffihús

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband