Rauntími í himnaríki og strákahorn í Hagkaupum

TíminnSótti úrið mitt í gær í viðgerð til Guðmundar Hannah úrsmiðs (nafnið Hannah er samhverfa) og hef varla gert annað en að horfa ástaraugum á það síðan. Ekki hefði mig grunað að eitt stykki úr í viðgerð myndi breyta lífi mínu svona mikið. Guðmundur setti klukkuna á rauntíma. Hingað til hef ég verið með svokallaða búmannsklukku og haft hana stillta sjö mínútum of snemma. Ótrúlega mörg ár síðan ég gerði þetta fyrst og hef ég ranglega talið mér trú um að ég missti ekki af strætó ef ég gabbaði mig svona. Þetta er rugl og ýtir bara undir streitu.

Elsku PalliAllt varð miklu skýrara í morgun. Ég druslaðist á fætur 20 mínútur yfir sex og þá var hún í raun 6.20. Fannst ég hafa allan tíma í heiminum eftir að hafa fengið dásamlegt SMS frá Ástu. Bjó til latte handa okkur og svo nákvæmlega á mínútunni 6.49 gekk ég niður stigann með heitt og ilmandi kaffi í einni, plötuna hans Páls Óskars í annarri og töskuna mína í þriðju. Minntist ekki á Pallaplötu við Ástu fyrr en hún slökkti á fréttunum, þá setti ég hana í plötuspilarann. Samstundis kviknaði á marglitu diskóljósi í loftinu og dansarar spruttu upp úr aftursætinu. Allt fyrir ástina, sungum við hástöfum, himinglaðar og hamingjusamar, spiluðum það meira að segja tvisvar á leiðinni. Rosalega er þetta góður diskur, ég sem hata diskó ... eða hataði. Ætla sannarlega að kaupa diskinn handa Ástu sem örlítinn þakklætisvott fyrir allar ferðirnar á milli AKR og REY. Svo ákváðum við Ásta að fara á tónleikana hjá Palla sem verða í Bíóhöllinni á Akranesi 1. des. Kannski ég reyni að draga erfðaprinsinn líka með.

HómerFrétti að Hagkaup í Holtagörðum sé með sjónvarpsfótboltahorn fyrir þá sem hata að fara í búðir. Mikið ætla ég að drífa mig þangað, bið bara erfðaprinsinn að versla inn á meðan því að hann hefur meira gaman af því að fara í búðir en ég. EN ef þetta er sérstaklega ætlað karlmönnum þá gagnrýni ég það harkalega. Hættið að viðhalda staðalímyndakjaftæði með svona rugli! Ég, kvenleg og sæt, elska karlmenn og svona, keypti t.d. áskrift að Sýn vegna þess að ég vildi ekki missa af HM í fótbolta 2006. Mikið held ég að þetta móðgi líka marga karlmenn. Sjónvarpskrókur fyrir börnin svo að mamma geti keypt í friði ... og nú fótboltahorn fyrir vitlausu karlana sem láta segja sér að það sé karlmannlegt að hata búðaráp (það er MANNLEGT að hata búðaráp) og horfa á fótbolta. Ég hlusta ekki á stóra samsærið um að "allar konur elski að fara í búðir". Ég varð jafnfúl þegar ég frétti þetta og þegar SkjárEinn setti upp stelpustöð í kringum HM2006. Ég veit að það stuðaði einhverja karla sem fíla ekki fótbolta (ekki þannig að það skemmdi þá, elsku dúllurnar eru vanir nastí bröndurum ... jeppar/lítil typpi, við konur svo sem líka: "Ó, er það þessi tími mánaðarins hjá þér, frá fyrsta til þrítugastaogfyrsta?"). Annað hvort áttu þeir að horfa á boltann eða þeir voru kjéddlíngar. Ég átti sjálf í mikilli tilvistarkreppu þetta sumarið þótt ég efaðist í raun aldrei um kynhneigð mína.

Mig langar í fjölbreyttara þjóðfélag, ekki bara bleikt og blátt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

(það er mannlegt að hata búðaráp) og kvenlegt að vera í bleiku.

Góðan dagin, gaman að vakna með Gurrí.

Þröstur Unnar, 29.11.2007 kl. 09:14

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Leikherbergið verður í áramótaskaupinu sannaðu til.  Ég á ekki orð, hélt að þetta væri djók.

Njóttu dagsins

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 09:14

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

heheheh, ég ætla sko að halda áfram að ganga í bleika bolnum mínum ... og hata búðaráp. Ég var t.d. bara 10 mínútur í Nínu um daginn og dressaði mig upp. Ef ég hefði ekki fengið svona góða aðstoð þar hefði ég labbað út og mætt ósmekkleg (en aldrei ljót) í sjónvarpið.

Já, Jenný, það hlýtur að koma í skaupinu, þetta er svo fyndið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.11.2007 kl. 09:17

4 identicon

Það er rétt Gurrý, það er jafn mannlegt að hata búðaráp og það er að elska Knattspyrnu. Tel það nokkuð víst að þetta horn sé fyrir karlana, kerlingarnar, feministana, andfeministana og alla hina. Ég þetta framtak hjá Haugum,  meina Högum að setja upp horn fyrir elskendur knattspyrnu listarinnar. Þetta er mikil lyftistöng fyrir borgina. Hættum þessu væli, tökum þessu fagnandi!! Lifi fótboltinn!!!

Bjarki (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:25

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahaha, þetta er samt sett upp sem horn fyrir karlmenn, Bjarki minn! Því vildi ég mótmæla. Fótbolti á að vera fyrir alla, enda alveg dásamlegur og bráðnauðsynlegur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.11.2007 kl. 09:46

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Mikið er ég "glöð" yfir þessu með bleikt og blátt, yndislegt að þetta fólk sem við komum í þessar stjórnunarstöður hafi fundið sér svo VERÐUGT verkefni sem þetta.

Er ekki annars allt í lagi með þetta lið?

Fótbolti fyrir alla sem nenna að horfa, karlahorn hjá hagkaupum, ja eru konur ekki örugglega velkomnar ÁN ryksugunnar  skelltu þér bara þarna inn á meðan erfðaprinsinn sér um innkaup

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.11.2007 kl. 12:45

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hey! las einhversstaðar að sætin væru aðeins 4???

þá verður einhver að sitja í fangi einhvers huggulegs herra

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.11.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 161
  • Sl. sólarhring: 331
  • Sl. viku: 853
  • Frá upphafi: 1505860

Annað

  • Innlit í dag: 129
  • Innlit sl. viku: 695
  • Gestir í dag: 124
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband