Matar- og tónlistarblogg

MaturinnMatarboðið gekk frábærlega. Maturinn heppnaðist sjúklega vel, heiðursgesturinn, Inga, var svo þreytttttt að hún kom ekki, enda búin að vinna mikið og vaka lengi. Vildi að hún hefði sofið í himnaríki í dag og náð að koma í matinn. Hún hefur ekki svo oft á þessum 24 árum sem við höfum þekkst fengið ætan bita hjá mér. Enda er hún kokkurinn og ég bakarinn. Það var ekki hægt að klúðra þessu kjöti í dag, enda útbúið af kærleika og miklum hæfileikum af Einarsbúðarsnillingunum. Fylltur lambahryggur með gráðaosti og villisveppum. Sveppasósa með (bara úr pakka ... en með nokkrum villisveppum sem kokkurinn í Einarsbúð lét fylgja með), grænmetisréttur með sætum kartöflum og fleira (uppskrift kemur bráðum, sérstaklega fyrir Jennýju), gular baunir, hitaðar með smjöri, salti og pipar og að síðustu ferskt salat með alls kyns grænmeti.

Himnaríki 591 Erfðaprinsinn á mikinn heiður skilinn, hann hélt öllu hreinu á meðan ég djöflaðist, henti öllu rusli jafnóðum, algjör hjálparhella. Það var soldið fyndið að hafa 2/3 Idol-dómaranna í stofunni hjá sér á meðan Laugardagslögin hljómuðu, ætla að blaðra því að Ragnheiður Gröndal féll þvílíkt í kramið hjá okkur öllum, að hinum ólöstuðum. Þriðji dómarinn var reyndar á staðnum ... á sófaborðinu í formi "Öll trixin í bókinni".

Svo fóru allir í einu um tíuleytið ... Monika í bæinn en Palli vildi sjá húsið hennar Ellýjar áður en hann fer að skrattast í Breiðinni (gamla Hótel Akranesi). Ég mundi loks eftir myndavélinni en ég gleymdi henni alveg í gærkvöldi í þættinum, í Skrúðgarðinum í dag og á tónleikunum í Bíóhöllinni ... og á núna m.a. þrjár algjörar hryllingsmyndir af gestunum. Meira að segja fallegi erfðaprinsinn minn myndaðist illa.

Stutt í að haldið verði í draumalandið og vei þeim sem hringir fyrir klukkan átta í fyrramálið ... djók, ég meinti hádegi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Þeim hefur orðið vel til vina, kisunni og Palla hehehehe, Glæsilegt matarborðið hjá þér uuummm, ekki ónýtt að lenda í svona matarveislu. Megirðu njóta ljúfra drauma í himnaríkisnóttinni

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.12.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Ragnheiður er vinnarinn, ekki málið. Er á leiðinni á Breiðina, kannski heilsa ég upp á Palla dúllu. Við höfum nú spjallað pínu áður. Góða nótt Gurrí mín, nema að við breggðum okkur af bæ á eftir og heilsum upp  á þig, (meina ég og Palli) hmmmm......djók.

PS. Stelpurnar verða bara að bíða..........

Þröstur Unnar, 2.12.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hæ, þetta er búið að vera ótrúleg helgi hjá þér, og ekki búin! Þú varst hrein snilld í Útsvarinu, gaman að horfa með Ara í kór! Skemmtu þér vel það sem eftir er helgar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.12.2007 kl. 01:45

4 Smámynd: Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

Sæl

Má til með að kvitta fyrir innlitið.  Aldeilis búin að vera frábær helgi hjá þér.  Eðlilega, það er alltaf geggjað stuð á Skaganum

Þið voruð bara GLÆST í Útsvari. Þetta var mjög skemmtilegur þáttur í alla staði.   Enda ekki við öðru að búast.  Ég þarf reyndar að eiga orð við hann Bjarna (bekkarbróðir minn) að kannast ekki við Leggjarbrjót, kommon !! Þetta átti hann að vita

Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, 2.12.2007 kl. 11:56

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gurrý mín þú ert sko big mama!

Edda Agnarsdóttir, 2.12.2007 kl. 14:34

6 identicon

Það er alveg á hreinu hvaða lið ég styð í Útsvarinu. Kveðja frá öðrum hluta heimsins.

Jónatan (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 15:43

7 identicon

Kæra Gúrrí, líst vel á matinn hjá þér, þó sérstaklega grænmetisréttinn settu nú uppskriftina á netið, langar til að sjá hann hjá þér. Mikið stóðuð þið ykkur vel í útsvari á föstudagkvöld, til lukku, og þú leist svo vel út gleður mig að sjá þig svona bjarta og hressa.

siggi

siggi (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 15:58

8 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Mér finnst lagið sem komst áfram algjör hryllingur. Samt vissi ég áður en ég heyrði nokkurt laganna að það væri einmitt þetta sem færi áfram, aðallega því fólk er fífl. Einhverjir virðast halda að Birgitta og Magni skipti einhverju máli í heildarmyndinni, sem þau gera ekki.

Ragnhildir var hins vegar yndisleg og Dr. Spock frumlegri en hell! 

erlahlyns.blogspot.com, 2.12.2007 kl. 16:18

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Helgarknús til þín Gurrí mín. Vil gjarnan fá uppskriftir.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.12.2007 kl. 16:45

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hendi inn uppskrift að grænmetisréttinum í kvöld eða á morgun.

Vissi líka, Erla, að þjóðin myndi kjósa þetta lag. Velkomin Helga, en til að flýta fyrir bað ég þig bara um að gerast bloggvinur minn og sé að það gekk upp. Vona, Þröstur, að það hafi verið gaman á djamminu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.12.2007 kl. 16:54

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ hvað þú varst heppin að hafa svona æðislega og kærleiksríka matargesti. Ég og Nói sonur minn vorum svo heppin að sjá Palla syngja inn með ástina og út með hatrið í Hagkaupum á föstudaginn.Hann er alltaf flottastur hann Palli. Málar svo Ellý ekki dýrðlegar englamyndir??? Svona á að eyða helgunum..en nú er bara komið að því að þú komir í heimsókn elskið mitt. Verður sótt eftir vinnu og svo skutlað heim á eftir í gullbíl. Færð gott að borða í millitíðinni..hvað segirðu um það?

Veldu stund og ég kem í hvelli.

Knús. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.12.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 685
  • Frá upphafi: 1505976

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 552
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband