Morgunstress og vinkonuhvarf ...

Vaknað í GaltalindinniRétt fyrir klukkan átta í morgun hrökk Stressríður upp þar sem hún lá í sófanum í Galtalindinni í Kópavogi, í huggulegri íbúð systur sinnar. Hún hafði dottið út af í brúnum leðursófa með fjólublátt teppi yfir sér þar sem Law and order-fólkið í sjónvarpinu fann eflaust vondan glæpamann til að senda í rafmagnsstólinn. Blessunarlega svaf hún það af sér. Hún sendi Ingibjörgu, vinkonu sinni, símaskilaboð og ákveðið var að hittast í Kaffitári við Bankastræti um kl. 9.30.

Hviðurnar á Kjalarnesi voru enn það sterkar að enginn strætó gekk en Inga tók ekki eftir þeim á leiðinni, enda ekki á háum strætisvagni sem tekur á sig vind eins og hann fái borgað fyrir það.
Stressríður skaust eitt augnablik inn í himnaríki, greip nokkra geisladiska með og fullvissaði sig um að handritið sem hún prentaði út í Kópavoginum kvöldið áður væri á sínum stað.

Við Óli PalliÍ Skrúðgarðinum ríkti ljúft andrúmsloft að vanda og stressið rjátlaðist eitthvað af Stressu sem fór að búa til lagalista fyrir sig og Óla Palla tæknimann. Heimir strætóbílstjóri hékk við tölvuna til að athuga hvort það yrði fært í bæinn, það var ekki fyrr en 11.41 sem hann þorði að fara, alveg á áætlun ... en slapp við ferð/ferðir sem átti að vera fyrr um morguninn.

Útvarpsþátturinn gekk vel, þetta var bara einn og hálfur tími og leið hratt. Eftir útsendinguna beið Ásta með súkkulaðitertusneið og pælingar fyrir krakkaball Páls Óskars sem hefst kl. 17. Okkur rétt tókst að redda börnum til að taka með okkur. Ekkert bólaði á Ingu en hún var ákaflega syfjuð þegar kvaðst var fyrir utan Skrúðgarðinn kl. 10.46. Inga er enn týnd. Hún á inni matarboð í himnaríki í kvöld, eins gott að hún vakni, hvar sem hún er stödd í heiminum. Þessi elska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jæja, ég er ekki nógu hjartahrein, því ég náði engri útsendingu, but who gives a fl.. f..? Jú ég

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2007 kl. 16:32

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta vinnukonuhvarf; er það næsta gata við Álfkonuhvarf?

Árni Gunnarsson, 1.12.2007 kl. 16:47

3 identicon

Til hamingju með þáttinn í gærkvöldi frú Guðríður! Þetta var flott!

Sigga (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 18:26

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert flottust.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.12.2007 kl. 19:20

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hamingju með sigurinn, Skagaliðskona! Ég missti því miður af þessu. LOFA að horfa og klappa næst þegar þú verður í sjónvarpinu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.12.2007 kl. 22:02

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þið verðið innilega að afsaka hvað ég hef verið ódugleg að svara kommentum. Já, og takk fyrir fögur komment. Gæti þurft að uppfæra forrit eða eitthvað þar sem ég dett sífellt úr tengingu ... jamm, það er hafið aftur.

Vinkonuhvarf, var þetta, Árni (heheheh), Inga vinkona hvarf en kom í leitirnar. Hún er hálfgerð álfkona, þú varst nálægt því.  

Guðríður Haraldsdóttir, 2.12.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 61
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 1286
  • Frá upphafi: 1460110

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 1022
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fótapláss ekkert
  • Facebookvinátta
  • Fótapláss ekkert

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband