Loksins kjaftasaga, tími til kominn

SimpsonsSimpsons-myndin var stórskemmtileg, enda ekki við öðru að búast. Erfðaprinsinn ætlaði að slökkva á henni um leið og stafirnir komu en móðir hans hafði vit fyrir honum og þar af leiðandi náðum við nokkrum atriðum í viðbót.

Ertu skotin í Tomma?Útvarpi Akraness var um það bil að ljúka í hliðarsalnum þegar við komum í köku og kaffi í Skrúðgarðinn fyrr í dag. Óli Palli var eitthvað að flækjast frammi, heilsaði og ... beygði sig síðan yfir mig og ... kys ... djók, og sagði lágt: „Hér er það mál manna að þú sért skotin í Tomma.“ Þarna átti hann við Tomma strætóbílstjóra. Ég gat auðvitað ekki neitað því og sagði honum að við kvenkynsfarþegar værum hrifnar af Tomma en hann liti við okkur öllum, sem sagt engri okkar. Ég veit að hann saknar skrautsins í brekkunni, eins og hann kallar Karítas í Lopabrekkunni. Karítas hefur mikið á samviskunni að vera flutt norður á land, hún er samt harðgift, held ég. Svo hugsar Tommi líka svipað og ég, við erum of ung til að vera skotin og binda okkur og svona ... Ég talaði um Tomma í útvarpsþættinum mínum og þá aðallega matarsmekk hans, þar var kannski kveikjan að sögunum og minntist auðvitað líka á hina bílstjórana. Næsta ár tala ég um mest um Heimi, eða Kidda ... eða kannski Gumma, jafnvel Ella, og þá verður gaman að vita hvort það komi ekki líka flottarsögur út úr því. Ég sagði Óla Palla reyndar að ég væri líklega kalin á hjarta, fyndist gaman að horfa á sætu strákana (ókei, karlana) en lengra næði það ekki. Mögulega á vinnustaður minn stóra sök á því með því að halda mér svona önnum kafinni og í frístundum kenni ég sjónvarpi og bókum alfarið um. Svo getur auðvitað verið að heimakærð, ballfælni, kaffidrykkir fram yfir aðra drykki, aðdáun á köttum, búeta á Akranesi, háralitur, skófæð, feimni, mannorð eða eitthvað slíkt hafi einhver áhrif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

hann virkar dauðhræddur á myndinni...þú átt að segja sís en ekki bú !

Ragnheiður , 2.12.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Búz á Akranesi, háralitur, skófæð, feimni, mannorð.

Þú ert að nota allra mínar uppáhaldsafsakanir, fyrir að gerast einsetukall.  

Þröstur Unnar, 2.12.2007 kl. 23:02

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það er ljótt að gera fólki svona hverft við, þvílíkur skelfingarsvipur á drengunum

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.12.2007 kl. 23:54

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmm, þetta er ekki góð mynd af Óla Palla, Ragga, en sú eina sem ég fann á google.is. Gleymdi alveg að taka myndavél með. Man það næsta ár.

Útvarp Akranes gekk víst alveg svakalega vel, frétti ég, fullt af auglýsingum, frábært fyrir Sundfélagið.

Jamm, Þröstur, þetta eru góðar afsakanir. Held ég. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.12.2007 kl. 23:57

5 Smámynd: Ragnheiður

ó sowwy sæta

Ragnheiður , 3.12.2007 kl. 00:28

6 identicon

Þú verður að lofa mér að vera alltaf pínu skotinn í Tomma - mig langar svo að eiga svona skemmtilega og vel gefna mákonu...held allaf í vonina. Þó þið séuð búinn að ákveða að þið viljið ekki binda ykkur svona ung....

Findu þá ógeðslegustu skötu sem þú finnur og bjóddu honum í mat. Getur ekki klikkað

KV

Tomma systir

Magga (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband