10.12.2007 | 23:35
Særok, grjótfok og 62 m/sek í hviðum undir Hafnarfjalli
Verð að viðurkenna að ég er hálfveðurhrædd í himnaríki núna. Að vísu sit ég í augnablikinu í vesturhelmingi „penthássins“ eins og erfðaprinsinn kallar það og hér heyrist ekki mikið þótt rúðan sveigist á ógnvekjandi hátt. Inni í stofu, í austurhlutanum, heyrist varla mannsins mál. Svona er að búa við Atlantshafið. Ekkert hús sem skýlir. Svo á veðrið að ná hámarki um tvöleytið í nótt. Mér heyrist þakið ekkert vera að rifna af eins og hefur verið að gerast í Hafnarfirði og er þakklát fyrir það. Höfnin er vel upplýst og sést að mikið særok frussast yfir hana. Það segir mér að það sé grjótfok í Kollafirði. Vildi að það væri bjart úti. Vona að það verði ekki rafmagnslaust! Ég lýsi hér með frati á norsku veðursíðuna mína, þessa fyrrum uppáhalds. Hún spáði vondu veðri á fimmtudaginn en í dag átti að vera prýðisveður, minnir mig. Hefnigjarnir Norðmenn.
Horfði á seinni fréttir RÚV í seinkaðri dagskrá og þar sagði Elín Hirst að varhugavert væri að aka undir Hafnarfjalli núna, þar væru yfir 30 m/sek. Við trúðum þessu ekki og kíktum á vef Vegagerðarinnar. Þar sást að hviðurnar fóru upp í 64 m/sek! Það hefði nú alveg mátt fylgja fréttinni! http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur/vesturland/linurit/st012.html
Annars er ég alveg að verða búin með Harry Potter og dauðadjásnin, hef náð að lesa hana mér til mikillar gleði þótt ég hafi lesið aðrar með. Gerði tilraun til að horfa á Heroes í kvöld ... en er búin að fá hundleið á þessum þáttum. Alltaf þarf að teygja lopann þegar eitthvað nær vinsældum. Þess vegna nenni ég ekki heldur að horfa á Prison Break nema rétt með öðru auganu, stundum. Mun takast að klára Potter á eftir og þá fær Jenný meil á morgun. Lofaði að segja henni endinn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 57
- Sl. sólarhring: 59
- Sl. viku: 828
- Frá upphafi: 1525819
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 743
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Halló frú Guðríður, sumir eru bara búnir að bíða frá í júlí eftir endinum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2007 kl. 23:39
Já það er bæði súrt og sætt að búa við Atlandshafið, vonandi fýkurðu ekki í Sementið, ef þú ætlar á annað borð að fjúka eitthvað.
Hér í efra er nú bara kaldaskítur.
Þröstur Unnar, 10.12.2007 kl. 23:44
hér niður við sementir er bara bölvans tætingur
Vill til að veðurhræðslan hefur rokið úr 10 niður í svona 2 meðan ég er innan dyra
gott að slaka á undir sænginni í svona blæstri
Þetta fer að ganga niður Himnaríkisfrú! Óska þér og erfðaprinsinum góðrar nætur 
Guðrún Jóhannesdóttir, 11.12.2007 kl. 00:25
Shit ég er skíthrædd bara....algjör veðurskræfa. Kallinn minn ógó sáttur, fær að vera hugaða hetja og hugga konuna sína hehehe
Ragnheiður , 11.12.2007 kl. 00:49
Ég ætla ag gefa þér 10 fyrir að láta þetta um munn þér fara.
"Hálf veðurhrædd í HIMNARÍKI".
Þar er alltaf LOGN og Sól!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 04:57
sæl Gurrí mín, mikið skil ég þig vel með verðurhræðslu. Sjálfur var ég alveg að fara á taugum þegar rúðurnar svingnuðu inn til mín, þannig að jólaóróar sem hanga í glugganum slóust útan í glerið. Nú annað sem ég varð að gera um 12leitið í gærkveldi var að fara útá svalir og bjarga útigrillinu sem flaug af stað, mildi að það fór ekki í stofugluggan mátti ekki muna miklu. Samt var það vel fest og gengið fráþví með þugum steini umþaðbil 10 kíló sem eru á grindini undir grillinu, en samtsemáður ákvað það að fara í flugferð. Held að þessar hlífar sem verja eiga grillin séu nú ekki nema til neins nema í góðu veðri þegar vindur fer undir´þau þá er voðinn vís, ufff ég slapp vel hér í Norðlingaholtinu, með hjartslag uppundir 100 slög á min. hehehehheheheh svaf nú ekki mikið það sem eftir lifði nætur. Grillið fer núna fyrir hádegi niður í geymslu ásamt ýmsu sem ég tel að geti verið hættulegt fyrir mig og rúður.
Bestu kveðjur frá einum veðurhræddum
siggi
siggi (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 09:17
Úff - það er meira hvað gengur á. Hálffegin að vera ekki í Borgarnesi þessa dagana...
Þá er nú lognið, þokan og mengunin í Skopje skárri....
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 09:57
Nógu mikið gekk á hér í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi, hvein í öllu og regnið barði rúðurnar sem þó létu eiga sig að svigna, sem betur fer. Ég leit öðru hvor út um gluggann norðanmegin og horfði á ljósastaurinn dansa vals við regnið og ef maður hefði verið þannig innstilltur var þetta bara nokkuð rómantískur vals.
Svo datt allt í dúnalogn um hálftvöleytið og það var ekki laust við að ég saknaði hljóðanna. Það er svo notalegt að hlusta á veðurham þegar maður er inni í hlýjunni og örygginu.
En nú er fjör norðan við Vatnajökul sem gerð eru ágæt skil á þessari bloggsíðu og hjá Veðurstofunni. Þá er bara að vera á skjálftavaktinni og sjá hvað setur. Þetta er eins og spennandi framhaldssaga.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.12.2007 kl. 10:18
ég las veðurfréttirnar á textavarpinu um 1 í nótt eftir að vera búin að hlusta á rokið í svolítinn tíma... þar stóð að ætti að lægja um miðnættið. Stóð einnig að reykjanesbrautin væri ófær... kannski bara heppni að ég var í prófi í gær og kom óvenjusnemma heim.
Hulda (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.